Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð - Fundur nr. 45

Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð

Ár 2025, fimmtudaginn 23. janúar var haldinn 45. fundur mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi, Tjarnarbúð og hófst kl. 13.08. Fundinn sátu eftirfarandi fulltrúar: Magnús Davíð Norðdahl, Unnur Þöll Benediktsdóttir, Ellen J. Calmon, Þorvaldur Daníelsson, Friðjón R. Friðjónsson og Einar Sveinbjörn Guðmundsson. Einnig sátu fundinn eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Linda Dröfn Gunnarsdóttir, Drífa Snædal, Jenný I. Ingudóttir og Halla Bergþóra Björnsdóttir með rafrænum hætti. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Halldóra Dýrleifar Gunnarsdóttir. Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 22. janúar 2025, um að Guðný Maja Riba og Einar Sveinbjörn Guðmundsson taki sæti í mannréttinda og ofbeldisvarnarráði í stað Sabine Leskopf og Helgu Þórðardóttur. Jafnframt að Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns og Helga Þórðardóttir taki sæti sem varafulltrúar í mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði í stað Elísabetar Guðrúnar Jónsdóttur og Kolbrúnar Áslaugar Baldursdóttur.
    MSS22060044 

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á endurskoðaðri aðgerðaráætlun með stefnu í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir. VEL25010024 –

    Soffía Hjördís Ólafsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins fagnar endurskoðaðri aðgerðaáætlun með stefnu í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Margt hefur áunnist í þessum málaflokki frá því að fyrri aðgerðaáætlun var samþykkt árið 2019. Alls er 29 aðgerðum lokið en fimm eru í ferli. Fulltrúi Flokks fólksins er sérlega ánægður með að aðgengi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu hefur batnað mikið fyrir þennan viðkvæma hóp. Heimahjúkrun Reykjavíkurborgar og Sjúkratryggingar Íslands gerðu með sér samning um heilbrigðisþjónustu á vettvangi við heimilislaust fólk með miklar og flóknar þjónustuþarfir og hafa hjúkrunarfræðingar verið ráðnir til að sinna þessum hópi. Flokkur fólksins leggur áherslu á að þessi viðkvæmi hópur fái viðeigandi þjónustu og mið sé tekið af því að þjónusta borgarinnar mæti fólki þar sem það er statt hverju sinni. Ein stærsta  áskorunin er að tryggja nægt húsnæði og gistirými fyrir heimilislaust fólk. Mikilvægt að áfram verði lögð áhersla á samvinnu við ríki og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu um kostnaðarþátttöku og áframhaldandi uppbyggingu í málaflokknum.

    Fylgigögn

  3. Fram fer umræða um stöðu heimilislausra kvenna í neyslu sem búa við ofbeldi. VEL25010024

    Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð tekur undir mikilvægi þess að komið verði á sérstöku úrræði í takt við þá þjónustu sem Kvennaathvarfið veitir fyrir konur í vímuefnaneyslu með áfallamiðaðri nálgun. Núverandi fyrirkomulag brýtur gegn mannréttindum þeirra kvenna sem búa við ofbeldi og glíma á sama tíma við vímuefnavanda. Lögð er áhersla á mikilvægi þess að öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkið komi að verkefninu. Slík krafa um samráð má hins vegar ekki seinka því að úrræði af þessu tagi verði komið á. Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð beinir því til Velferðarráðs að vinna tafarlaust að opnun kvennaathvarfs fyrir konur með vímuefnavanda. Málið þolir enga bið

    Samþykkt að senda bókun til velferðarráðs.

    Soffía Hjördís Ólafsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið og Kristín I. Pálsdóttir með rafrænum hætti.

    -    Kl. 14.35 víkur Linda Dröfn Gunnarsdóttir af fundinum. 

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 6. janúar 2025, um Nordic Safe Cities og samstarfsverkefni Safer Queer Cities. MSS21110025

    Guðný Bára Jónsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúa Flokks fólksins líst vel á þetta samstarfsverkefni og þá möguleika sem sá styrkur sem verkefninu fylgir veitir. Það eru alltaf tækifæri til þess að gera betur þegar kemur að því að hlúa að og vernda þá þjóðfélagshópa sem stundum geta verið útsettari fyrir allskyns áreiti og ofbeldi. Hinsegin fólk er einmitt eitt dæmi um slíkan þjóðfélagshóp. Þrátt fyrir allt það sem hingað til hefur áunnist í réttindamálum hinsegin fólks, koma stundum bakföll þar sem áreiti og ofbeldi virðist aukast. Margar ástæður geta verið fyrir slíkum bakföllum og nauðsynlegt að reyna að komast að því hverjar þær eru. Þetta verkefni er því kærkomið með akkúrat það í huga.

    Fylgigögn

  5. Lagðar fram eftirfarandi greinagerðir vegna styrkja mannréttinda- og ofbeldisvarnaráðs; ADHD á pólsku 2024 og Mannflóran 2024. MSS22080022 

  6. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 17. desember 2024, um stýrihóp um stefnumótun fjölmenningarborgarinnar Reykjavík. MSS24090132

    Fylgigögn

Fundi slitið kl.15.36

Magnús Davíð Norðdahl Ellen Jacqueline Calmon

Þorvaldur Daníelsson Unnur Þöll Benediktsdóttir

Friðjón R. Friðjónsson Einar Sveinbjörn Guðmundsson

Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 23. janúar 2025