No translated content text
Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð
Ár 2024, fimmtudaginn 26. september var haldinn 39. fundur mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi, Tjarnarbúð og hófst kl. 13.05. Fundinn sátu eftirfarandi fulltrúar: Magnús Davíð Norðdahl, Þorvaldur Daníelsson, Ellen J. Calmon, Friðjón R. Friðjónsson, Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir og Halldóra Jóhanna Hafsteinsdóttir. Auk þeirra eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Margrét Kristín Pálsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Árelía Eydís Guðmundsdóttir og I. Jenný Ingudóttir. Einnig sátu fundinn eftirfarandi embættismenn og starfsfólk: Anna Kristinsdóttir og Halldóra Dýrleifar Gunnarsdóttir. Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning Samtakanna 78 um stöðu hinsegin mála. MSS24060023
Kári Garðarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð harmar þá stöðu að Hinsegin félagsmiðstöðin búi við ótryggt rekstrarumhverfi. Mikilvægt er að hið opinbera í heild styðji betur við rekstur hinsegin félagsmiðstöðvar. Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkurborgar hefur ekki látið sitt eftir liggja og hefur veitt félagsmiðstöðinni fjárhagslegan stuðning af takmörkuðu rekstrarfé skrifstofunnar síðustu ár. Mikilvægt er að önnur sveitarfélög komi að borðinu og leggi félagsmiðstöðinni til fé enda hafa íbúar vítt og breitt um landið notið þjónustu félagsmiðstöðvarinnar. Fjárhagur miðstöðvarinnar væri margfalt betri ef önnur sveitarfélög, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu, myndu styðja við úrræðið með sama hætti og Reykjavíkurborg hefur gert.
Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Kynntar eru niðurstöður Gallup könnunar. Eftir því er tekið að um helmingur tæplega 1800 einstaklinga í úrtakinu vildu ekki svara. Meirihlutinn sem svarar er ánægður með fræðslu hinsegin málefna í grunnskólum. Fulltrúi Flokks fólksins telur afar mikilvægt að hafa félagsmiðstöðvar opnar á kvöldin og aðgengi að þeim gott. Það var því leitt að tillaga ungmennaráðs Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða var vísað frá af meirihlutanum en hún gekk út á að tryggt verði nægilegt fjármagn til að gera starfsemi Hinsegin félagsmiðstöðvar varanlega í stað þess að vera sértækt verkefni. Ábyrgðinni er vísað á ríkið og önnur sveitarfélög sem er einnig fráleitt. Hér er aðeins verið að tala um að efla starfsemina. Hinsegin félagsmiðstöðin hefur gengið sérlega vel og verið mjög vinsæl. Festa þarf hana í sessi til lengri tíma. Öll óvissa um framhaldið og framtíð félagsmiðstöðvarinnar er óþolandi. Samverustaður fyrir öll ungmenni er gríðarlega mikilvægur. Ungmennin þurfa að geta komið saman á öruggum stað til þess að kynnast og tengjast. Eins og segir í greinargerð með tillögunni er „mikilvægt að þekkja einhvern eins og mann sjálfan til að finna ekki fyrir einmanaleika eins og mörg upplifa og þangað koma margir krakkar í hverri viku.“
- Kl. 13.30 tekur Linda Dröfn Gunnarsdóttir sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Lögð fram fyrstu drög að aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi 2024 – 2028, dags. 24 september 2024. MSS24060082
- Kl. 13.51 tekur Drífa Snædal sæti á fundinum.
Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fyrir liggja drög að aðgerðaráætlun gegn ofbeldi. Fulltrúa Flokks fólksins finnst mikilvægt á þessu stigi að vita hvaða fyrirbyggjandi aðgerðir eru nú í gangi gegn frekari ofbeldisþróun og hverjar af þeim er talið að hafi skilað árangri og hverjar ekki? Brýnast af öllu nú er að greiða aðgang foreldra að fagfólki borgarinnar/skólanna. Sálfræðingar þurfa að koma að málum barna og foreldra á fyrri stigum. Kalli foreldrar eftir aðstoð eiga þeir að fá áheyrn strax. Vandinn bíður ekki. Fjölga þarf fræðslunámskeiðum og sérstaklega þeim sem styðja foreldra í foreldrahlutverkinu svo þeir geti stutt börn sín í þeirra daglegu tilveru. Fræða þarf foreldra um mikilvægi tengslamyndunar og samtala við börn sín. Þetta er sérstaklega mikilvægt nú á dögum tölvu, síma og samfélagsmiðla. Í framlagðri aðgerðaráætlun er mikil áhersla á heimilisofbeldi. Enda þótt heimilisofbeldi sé vissulega áhættuþáttur í að barn þrói með sér vanlíðan eru engin línuleg tengsl milli þess að alast upp við ofbeldi og beita ofbeldi. Orsök fyrir að börn beiti ofbeldi eru flóknari en það.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um Samráðsvettvang um börn og ungmenni í tengslum við ofbeldi. MSS23060018
- Kl. 15.06 víkur Margrét Kristín Pálsdóttir af fundinum.
- Kl. 15.00 víkur I. Jenný Ingudóttir af fundinum og aftengist fjarfundarbúnaði. .Fulltrúi Flokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins kallaði eftir því á síðasta fundi að mannréttinda- og ofbeldisvarnaráð fengi kynningu á Samráðsvettvangi um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna og ungmenna. Mannréttinda-og ofbeldisvarnarráð samþykkti á fundi 11. 01 2024 tillögu um að stofna slíkan vettvang. Tillagan var eins konar mótsvar við tillögu Flokks fólksins sem lögð var fram í upphafi kjörtímabilsins 2022 og var á þá leið að stofnaður skyldi stýrihópur sem myndi kortleggja aukinn vopnaburð meðal ungmenna í Reykjavík og að þau þrjú svið sem koma hvað mest af þjónustu við börn auki sitt samráð. Þá þegar voru ýmis teikn á lofti um aukið ofbeldi meðal barna og ungmenna. Tillagan fékk ekki brautargengi. Tillaga meirihlutans um samráðsvettvang þvældist hins vegar allt of lengi um í kerfinu en var loks samþykkt. Þess utan voru efasemdir að svo mannmargur vettvangur myndi ná skilvirkni í vinnu sinni. Það er ekki nóg að bara tala, fara þarf að framkvæma. Því fannst fulltrúa Flokks fólksins mikilvægt að fá stöðumat frá þessum samráðsvettvangi. Sjá má glöggt af þeim hræðilegu atburðum sem átt hafa sér stað undanfarið að vinna þarf hratt og markvisst í fyrirbyggjandi aðgerðum gegn ofbeldi ungmenna. Sinna þarf meðal annarra hluta ákalli foreldra strax og berst og fjölga fræðslunámskeiðum.
-
Fram fer umræða um sameiginlegan fund mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs og aðgengis- og samráðsnefnda sbr. aðgerð nr. 1.2.4. í aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar í jafnréttis- og mannréttindamálum 2023 - 2026. MSS23010102
Samþykkt að fela mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu að bjóða samráðsnefndum Reykjavíkurborgar; aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks, öldungaráði og fjölmenningarráði á fund mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs í nóvember nk. -
Lagt fram bréf skrifstofu borgastjórnar dags. 10. september 2024, um að vísa tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um aðgerðir gegn mansali, til meðferðar mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs. MSS24030088
Frestað.Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúa Flokks fólksins lýst vel á þessa tillögu að settur verði á laggirnar stýrihópur sem skoði leiðir og komi með tillögur til að bregðast við mansali. Það er einnig góð hugmynd að í stýrihópnum verði kjörnir fulltrúar úr bæði meiri og minnihluta.
Fylgigögn
-
Lögð fram greinagerð Ofbeldisvarnarskólans vegna styrks frá mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði 2023 fyrir verkefnið Geltu – Forvarnarmynd um hatursorðræðu. MSS22080022
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Flokks fólksins:
Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að mannréttinda- og ofbeldisvarnaráð samþykki að beina þeim tilmælum til skóla- og frístundaráðs að hefja vinnu við endurskoðun á skráningarferlum í því skyni að bæta til muna skráningu á því ofbeldi sem kennarar og aðrir starfsmenn grunnskóla verða fyrir af hendi nemenda eða annarra sem tengist starfi þeirra. Í endurskoðuninni þarf að skýra verkferla og bæta tryggingar ef kennarar eða annað starfsfólk skólanna verður fyrir ofbeldi á vinnustað en slíkum tilvikum hefur því miður fjölgað. Á þetta leggja kennarar mikla áherslu. MSS24090153
Frestað. -
Samþykkt að taka á dagskrá til framlagningar auglýsingu félags- og vinnumarkaðsráðuneytis um Jafnréttisþing sem fram fer í Hörpu þann 24. október 2024, undir yfirskriftinni Fatlaðar konur á vinnumarkaði – Hindranir sem koma í veg fyrir þátttöku. MSS24010049
Fylgigögn
Fundi slitið kl.15.30
Magnús Davíð Norðdahl Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Þorvaldur Daníelsson Ellen Jacqueline Calmon
Friðjón R. Friðjónsson Halldóra Jóhanna Hafsteinsdóttir
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 26. september 2024