Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 107

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2024, föstudaginn 9. febrúar var haldinn 107. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 14, Hofi og hófst kl. 09:32. Viðstödd voru: Skúli Helgason formaður, Kjartan Magnússon, Pawel Bartoszek, Sabine Leskopf, Stefán Pálsson og Erling Jóhannesson áheyrnarfulltrúi BÍL.  Kristinn Jón Ólafsson og Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir taka sæti á fundinum með rafrænum hætti.  Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Eiríkur Björn Björgvinsson, Steinþór Einarsson og Helga Björnsdóttir sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagðar fram hugmyndir að merki fyrir Listhóp Reykjavíkur. MIR24020005

    Samþykkt að vinna áfram með hugmyndina. 

    Inga María Leifsdóttir og Helga Gerður Magnúsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

     

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf verkefnastjóra lýðheilsu, dags.  6. febrúar 2024, um forvarna- og aðgerðaráætlun Reykjavíkur 2024-2027 ásamt áætluninni.  MSS24010139

    Harpa Þorsteindóttir og Óskar Dýrmundur Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Fram fara kynningar á Borgarsöfnum Reykjavíkur og áherslur á starfsárinu 2024. MIR24020054

    Ólöf Kristín Sigurðardóttir, Barbara Helga Guðnadóttir og Guðbrandur Benediktsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    • kl. 11:34 víkur Erlingur Jóhannesson af fundi. 

    Fulltrúar meirihluta Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Meirihlutinn þakkar góðar kynningar á viðburðadagskrá borgarsafnanna þriggja: Borgarbókasafns, Borgarsögusafns og Listasafns Reykjavíkur.  Fjölbreytni og metnaður einkenna dagskrár ársins og borgarbúar geta horft tilhlökkunaraugum til viðburða framundan.  Nokkur umræða hefur skapast um öryggismál í aðalútibúi Borgarbókasafns og er mikilvægt að bregðast við stöðunni með aðgerðum sem tryggja öryggi gesta og starfsfólks án þess þó að vikið sé frá þeirri stefnu að bókasöfn borgarinnar séu í reynd samfélagshús þar sem öll eru velkomin.

    Fylgigögn

  4. Lagðar fram til upplýsinga, verklagsreglur um fyrirspurnir og tilllögur í ráðum og nefndum Reykjavíkurborgar, samþykktar á fundi forsætisnefndar 19. janúar 2024.  MSS23090170.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram erindisbréf stýrihóps dags. 8. febrúar 2024 um aðgerðir til að auka þátttöku barna og ungmenna á Kjalarnesi í skipulögðu íþrótta- og frístundastarfi.  MIR24010002.

    Samþykkt. 

    Fylgigögn

  6. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá 103. fundi menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs liður 10 um uppbyggingu mannvirkja hjá Fjölni.  MIR24020004.

    Tillögunni er vísað frá með 4 atkvæðum Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar gegn 2 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.  Fulltrúi Vinstri grænna situr hjá.

     

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma að fulltrúar meirihluta Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar felli fyrirliggjandi tillögu um úrbætur í aðstöðumálum Ungmennafélagsins Fjölnis í Grafarvogi. Félagið er stærsta íþróttafélag landsins með um 3.500 iðkendur. Fjölnir sinnir afar mikilvægu starfi í þágu íþrótta- og æskulýðsstarfs og er jafnframt óaðskiljanlegur hluti af hverfisbrag í Grafarvogi. Ljóst er að þær framkvæmdir, sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til, myndu bæta verulega aðstæður til íþróttaiðkunar í Grafarvogi og fullnægja kröfum KSÍ um leyfisveitingar vegna keppnisvalla í efstu deildum Íslandsmótsins í knattspyrnu. Núverandi keppnisvöllur Fjölnis stenst ekki þær kröfur, sem er óviðunandi og stendur félagið höllum fæti að þessu leyti í samanburði við önnur íþróttafélög í Reykjavík. Átalinn er sá tilefnislausi dráttur, sem hefur orðið á afgreiðslu tillögunnar í ráðinu en nú eru liðnir rúmir sextán mánuðir frá framlagningu hennar.

  7. Fulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Í ljósi fregna af ítrekuðum ógnunum sem starfsfólk Borgarbókasafns í Grófinni hefur lent í á liðnum misserum óskar fulltrúi Vinstri grænna eftir upplýsingum um hvernig öryggismálum sé háttað á safninu, til hvaða ráða hafi verið gripið til að tryggja öryggi starfsfólks og gesta og hvort frekari ráðstafanir séu mögulegar eða fyrirhugaðar?

Fundi slitið kl. 12:08.

Skúli Helgason Sabine Leskopf

Kristinn Jón Ólafsson Pawel Bartoszek

Kjartan Magnússon Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir

Stefán Pálsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð menningar- íþrótta- og tómstundaráðs frá 9. febrúar 2024