Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð - Fundur nr. 61

Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð

Ár 2022, mánudagur 9. maí var haldinn 61. fundur, aukafundur mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð og hófst kl. 11.07. Fundinn sátu Diljá Ámundadóttir, Ellen J. Calmon og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir fulltrúar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Aron Leví Beck, Valgerður Árnadóttir og Örn Þórðarson. Einnig sat fundinn Anna Kristinsdóttir og Óskar J. Sandholt sat fundinn með rafrænum hætti.

Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram tillaga og umsögn valnefndar dags. 6. maí 2022, um verðlaunahafa mannréttindaverðlauna Reykjavíkurborgar 2022. MSS22030051

    Samþykkt að veita Pepp Ísland, grasrót fólks í fátækt, mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2022. 

    Fylgigögn

  2. Lögð fram tillaga og umsögn valnefndar dags. 6. maí 2022, um verðlaunahafa hvatningarverðlauna mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs 2022. MSS22030051

    Samþykkt að veita Liðsauka í sjálfstæðri búsetu, velferðarsviði Reykjavíkurborgar hvatningarverðlaun mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs 2022

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 11:45

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir