Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð
Ár 2024, fimmtudaginn 22. ágúst var haldinn 37. fundur mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi, Tjarnarbúð og hófst kl. 13.09. Fundinn sátu eftirfarandi fulltrúar: Magnús Davíð Norðdahl, Þorvaldur Daníelsson, Sabine Leskopf, Friðjón R. Friðjónsson, Helga Þórðardóttir og Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir. Auk þeirra eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Margrét Kristín Pálsdóttir, Jenný I. Ingudóttir, Linda Dröfn Gunnarsdóttir og Drífa Snædal. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Unnur Þöll Benediktsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og starfsfólk sat einnig fundinn: Anna Kristinsdóttir og Halldóra Dýrleifar Gunnarsdóttir. Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags.13. ágúst 2024, um ókyngreind salerni í stjórnsýsluhúsum Reykjavíkurborgar. MSS22020161
Samþykkt að fela mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar að senda erindi á Félagsmálaráðuneytið þar sem kallað er eftir nauðsynlegum breytingum á reglum 581/1995 um húsnæði vinnustaða.Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð harmar úrskurð Félagsmálaráðuneytisins varðandi ókyngreind salerni dags. 11. júlí 2024. Telur ráðið ákaflega mikilvægt að réttindi þeirra sem skilgreina kyn sitt á annan hátt en karl eða kona séu virt í hvívetna, ekki síst með hliðsjón af lögum um kynrænt sjálfræði. Ráðið hefur falið mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar að senda erindi á Félagsmálaráðuneytið þar sem kallað er eftir nauðsynlegum breytingum á reglum 581/1995 um húsnæði vinnustaða þannig að umræddar reglur standi ekki vegi fyrir ókyngreindum salernum.
Guðrún Elsa Tryggvadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 14. ágúst 2024, þar sem óskað er samþykktar mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs á breytingu á úthlutunarreglum hverfissjóðs Reykjavíkurborgar. MSS24030095
Samþykkt.Guðrún Elsa Tryggvadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á undirbúningi aðgerðaráætlunar Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi 2025 -. MSS24060082
Fulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Sósíalistaflokkurinn hefur lagt til að eftirfarandi verði sett inn í aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi: Verklagsreglur, þegar grunur vaknar um ofbeldi starfsfólks gegn börnum í skóla- og frístundastarfi, séu rýndar í samræmi við lög 19/2013. Farið sé eftir ábendingum lögreglu úr úttekt um ofbeldisvarnarmál Reykjavíkurborgar og tryggt að hvorki sé rætt við þolendur né gerendur þegar grunur vaknar um hvers konar ofbeldi og að aðilar sem grunaðir eru um ofbeldi séu ávallt sendir í launalaust leyfi þar til máli er lokið af hálfu lögreglu og dómstóla Núverandi verklag samræmist ekki greinum 3. 4. og 19. Barnasáttmála: Börn eiga rétt á skilyrðislausri vernd þegar grunur vaknar um ofbeldi. Í núverandi verkferlum er það ekki svo þegar um ræðir grun um ofbeldi annað en kynferðisbrot eins og kemur fram í úttektinni. Mikilvægt er að tryggja að stjórnendum skólastofnana sé ekki falið að nálgast barn um ofbeldi sem það hefur hugsanlega verið beitt af undirmanni stjórnandans heldur sé tryggð aðkoma fagfólks að málum en Barnahús hefur sinnt slíkum samtölum. Eins skulu börn ekki sett í þá stöðu að þurfa að halda áfram í námi eða frístundum með grunuðum aðila. Mikilvægt er að ráðið sé ábyrgðaraðili að þessum lið til að tryggja öryggi barna.
- Kl. 15.03 víkur Linda Dröfn Gunnarsdóttir af fundinum.
Sigríður Finnbogadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf menningar- og íþróttasviðs dags. 1. júlí 2024, um umsagnarbeiðni um endurskoðun á málsmeðferðarreglum borgarráðs um veitinga- og gististaði. Jafnframt er lögð fram drög að umsögn mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs dags. 16. ágúst 2024. MIR24070001
Samþykkt.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins.Fulltrúar Flokks fólksins og Sósíalistaflokks Íslands leggja fram svohljóðandi bókun:
Lögð er fram umsögn mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs til samþykktar um endurskoðun á reglum um áfengisveitingar á íþróttaviðburðum. Flokkur fólksins og Sósíalistaflokkur Íslands taka undir flest það sem segir í umsögn, einkum þó að hagsmunir barna eigi að ráða för þegar tekin er ákvörðun um hvort leyfa eigi áfengi á íþróttaviðburðum. Flokkur fólksins og Sósíalistar telja mikilvægt að hafa lýðheilsusjónarmið að leiðarljósi í allri slíkri ákvarðanatöku. Flokkur fólksins og Sósíalistaflokkurinn styðja stefnu stjórnvalda í áfengis- og vímuvörnum þar sem fram kemur að ein mikilvægasta aðgerðin til að draga úr skaðlegum áhrifum áfengis og vernda viðkvæma hópa eins og börn og ungmenni, sé að takmarka aðgengi að áfengi sem og nálægð áhrifa áfengis á líf þeirra og tómstundir. Ef tekin verður ákvörðun um að leyfa sölu áfengis á íþróttaviðburðum þá er brýnt að það verði miklum takmörkunum háð og tryggt að í boði séu áfengislaus svæði fyrir barnafjölskyldur því íþróttir, börn og áfengi eiga einfaldlega ekki samleið.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Áfengisveitingar í íþróttamannvirkjum í tengslum við íþróttaviðburði er veruleiki sem verður ekki umflúin þótt umsagnaraðilar og lýðheilsuiðnaðurinn séu í afneitun i málinu. Lokunar- og aðgengisstefna Templarahreyfingarinnar sem hefur verið leiðarljós stjórnvalda í áratugi hefur fyrir löngu afsannað gildi sitt. Það er fyrir löngu orðið tímabært að ríki og borg umgangist vín og bjór sem löglega neysluvöru og hagi lögum og reglum í samræmi við þann veruleika í stað óskhyggju.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um sameiginlegan fund mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs og aðgengis- og samráðsnefnda sbr. aðgerð nr. 1.2.4. í aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar í jafnréttis- og mannréttindamálum 2023 - 2026. MSS23010102
Fylgigögn
-
Lögð fram greinargerð Stígamóta vegna styrks frá mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði 2024. MSS22080022
-
Lagt fram fundardagatal mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs haust 2024. MSS22060205
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sósíalistaflokks Íslands:
Sósíalistaflokkurinn leggur til að eftirfarandi verði sett inn í aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi: Verklagsreglur, þegar grunur vaknar um ofbeldi starfsfólks gegn börnum í skóla- og frístundastarfi, séu rýndar í samræmi við lög 19/2013. Farið sé eftir ábendingum lögreglu úr Úttekt: Ofbeldisvarnarmál Reykjavíkurborgar og tryggt að hvorki sé rætt við þolendur né gerendur þegar grunur vaknar um hvers konar ofbeldi og að aðilar sem grunaðir eru um ofbeldi séu ávallt sendir í launalaust leyfi þar til máli er lokið af hálfu lögreglu og dómstóla
Tillögunni fylgir greinagerð. MSS24080084
Frestað.Kl.15.35 víkja Drífa Snædal, Jenný I. Ingudóttir og Margrét Kristín Pálsdóttir af fundinum.
Fylgigögn
Fundi slitið kl.15.40
Magnús Davíð Norðdahl Sabine Leskopf
Þorvaldur Daníelsson Unnur Þöll Benediktsdóttir
Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir Friðjón R. Friðjónsson
Helga Þórðardóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 22. ágúst 2024