Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð - Fundur nr. 38

Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð

Ár 2024, fimmtudaginn 12. september var haldinn 38. fundur mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi, Tjarnarbúð og hófst kl. 13.07. Fundinn sátu eftirfarandi fulltrúar: Magnús Davíð Norðdahl, Þorvaldur Daníelsson, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Sabine Leskopf, Helga Þórðardóttir og Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir. Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Kynningu Samtakanna 78 um stöðu hinsegin mála, er frestað. MSS24060023

  2. Fram fer umræða um ofbeldistilvik á Menningarnótt, öryggismál og fyrirbyggjandi aðgerðir. MSS24050148

    -    Kl. 13.25 tekur Helga Margrét Marzellíusardóttir sæti á fundinum með rafrænum hætti.
    -    Kl. 13.42 tekur Helga Margrét Marzellíusardóttir sæti á fundinum og aftengist fjarfundarbúnaði.

    Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð er harmi slegið vegna þeirrar árásar sem átti sér stað á Menningarnótt og leiddi til hörmulegs andláts ungrar stúlku. Ráðið vottar aðstandendum innilega samúð og sendum þeim sem eiga um sárt að binda ljós og kærleik á þessum erfiðu tímum. Borgin okkar á að vera öruggur staður fyrir okkur öll. Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð telur brýnt að ríki, sveitarfélög, frjáls félagasamtök og foreldrar taki höndum saman til þess að vinna gegn þeim vanda sem felst í aukinni ofbeldismenningu á meðal ungmenna. Ráðið mun ekki láta sitt eftir liggja hvað það varðar og mun setja þá vinnu í algjöran forgang

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Alvarleg ofbeldistilvik áttu sér stað í miðborginni á Menningarnótt þar sem eggvopnum var beitt með hræðilegum afleiðingum. Merki hafa verið síðustu ár um að ákveðin hnífa- og ofbeldismenning hafi þróast meðal ungmenna. Ekki er hægt að segja að við þessu hafi verið brugðist að heitið geti þótt þróunin hafi blasað við. Í upphafi kjörtímabilsins 2022 lagði Flokkur fólksins fram tillögu um stofnun stýrihóps sem myndi kortleggja aukinn vopnaburð meðal ungmenna í Reykjavík og lagði til aukið samráð þriggja sviða sem koma mest að þjónustu við börn. Þá þegar voru ýmis teikn á lofti um aukið ofbeldi meðal barna og ungmenna. Tillagan fékk ekki brautargengi. Sem mótsvar við tillögu Flokks fólksins lagði mannréttinda- og ofbeldisvarnaráð fram tillögu um samráðsvettvang allt of stórs hóps að mati Flokks fólksins. Tillagan þvældist lengi um í kerfinu en var loks samþykkt. Æskilegt væri að fá upplýsingar um hvernig vinnu hjá hópnum miðar áfram.

  3. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Flokks fólksins um fjármagn í stað minnisvarða í forvarnir og fræðslu gegn kynbundnu ofbeldi, sbr. 7. lið fundargerðar mannréttinda- og ofbeldisvarnaráðs frá 23. maí 2024. MSS24050119 
    Frestað.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Flokks fólksins um átak til að minnka ofbeldi gegn eldra fólki, sbr. 8. lið fundargerðar mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 23. maí 2024. MSS24050120
    Samþykkt að vísa tillögunni frá með sex atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar Pírata, Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins gegn einu atkvæði fulltrúa Flokks fólksins.

    Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Bæklingurinn Heimilisofbeldi og eldri borgarar er nú þegar til og var unninn í samstarfi við félags- og dómsmálaráðuneyti og er þýddur á fleiri tungumál. Tillögunni er þess vegna vísað frá en ráðið mun leggja áherslu á áframhaldandi umræðu um þetta mikilvæga málefni.

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flokkur fólksins lagði til mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð fari í átak til að minnka ofbeldi gegn eldra fólki sem því miður er staðreynd í samfélaginu. Lagt er jafnframt til að mannréttindaskrifstofan útbúi bækling með fræðslu um ofbeldi og með upplýsingum um hvert fólk gæti leitað til að fá hjálp og stuðning. Bæklingnum væri síðan dreift til eldri borgara í Reykjavík. Tillagan er felld þar sem þegar er til bæklingur Það er staðreynd er að ofbeldi gagnvart eldra fólki hefur aukist. Ofbeldisvarnaráð á að láta sig þetta mál varða og beita sér bæði til að vekja athygli á málinu og leggja grunn að fræðslu. Senda frá sér hvatningu til starfsmanna borgarinnar sem annast eldra fólk um að vera vakandi og tilkynna mál ef grunur leikur á að eldri borgari sé að verða

    Fylgigögn

  5. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi, sbr. 8. lið fundargerðar mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 12. ágúst 2024. Jafnframt er lögð fram afturköllun tillögunnar dags. í dag. MSS24080084 

    Fylgigögn

Fundi slitið kl.14.52

Magnús Davíð Norðdahl Þorvaldur Daníelsson

Árelía Eydís Guðmundsdóttir Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir

Sabine Leskopf Helga Margrét Marzellíusardóttir

Helga Þórðardóttir

PDF útgáfa fundargerðar
38. fundur mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 12. september 2024