Mannréttindaráð
Ár 2025, fimmtudaginn 30. október var haldinn 17. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi, Tjarnarbúð og hófst kl. 13.05. Fundinn sátu eftirfarandi fulltrúar: Sabine Leskopf, Guðný Maja Riba, Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns, Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Björn Gíslason og Friðjón R. Friðjónsson. Einnig sátu fundinn eftirtaldir fulltrúar samráðshóps í málefnum fatlaðs fólks: Katarzyna Kubiś, Hlynur Þór Agnarsson og Sigurbjörg H. Sigurgeirsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Hallgrímur Eymundsson og Ingólfur Már Magnússon. Einnig sat fundinn eftirfarandi starfsfólk: Valgerður Jónsdóttir, Bragi Bergsson og Aðalbjörg Traustadóttir með rafrænum hætti. Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning velferðarsviðs á breytingum á reglum um notendastýrða persónulega aðstoð, NPA. Þessi liður er trúnaðarmerktur þar til að málið hefur verið tekið fyrir í velferðarráði. VEL25100071
Mannréttindaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Mannréttindaráð leggur áherslu á að velferðarráð gefi fulltrúum hagsmunasamtaka möguleika til álitsgjafar varðandi breytingar á reglum um notendastýrða persónulega aðstoð áður en þær koma til samþykktar.
- Kl.13.45 víkur Aðalbjörg Traustadóttir af fundinum og aftengist fjarfundarbúnaði.
-
Fram fer kynning á verkefnum Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála í málefnum fatlaðs fólks. MSS25100137
Venný Hönnudóttir og Lilja Rún Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Mannréttindaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Frumkvæði og fagmennska liggja til grunns gæða- og eftirlitshlutverka. Mannréttindaráð þakkar fyrir kynningu gæða- og eftirlitsstofnunnar velferðarmála (GEV) sem byggir á sterkum þjónustumiðuðum grunni og er ómissandi hlekkur í að veita lögbundna, einstaklingsmiðaða og örugga velferðarþjónustu við fatlað fólk.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga mannréttindaráðs dags. 27. október 2025:
Lagt er til að mannréttindaráð samþykki að formaður mannréttindaráðs óski eftir fundi með aðgengisfulltrúa Reykjavíkurborgar, forstöðumanni Minjastofnunar Íslands og forstöðumanni Borgarsögusafns Reykjavíkur vegna endurnýjunar og endurbyggingar á húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar sem fellur undir aðkomu Minjastofnunar. Í framhaldi yrði mótað verklag við endurnýjun og endurbyggingar á húsnæði sem er í eigu borgarinnar með það að markmiði að tryggja aðgengi fyrir öll.
Samþykkt. MSS25100167
Mannréttindaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Mannréttindaráð leggur mikla áherslu á að bæta aðgengi húsnæðis í eigu borgarinnar sem nýtur hvers konar verndunar. Þegar kemur að endurnýjun eða endurbyggingu á slíkum mannvirkjum er ljóst að samstarf og samtöl stuðla að farsælum lausnum til að vernda menningarverðmæti bygginga borgarinnar en á sama tíma tryggja að aðgengi sé bætt svo allir borgarbúar geta notið menningararfs borgarinnar.
- Kl.14.26 víkja af fundinum fulltrúar samráðshóps í málefnum fatlaðs fólks; Katarzyna Kubiś, Hlynur Þór Agnarsson og Sigurbjörg H. Sigurgeirsdóttir. Ingólfur Már Magnússon og Hallgrímur Eymundsson aftengjast fjarfundarbúnaði. Eftirfarandi starfsfólk víkur af fundi; Bragi Bergsson.
- Kl.14.28 taka sæti á fundinum áheyrnarfulltrúar í málefnum innflytjenda og fólks með erlendan bakgrunn; Marion Poilvez og Milan Chang Gudjonsson með rafrænum hætti. Eftirfarandi starfsmaður tekur sæti á fundinum; Íris Björk Kristjánsdóttir.
Fylgigögn
-
Samþykkt að taka á dagskrá til framlagningar tilnefningu W.O.M.E.N dags. 28. október 2025 um að Marion Poilvez taki sæti sem varaáheyrnarfulltrúi í mannréttindaráði í stað Logan Lee Sigurðsson. MSS25020083
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á vinnu stýrihóps um stefnumótun fjölmenningarborgarinnar Reykjavík. MSS24090132
Fylgigögn
-
Fram fer kynning W.O.M.E.N, Samtaka kvenna af erlendum uppruna um Kvennaár og Kvennafrídaginn. MSS25100028
Mannréttindaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar þakkar samtökunum W.O.M.E.N. in Iceland fyrir yfirgripsmikla og mikilvæga kynningu á starfsemi sinni og þátttöku í verkefnum tengdum Kvennaári 2025. Samtökin hafa í yfir tvo áratugi verið málsvari kvenna af erlendum uppruna á Íslandi og gegna lykilhlutverki í baráttu fyrir jafnrétti, aðgengi og mannréttindum. Ráðið tekur undir ábendingar samtakanna um mikilvægi stöðugs rekstrargrundvallar og sjálfbærs stuðnings við félagasamtök sem sinna réttindabaráttu minnihlutahópa. Sérstaklega er áréttað að aðgengi að upplýsingum, þjónustu og viðburðum á mörgum tungumálum sé hluti af mannréttindum og forsendum virkrar samfélagsþátttöku.
Fylgigögn
-
Lagt fram minnisblað mannréttindaskrifstofu dags. 22. september 2025, um samráðsfund mannréttindaráðs sem fram fór þann 4. september sl. MSS25010051
Samþykkt að senda minnisblað um samráðsfund mannréttindaráðs til upplýsingar til skóla- og frístundaráðs, velferðarráðs og menningar- og íþróttaráðs.Mannréttindaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Samtal við foreldra af erlendum uppruna er gífurlega mikilvægt fyrir menntun og velferð barna. Ljóst er að það er mikil þörf fyrir eflingu samstarfs við foreldra barna af erlendum uppruna með virkum hætti. Mannréttindaráð samþykkir að minnisblaðið verði sent til upplýsingar til skóla- og frístundaráðs, velferðarráðs og menningar- og íþróttaráðs og hvetur ráðin til þess að leggja áherslu á styðja þennan foreldrahóp og tryggja að þörfum þeirra sé mætt.
Fylgigögn
Fundi slitið kl.15.57
Sabine Leskopf Guðný Maja Riba
Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir
Magnea Gná Jóhannsdóttir Friðjón R. Friðjónsson
Björn Gíslason
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð mannréttindaráðs frá 30. október 2025