No translated content text
Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð
Ár 2024, föstudaginn 12. apríl var haldinn 110. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 14, Hofi og hófst kl. 09:06. Viðstödd voru: Skúli Helgason formaður, Friðrjón R Friðjónsson varamaður fyrir Ragnhildi Öldu Vilhjálmsdóttur, Pawel Bartoszek, Kristinn Jón Ólafsson, Kjartan Magnússon, Sabine Leskopf og Jóna Hlíf Halldórsdóttir áheyrnarfulltrúi BÍL. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Eiríkur Björn Björgvinsson, Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir, Steinþór Einarsson, Inga María Leifsdóttir og Helga Björnsdóttir sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á Tónlistarþróunarmiðstöðinni. MIR24040005
Daniel Pollock og Jón Sævar Þorbergsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lagt fram bréf skrifstofustjóra menningarborgar dags. 4. apríl 2024 með tilnefningum Reykjavík bókmenntaborgar UNESCO, Rithöfundarsambands Íslands og IBBY um dómnefnd um barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur. Trúnaðarmál. MIR2404002.
Samþykkt.
-
Lagt fram bréf skrifstofustjóra menningarborgar dags. 4. apríl 2024 með tilnefningum Rithöfundasambands Íslands, Félags íslenska bókaútgefenda og Reykjavík bókmenntaborgar UNESCO um dómnefnd um bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundsson 2024. Trúnaðarmál. MIR2404003
Samþykkt með þeim breytingum á tilnefningu bókmenntaborgar UNESCO að vara- og aðalmaður skipti um sæti.
-
Fram fer umræða um Borgarlistamann Reykjavíkur 2024.
- kl. 09:50 tekur Frímann Ari Ferdinandsson sæti á fundinum.
- kl. 09:55 víkur Jóna Hlíf Halldórsdóttir af fundinum.
-
Samþykkt að taka á dagskrá samþykkt borgarráðs frá 11. apríl 2024 að hefja útboðsferli á fjölnota íþróttahúsi KR.
Fulltrúar meirihluta Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráð samþykkti í gær að heimila umhverfis- og skipulagssviði að hefja útboð á byggingu fjölnota íþróttahúss KR í Vesturbæ. Þetta verkefni varð í einu af efstu sætunum í forgangsröðun íþróttamannvirkja árið 2020 og mun bæta verulega aðstöðu iðkenda á öllum aldri ekki síst barna og ungmenna í hverfinu, þar sem lengi hefur verið kallað eftir bættri aðstöðu. Gert er ráð fyrir 2,5 milljarða króna framlagi í fjárfestingaráætlun borgarinnar sem deilist á árin 2024 til 2027.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja fyrirliggjandi hugmyndir um byggingu knatthúss ásamt viðbyggingu á svæði Knattspyrnufélags Reykjavíkur á grundvelli tillögu félagsins. KR glímir við mikinn aðstöðuvanda og er því frekari uppbygging íþróttamannvirkja í Vesturbænum löngu tímabær. Hins vegar er óeðlilegt að gera þá kröfu að KR gangi á takmarkað athafnasvæði sitt með byggingu fjölbýlishúsa í því skyni að fjármagna uppbygggingu íþróttamannvirkja. Eru slíkar kröfur að jafnaði ekki gerðar til hverfisíþróttafélaga í borginni vegna uppbyggingar íþróttamannvirkja á félagssvæðum þeirra til framtíðar. Rétt er að hafa í huga að útlit er fyrir mikla þéttingu byggðar og fjölgun íbúa í Vesturbænum á næstu árum. Slík fjölgun mun stórauka kröfur til KR og er því mikilvægt að félaginu sé tryggt nægilegt athafnarými til framtíðaraukningar.
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á fundi menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs 8. mars 2023 liður 7 um viðhald á íþróttahúsi á Kjalarnesi. MIR24030004
Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar stýrihóps um eflingu formlegs tómstundastarfs á Kjalarnesi.
Fulltrúar meirihluta Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Í tillögunni er fjallað um þörf á viðhaldsframkvæmdum við íþróttahúsið á Kjalarnesi en þær eru nú þegar í undirbúningi sem staðið hefur yfir undanfarna mánuði og er stefnt að því að ráðast í framkvæmdir á þessu ári. Umhverfis- og skipulagssvið hefur látið fara fram verðfyrirspurn vegna nýs gólfs í íþróttahúsinu á Kjalarnesi og verða tilboð opnuð í næstu viku eða nánar tiltekið 18. apríl. Viðgerðir fóru fram á þaki íþróttahússins fyrir tveimur árum. Útboðsgögn fyrir loftræsiskerfið fyrir íþróttarsalinn eru tilbúin og verða send út fljótlega. Síðastliðin 3 ár er búið að skipta um alla glugga í íþróttarhúsinu, skipta út hurðum við aðalinngang fyrir rafdrifnar rennihurðar, heilmála allt inni, setja nýja dúka í afgreiðsluna og endurnýja öll ljós í húsinu svo helst sé nefnt. Nú er að störfum stýrihópur menningar-, íþrótta og tómstundaráðs um eflingu frístundastarfs á Kjalarnesi og er lagt til að tillögunni verði vísað til hans til frekari rýni og meðferðar í samhengi við tillögugerð sem von er á frá þeim hópi.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Í september 2022 lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að sem fyrst yrði ráðist í nauðsynlegt viðhald og endurbætur á íþróttahúsinu á Kjalarnesi. Leggja þyrfti nýtt gólfefni og setja nýtt þak á húsið. Þá þyrfti að meta fram komna tillögu um litla viðbyggingu við húsið fyrir áhalda- og tækjageymslu. Fulltrúar meirihluta Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pirata og Viðreisnar vísuðu tillögunni frá með þeim rökstuðningi að málefni íþróttahússins væru í góðum farvegi. Skemmst er frá því að segja að lítið sem ekkert hefur verið unnið að þeim málefnum, sem tillagan felur í sér, á því eina og hálfa ári sem liðin eru frá flutningi hennar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hvetja til þess að sem fyrst verði ráðist í áðurnefnt viðhald og endurbætur í íþróttahúsinu og vonast m.a. til þess að þau áform gangi eftir að skipt verði um gólfefni og loftræstikerfi í sumar.
-
Lagt fram bréf öldungaráðs dags. 18. mars 2024 þar sem óskað er eftir umsögn menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs um tillögu um samræmda upplýsingagjöf til eldra fólks um heilsueflingu og afþreyingu á vegum Reykjavíkurborgar. Jafnframt lögð fram umsögn ráðsins um tillöguna. MSS24030074
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 6. mars þar sem óskað er eftir umsögn menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs að drögum að uppfærðri aðgerðaráætlun varðandi þátttöku Reykjavíkurborgar í fjölþjóðlegum rannsóknar- og nýsköpunarverkefnum. Jafnfram lögð fram umsögn menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs dags. 9. apríl 2024.
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar fjármálastjóra MÍR og Ómars Einarssonar dags. 13. mars 2024 við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um rekstrarkostnað vegna hjólhýsabyggðar frá fundi velferðarráðs. VEL24020015
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 10:55.
Skúli Helgason Kristinn Jón Ólafsson
Pawel Bartoszek Sabine Leskopf
Kjartan Magnússon Friðjón R. Friðjónsson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð menningar- íþrótta- og tómstundaráðs frá 12. apríl 2024