Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð - Fundur nr. 35

Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð

Ár 2024, fimmtudaginn 23. maí var haldinn 35. fundur mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi, Tjarnarbúð og hófst kl. 13.06. Fundinn sátu eftirfarandi fulltrúar: Magnús Davíð Norðdahl, Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Ásta Björg Björgvinsdóttir, Friðjón R. Friðjónsson, Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir og Helga Þórðardóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Unnur Þöll Benediktsdóttir. 
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 21. maí 2024, um að Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir taki sæti í mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði í stað Halldóru J. Hafsteinsdóttur. MSS22060044 

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 2. maí 2024, um tillögu að úthlutun fjárheimilda 2025. FAS24010022 

    Sigurður Páll Óskarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Lögð fram að nýju tillaga og umsögn valnefndar, dags 7. maí 2024, um verðlaunahafa Mannréttindaverðlauna Reykjavíkurborgar 2024, sbr. 1. lið fundargerðar ráðsins frá 8. maí 2024. MSS24030052

  4. Lögð fram að nýju tillögu borgarfulltrúa Vinstri grænna um minnisvarða fyrir þolendur kynferðislegs ofbeldis, sbr. 3. lið fundargerðar mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 14. mars 2024. Jafnframt eru lagðar fram umsagnir frá Stígamótum dags.25. mars, Hagsmunasamtökum brotaþola dags. 18. apríl, W.O.M.E.N samtökum kvenna af erlendum uppruna dags. 10. apríl og Kvenréttindafélags Íslands dags. 21. mars 2024, um tillöguna. MSS24010173

    Frestað.

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flokkur fólksins skilur að vissu leyti hugsunina að baki þessari tillögu. Flokkur fólksins líður með öllum þeim sem hafa orðið fyrir ofbeldi og vill gera allt til að auka forvarnir og fræðslu til að sporna megi við ofbeldis tilfellum. En Flokkur fólksins telur ekki rétt að fjárfesta í einhverjum sérstökum minnisvarða. Þeir umsagnaraðilar sem boðið var að senda inn umsögn eru meira og minna á sama máli. Áherslan er á að verja fjármunum í forvarnir og fræðslu og ekki síst úrræði fyrir þolendur ofbeldis og meðferð fyrir gerendur eftir atvikum Mannréttinda-og ofbeldisvarnarráð óskaði eftir umsögn nokkurra félagasamtaka um tillöguna og eru þær að mestu samhljóma skoðun fulltrúa Flokks fólksins. Öll félagasamtökin telja ekki tímabært að reisa minnisvarða um eitthvað sem var og öll eru þau sammála um að skynsamlegra sé að verja fjármunum Reykjavíkurborgar í forvarnir og fræðslu gegn ofbeldi. Hugmyndin um minnisvarða er í grunnin falleg og er lögð fram með góðum hug. Fulltrúi Flokks fólksins er sammála ofangreindum samtökum um að betra sé að nýta fjármagn í fólk, forvarnarstarf og fræðslu frekar en einhvers konar táknmynd um ofbeldi sem við erum ennþá að berjast gegn.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram afturköllun fulltrúa Sósíalistaflokks dags, 23. maí 2024, á tillögu fulltrúa Sósíalistaflokksins um breytta verkferla í skólum/leikskólum vegna gruns um ofbeldi, sbr. 4.lið fundargerðar mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 11. apríl 2024. MSS24010218 

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 21. maí 2024, um erindisbréf um samráðsvettvang um börn og ungmenni í tengslum við ofbeldi. MSS23060018 

    Samþykkt. 

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Þessi tillaga er nokkurs konar mótsvar eða breytingartillaga við tillögu Flokks fólksins um stofnun stýrihóps sem myndi kortleggja aukinn vopnaburð meðal ungmenna í Reykjavík. Þessi tillaga gerir ráð fyrir víðtækara samráði m.a. að fulltrúar frá hinum ýmsu ríkisstofnunum og öðrum félögum taki sæti í samstarfshópnum. Kostir og gallar eru við svo stóran samráðshóp það gæti t.d. reynst erfitt að finna fundartíma sem hentar öllum en vonandi mun það ganga. Í samráðshópnum er fjöldi embættismanna og starfsmenn sviða. Fulltrúi Flokks fólksins hefur nokkrar áhyggjur af því að það virðast ekki margir í hópnum koma að beinu starfi með börnum og ungmennum. Fulltrúi Flokks fólksins vill því hvetja formann hópsins að kalla til funda þá sem starfa á gólfinu þ.e. í nánum tengslum við börn og ungmenni. Mikilvægt er að heyra þeirra sjónarmið. Fulltrúi Flokks fólksins óskar samráðshópnum velfarnaðar í starfi.

    Fylgigögn

  7. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Flokks fólksins:

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að í stað þess að setja fjármagn í minnisvarða fyrir þolendur kynferðislegs ofbeldis eins og tillaga Vinstri Grænna kveður á um, þá leggi Reykjavíkurborg  til meira fjármagn í forvarnarstarf og fræðslu gegn kynbundnu ofbeldi. Jafnréttisskóli Reykjavíkurborgar er vanfjármagnaður en skólinn hefur staðið sig ákaflega vel í að sinna slíku forvarnarstarfi. Betra er að setja fjármuni í fræðslu og forvarnir en táknmynd ofbeldis. MSS24050119

    Frestað. 

    Fylgigögn

  8. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Flokks fólksins:

    Flokkur fólksins leggur til að mannréttinda og ofbeldisvarnarráð fari í átak til að minnka ofbeldi gegn eldra fólki sem því miður er staðreynd í samfélaginu. Lagt er jafnframt til að mannréttindaskrifstofan útbúi bækling með fræðslu um ofbeldi og með upplýsingum um hvert fólk gæti  leitað til að fá  hjálp og stuðning. Bæklingnum væri síðan dreift til eldri borgara í Reykjavík.

    Tillögunni fylgir Greinagerð. MSS24050120

    Frestað.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl.14.04

Magnús Davíð Norðdahl Unnur Þöll Benediktsdóttir

Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Ásta Björg Björgvinsdóttir

Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir Friðjón R. Friðjónsson

Helga Þórðardóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 23. maí 2024