Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð - fundur nr. 8

Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð

Ár 2019, fimmtudaginn 28. nóvember var haldinn 8. fundur mannréttinda-, nýsköpunar-, og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.13.07. Fundinn sátu Dóra Björt Guðjónsdóttir, Örn Þórðarson, Skúli Helgason, Diljá Ámundadóttir, Sigríður Arndís Jóhannsdóttir og Ásgerður Jóna Flosadóttir. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir, Karen María Jónsdóttir, Guðrún Elsa Tryggvadóttir og Elísabet Pétursdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

 1. Lagðar fram fundargerðir ofbeldisvarnarnefndar frá 12. nóvember 2019, fjölmenningarráðs frá 12. nóvember 2019 og öldungaráðs frá 11. nóvember 2019. R19040081

  Fylgigögn

 2. Lagt fram bréf stýrihóps um mótun lýðræðisstefnu dags. 25. október 2019, um að Örn Þórðarson taki sæti stýrihópnum í stað Katrínar Atladóttur, ásamt uppfærðu erindisbréfi.

  Fylgigögn

 3. Lagt fram bréf starfshóps um endurskipulagningu lýðræðisverkefna dags. 22. nóvember 2019, ásamt lokaskýrslu starfshópsins. R19010390
  Samþykkt að vísa skýrslunni til kostnaðargreiningar hjá fjármála- og áhættustýringarsviði.

  Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð leggur fram svohljóðandi bókun:

  Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð þakkar kærlega fyrir skýrsluna sem hefur verið í bígerð í nokkurn tíma. Þetta er mikilvægt gagn inn í þá vinnu sem hafin er og koma skal við mótun lýðræðisstefnu og endurskoðun lýðræðisgátta til að auka enn frekar aðgengi íbúa að lýðræðislegri þátttöku í starfsemi borgarinnar.

  Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, Guðbjörg Lára Másdóttir, Hreinn Valgerðar Hreinsson og Arna Ýr Sævarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

  -    Kl. 13.47 tekur Daníel Örn Arnarsson sæti á fundinum.

  Fylgigögn

 4. Fram fer kynning á stöðu verkefnisins Mínar síður á vef Reykjavíkurborgar. 

  Ólafur Sólimann Helgason, Hreinn Valgerðar Hreinsson og Arna Ýr Sævarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 5. Fram fer kynning á rannsókninni Innflytjendur í ferðaþjónustu – drifkraftur vaxtar og hagsældar. Umbreytingar á íslenskum vinnumarkaði. 

  Dr. Hallfríður Þórarinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 6. Fram fer kynning á verkefninu Snjallborginni – Borgarhakki 2019.

  Birta Svavarsdóttir og Arna Ýr Sævarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 7. Lögð fram svohljóðandi tillaga mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs:

  Lagt er til að hefja vinnu við Regnbogavottun á starfsstöðum borgarinnar til þess að gera vinnustaði borgarinnar hinseginvæna. Markmiðin með Regnbogavottun eru m.a. að koma í veg fyrir mismunun (beina og óbeina) í garð hinsegin fólks, skapa starfsumhverfi sem er hinseginvænt, tryggja að þjónusta sem borgin veitir sé hinseginvæn og að Reykjavíkurborg verði þekkt fyrir Regnbogavottunina og álitin hinseginvænn vinnustaður. 

  Greinagerð fylgir tillögunni. R18040189
  Samþykkt.

  Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð leggur fram svohljóðandi bókun:

  Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð fagnar þessum tímamótum þar sem hér er verið að ákveða að hefja Regnbogavottun starfsstaða Reykjavíkurborgar til að gera borgina betri fyrir alla og vinna gegn fordómum og mismunun gegn hinsegin fólki. Gegn því að uppfylla kröfur um sérsniðna hinsegin fræðslu með ákveðnu umfangi og eftirfylgni býðst starfsstöðum nú að fá Regnbogavottun. Reykjavík er umburðarlynd og frjálslynd mannréttindaborg sem leggur metnað sinn í að vera til fyrirmyndar þegar kemur að aðgengi allra að samfélaginu.

  Svandís Anna Sigurðardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 8. Lagðar fram umsóknir um skyndistyrk til mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs. R19040083

  Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Klausturgate - ári síðar, að upphæð kr. 226.000,- 

 9. Lögð fram tillaga Flokks fólksins um mælingar á innleiðingu þjónustustefnu, ásamt umsögn þjónustu- og nýsköpunarsviðs, sbr. 12. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 26. september.  R19090130. 
  Samþykkt að vísa til stýrihóps um innleiðingu þjónustustefnu.

  Fylgigögn

 10. Lögð fram tillaga Flokks fólksins, um úttekt á akstursþjónustu eldri borgara, ásamt minnisblaði mannréttinda-, og lýðræðisskrifstofu. sbr. 15. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 14. nóvember, R19110135
  Samþykkt að vísa tillögunni frá. 

  Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð leggur fram svohljóðandi bókun:

  Í ljósi þess að þegar hefur verið gerð rannsókn á umbeðnu úttektarefni er tillagan um að ráðast í úttekt á efninu felld þar sem ekki fæst séð hverju úttekt myndi bæta við af upplýsingum eins og farið er yfir í minnisblaði mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu.

  Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Flokkur fólksins lagði til að mannréttinda- nýsköpunar og lýðræðisráð hafi frumkvæði á að úttekt verði gerð á akstursþjónustu eldri borgara. Flokkur fólksins tekur undir að ekki sé þörf á frekari greiningu þar sem þær upplýsingar sem fram koma í ritgerð Álfhildar Hallgrímsdóttur í öldrunarfræði varpar ágætu ljósi á af hverju karlar nota akstursþjónustuna mun minna en konur.  Niðurstöður eru afar áhugaverðar og lýsa án efa raunveruleikanum í þessum efnum.

  Fylgigögn

 11. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins vegna ferða mannréttinda-nýsköpunar-, og lýðræðisráðs og mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, sbr. 15. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 12. september.  R19100431

  Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Eftir því er tekið að árið 2018 er mun kostnaðarminna en árin 2017 og 2019. Þetta ár fara engir embættismenn í ferðir erlendis sem dæmi. Flokkur fólks gagnrýnir ávallt þegar fé borgarbúa er notað í ferðir erlendis sér í lagi þegar um skoðunarferðir er að ræða sem skilur fátt eftir nema reynslu þess sem fer ferðina. Í flestum tilfellum er hægt að nota skype og fjarfundarbúnað ef um almenna fundi er að ræða og fræðslufundi. Þegar metið er svo að brýn nauðsyn er á að einstaklingur mæti á staðinn af einhverjum ástæðum skal aðeins einn fara. Annað er bruðl. Enda þótt styrkir dekki þann kostnað sem hér um ræðir ágætlega þá kostar þetta engu að síður borgarbúa umtalsvert mikið fé sem nota mætti í aðra hluti svo sem að auka og bæta þjónustu við börn, öryrkja og eldri borgara. Tal meirihlutans um loftlagsmál og mikilvægi þess að draga úr útblæstri er hávært. Hins vegar veltir  fulltrúi Flokks fólksins því fyrir sér hvort það sé meira í nösum en reynd. Fjarfundur á að verða meginreglan og flugferð erlendis á fund þá undantekningin. Hér verða kostnaðar- og mengunarsjónarmiðum að vera haldið til haga í mun meira mæli en gert hefur verið

  Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 16:00

Dóra Björt Guðjónsdóttir Skúli Helgason

PDF útgáfa fundargerðar
mnl_2811.pdf