Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð - Fundur nr. 40

Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð

Ár 2024, fimmtudaginn 10. október var haldinn 40. fundur mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi, Tjarnarbúð og hófst kl. 13.05. Fundinn sátu eftirfarandi fulltrúar: Magnús Davíð Norðdahl, Þorvaldur Daníelsson og Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Sabine Leskopf, Unnur Þöll Benediktsdóttir, Helga Þórðardóttir og Helga Margrét Marzellíusardóttir.
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram önnur drög að aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi 2025 – 2027, dags. 8. október 2024. MSS24060082

    -    Kl.13.14 tekur Sabine Leskopf sæti á fundinum og aftengist fjarfundarbúnaði.

    Halldóra Dýrleifar Gunnarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fyrir liggja ný drög að aðgerðaráætlun gegn ofbeldi og eru þau lögð fram til kynningar. Það virðist ekki vera búið að kostnaðarmeta aðgerðaráætlunina. Fulltrúa Flokks fólksins finnst mikilvægt að greint verði hvaða aðgerðir í áætluninni séu að skila góðum árangri ef forgangsraða þarf fjármunum. Einnig er mikilvægt á þessu stigi að vita hvaða fyrirbyggjandi aðgerðir eru nú í gangi gegn frekari ofbeldisþróun og hverjar af þeim er talið að hafi skilað árangri og hverjar ekki? Brýnast nú er að greiða aðgang foreldra að fagfólki borgarinnar/skólanna. Fjölga þarf fræðslunámskeiðum og sérstaklega þeim sem styðja foreldra í foreldrahlutverkinu. Fræða þarf foreldra um mikilvægi tengslamyndunar og samtala við börn sín. Þetta er sérstaklega mikilvægt nú á dögum aukinnar notkunar síma og samfélagsmiðla. Í framlagðri aðgerðaráætlun er mikil áhersla á heimilisofbeldi sem er af hinu góða. Hafa þarf þó í huga að þótt heimilisofbeldi sé vissulega áhættuþáttur í að barn þrói með sér djúpstæða vanlíðan eru engin línuleg tengsl milli þess að alast upp við ofbeldi og beita ofbeldi. Eftir er að fá viðbrögð frá sviðunum og má þá vænta að aukin ofbeldismenning meðal ungmenna og vaxandi vanlíðan ungs fólks verði ávarpað.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 8. október 2024, um aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar í jafnréttis- og mannréttindamálum 2023 – 2026: áfangaskýrsla júní 2023 – júní 2024. MSS23010102

    Sigríður Finnbogadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 8. október 2024, um stöðu kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar. MSS23010175  

    Sigríður Finnbogadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um opinn fund mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs þann 10. desember 2024. MSS22110179
    Samþykkt að fela mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu að hefja undirbúning að opnum fundi mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs.

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um valnefnd styrkja mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs 2024. MSS24100049 
    Samþykkt að Magnús Davíð Norðdahl, Þorvaldur Daníelsson og Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir sitji í valnefnd.

  6. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um aðgerðir gegn mansali, sbr. 5. lið fundargerðar mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 26. september 2024. MSS24030088 
    Frestað.

    Fylgigögn

  7. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Flokks fólksins um endurskoðun á skráningarferlum vegna ofbeldis í garð starfsfólks grunnskóla, sbr. 7. lið fundargerðar mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 26. september 2024. MSS24090153 
    Frestað. 

    Fylgigögn

  8. Lagðar fram eftirfarandi greinagerðir vegna styrkja mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs; Viltu buisness 2023, Stafrænn stuðningur 2023, Kynjaþing 2023 og Ungt fólk til ábyrgðar 2021. MSS22080022

Fundi slitið kl.15.26

Magnús Davíð Norðdahl Unnur Þöll Benediktsdóttir

Þorvaldur Daníelsson Sabine Leskopf

Helga Þórðardóttir Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir

Helga Margrét Marzellíusardóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 10. október 2024