Mannréttindaráð - Fundur nr. 25

Mannréttindaráð

Ár 2026, fimmtudaginn 22. janúar var haldinn 25. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi, Borgarráði og hófst kl. 13.04. Fundinn sátu eftirfarandi fulltrúar: Sabine Leskopf, Magnús Davíð Norðdahl, Friðjón R. Friðjónsson og Þorkell Sigurlaugsson. Einnig sátu fundinn eftirtaldir fulltrúar samráðshóps í málefnum fatlaðs fólks: Katarzyna Kubiś og Hallgrímur Eymundsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Ellen J. Calmon, Tinna Helgadóttir og Magnea Gná Jóhannsdóttir. Fulltrúar samráðshóps í málefnum fatlaðs fólks: Lilja Sveinsdóttir, Ingólfur Már Magnússon og Anna Kristín Jensdóttir. Einnig sátu fundinn eftirfarandi starfsfólk: Bragi Bergsson, Valgerður Jónsdóttir og Katrín Harpa Ásgeirsdóttir með rafrænum hætti. Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning Borgarleikhúss á aðgengi í Borgarleikhúsi. 

    Egill Heiðar Pálsson, Hlynur Páll Pálsson og Kristín Ögmundsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. MSS26010104

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning umhverfis- og skipulagsviðs á endurgerð skólalóðar við Korpuskóla. MSS26010105

    Fylgigögn

  3. Fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Fulltrúar samstarfsflokkanna óska upplýsinga frá menningar- og íþróttasviði um fyrirkomulag um atvinnutengt frítímastarf fyrir ungmenni með fötlun næsta sumar. Einnig er óskað upplýsinga um hvort fjármagn sé tryggt fyrir sumarið 2026?

    Vísað til umsagnar menningar- og íþróttasviðs. MSS26010138

    -    Kl. 14.18 víkja af fundinum Katarzyna Kubiś og Hallgrímur Eymundsson. Ingólfur Már Magnússon, Lilja Sveinsdóttir, Anna Kristín Jensdóttir og eftirfarandi starfsmaður Katrín Harpa Ásgeirsdóttir, aftengjast fundarbúnaði.

  4. Lögð fram tilnefning Samtaka kvenna af erlendum uppruna, dags. 12. desember 2025, um að Susanne Miriam Arthur taki sæti í mannréttindaráði sem áheyrnarfulltrúi í málefnum innflytjenda og fólks af erlendum uppruna, í stað Mouna Nasr. MSS25020083

    -    Kl. 14.28 taka sæti á fundinum áheyrnarfulltrúar í málefnum innflytjenda: Milan Chang Gudjonsson og Susanne Miriam Arthur. Eftirfarandi starfsmaður tekur sæti á fundinum: Íris Björk Kristjánsdóttir.

    Fylgigögn

  5. Fram fer kynning menningar- og íþróttasviðs á inngildingu og menningu. MSS26010103

    Arnfríður S. Valdimarsdóttir, Auður Kamma Einarsdóttir og Ása Ingibjörg Hauksdóttir, Martyna Karolina Daniel, Fanny Sissoko, Helga Maureen Gylfadóttir, Hlín Gylfadóttir og Sunna Ástþórsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  6. Áheyrnarfulltrúi Samtaka kvenna af erlendum uppruna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn ásamt fylgiskjölum:

    Fyrirspurn Samtaka kvenna af erlendum uppruna W.O.M.E.N. um komandi sveitarstjórnarkosningar. Árið 2022 var kosningaþátttaka innflytjenda 18,6% samkvæmt Hagstofu Íslands. Óskað er eftir upplýsingum um hvað er Reykjavíkurborg að gera til að:
    1. Auka kosningaþátttöku innflytjenda?
    2. Miðla þekkingu til innflytjenda á kosningarétti þeirra og atkvæðagreiðsluferli?
    3. Auka aðgengi innflytjenda að helstu upplýsingum t.d á auðskildu íslensku máli og/eða ensku?

    Vísað til umsagnar skrifstofu borgarstjórnar. MSS26010134

    Fylgigögn

  7. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Samtaka kvenna af erlendum uppruna:

    Lagt er til að mannréttindaráð samþykki að taka á dagskrá til umræðu stöðu á lögfræðiráðgjöf fyrir innflytjendur og hvernig Reykjavíkurborg og Mannréttindaráð geti stutt við að endurvekja slíka þjónustu í einhverri mynd.
    Frestað. MSS26010137

Fundi slitið kl.16.09

Sabine Leskopf Magnús Davíð Norðdahl

Ellen Jacqueline Calmon Tinna Helgadóttir

Magnea Gná Jóhannsdóttir Friðjón R. Friðjónsson

Þorkell Sigurlaugsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð mannréttindaráðs frá 22. janúar 2026