Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð
Ár 2024, föstudaginn 11. apríl var haldinn 33. fundur mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi, Tjarnarbúð og hófst kl. 13.04. Fundinn sátu eftirfarandi fulltrúar: Magnús Davíð Norðdahl, Þorvaldur Daníelsson,Friðjón R. Friðjónsson, Halldóra J. Hafsteinsdóttir og Helga Þórðardóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Árelía Eydís Guðmundsdóttir og Sabine Leskopf. Einnig sat fundinn: Anna Kristinsdóttir.
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 11. apríl 2024, um að Halldóra J. Hafsteinsdóttir taki sæti sem aðalfulltrúi í mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði í stað Ástu Þórdísar Skjalddal Guðjónsdóttur. MSS22060044
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á verkefnum mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar. MSS24040061
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags 30. mars 2024, um skil á gögnum vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar 2025 -2029. FAS24010022
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sósíalistaflokksins um breytta verkferla í skólum/leikskólum vegna gruns um ofbeldi, sbr. 4. lið fundargerðar mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 14. mars 2024. MSS24010218
Frestað.Fylgigögn
-
Lögð fram auglýsing um Mannréttindaverðlaun 2024. MSS24030052
Samþykkt að halda aukafund mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs þann 8. maí 2024.Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs dags. 11. apríl 2024, um aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar 2024 – 2026, um þátttöku í alþjóðlegum rannsóknar- og nýsköpunarverkefnum. MSS23050179
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Nordic Safe Cities dags. 5. apríl 2024, um stjórnarfund í maí 2024. MSS21110025
Fylgigögn
Fundi slitið kl.14.09
Magnús Davíð Norðdahl Sabine Leskopf
Árelía Eydís Guðmundsdóttir Þorvaldur Daníelsson
Friðjón R. Friðjónsson Halldóra Jóhanna Hafsteinsdóttir
Helga Þórðardóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 11. apríl 2024