Mannréttindaráð
Ár 2025, fimmtudaginn 25. september var haldinn 14. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi, Borgarráði og hófst kl. 13.02. Fundinn sátu eftirfarandi fulltrúar: Sabine Leskopf, Guðný Maja Riba, Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns, Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, Friðjón R. Friðjónsson og Björn Gíslason. Einnig sátu fundinn eftirtaldir fulltrúar samráðshóps í málefnum fatlaðs fólks: Sigurbjörg H. Sigurgeirsdóttir og Lilja Sveinsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Inga Guðrún Kristjánsdóttir, Ingólfur Már Magnússon, Hallgrímur Eymundsson og Ásta Björg Björgvinsdóttir. Einnig sat fundinn eftirfarandi starfsfólk: Guðný Bára Jónsdóttir og Bragi Bergsson. Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 18. september 2025, um samþykkt borgarstjórnar þann 16. september sl. að Björn Gíslason taki sæti sem aðalfulltrúi í mannréttindaráði í stað Kjartans Magnússonar. MSS25020083
Fylgigögn
-
Fram fer kynning umhverfis- og skipulagsviðs á aðgengi í bílastæðahúsum og stefnu borgarinnar um bílastæði fyrir hreyfihamlaða. MSS24020046
Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Rakel Elíasdóttir og Björg Helgadóttir taka sæti undir fundinum undir þessum lið.
Mannréttindaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Mannréttindaráð þakkar fyrir góða kynningu á aðgengi í bílahúsum og á stefnu borgarinnar um bílastæði fyrir hreyfihamlaða. Ráðið leggur áherslu á að tryggt verði að öll bílastæðahús og almenn bílastæði í borginni uppfylli lögbundnar og alþjóðlegar kröfur um aðgengi fyrir fatlað fólk og hvetur til áframhaldandi umbóta í samvinnu við notendur.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning fulltrúa ÖBÍ um aðgengi blindra og sjónskertra og hermigleraugu.
MSS25090049- Kl. 14.17 víkja af fundinum eftirtaldir fulltrúar samráðshóps í málefnum fatlaðs fólks og starfsfólk: Lilja Sveinsdóttir, Sigurbjörg H. Sigurgeirsdóttir og Bragi Bergsson. Ingólfur Már Magnússon, Hallgrímur Eymundsson og Inga Guðrún Kristjánsdóttir aftengjast fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Samþykkt að taka á dagskrá kosningu varaformanns í mannréttindaráði.
Lagt er til að Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns verði varaformaður mannréttindaráðs.
Samþykkt.Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. MSS25020083
-
Lögð fram greinagerð dags. 16. september 2025, vegna styrks fyrir verkefnið Sjúkást og Sjúktspjall 2024. MSS25030011
- Kl. 14.23 víkur Sabine Leskopf af fundinum og Ellen J. Calmon tekur sæti.
-
Fram fer kynning skrifstofu borgarstjóra- og borgarritara á framkvæmd menningarnætur Reykjavíkurborgar. MSS25090107
Guðmundur Birgir Halldórsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Mannréttindaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Mannréttindaráð þakkar fyrir fræðandi kynningu um viðburðahald í Reykjavík, öryggis- og aðgengismál í tengslum við Menningarnótt og aðra viðburði borgarinnar. Ráðið leggur áherslu á að áfram verði unnið markvisst að því að tryggja fullt aðgengi, öryggi og jafna þátttöku allra íbúa og gesta á menningarviðburðum borgarinnar. Mikilvægt er að styrkja forvarnir enn frekar.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning þjónustu- og nýsköpunarsviðs á lýðræðisverkefnum Reykjavíkurborgar. ÞON25090085
Agnes Guðjónsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Sósíalistaflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Samstarfsflokkarnir þakka fyrir kynningu á stöðu og næstu skrefum í lýðræðisverkefnum Reykjavíkurborgar. Ráðið fagnar samþykktum aðgerðum til að efla íbúalýðræði, þar á meðal þróun borgaraþings, verkefnisins Hverfið mitt og endurskoðun lýðræðisstefnu til 2030. Samstarfsflokkarnir leggja áherslu á áframhaldandi gagnsæi, fjölbreytta þátttöku íbúa og öflugt samráð við alla hópa samfélagsins.
Fylgigögn
Fundi slitið kl.15.31
Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Guðný Maja Riba
Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir Ellen Jacqueline Calmon
Ásta Björg Björgvinsdóttir Björn Gíslason
Friðjón R. Friðjónsson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð mannréttindaráðs frá 25. september 2025