Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð - Fundur nr. 32

Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð

Ár 2024, föstudaginn 5. apríl var haldinn 32. fundur mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi, Tjarnarbúð og hófst kl. 11.34. Fundinn sátu eftirfarandi fulltrúar: Sabine Leskopf, Þorvaldur Daníelsson, Andrea Helgadóttir og Rúnar Sigurjónsson. Eftirtalinn fulltrúi tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Magnús Davíð Norðdahl, Unnur Þöll Benediktsdóttir og Friðjón R. Friðjónsson. Einnig sat fundinn: Anna Kristinsdóttir.
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram að nýju bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags.11 mars 2024, um greinagerð um innleiðingu kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar 2023, sbr. 9. lið fundargerðar mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 14. mars 2024. MSS23010175 

    Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð tekur heilshugar undir ábendingar mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu sem fylgja greinargerð um innleiðingu kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar hjá Reykjavíkurborg 2023. Kynjuð fjárhags- og starfsáætlun getur og hefur verið mikilvægt verkfæri til að stuðla að jafnrétti og mannréttindum í allri starfsemi borgarinnar og samþætta kynja- og jafnréttissjónarmið við alla stefnumótun, áætlanagerð og ákvarðanatöku líkt og jafnréttislög kveða á um, sem og mannréttindastefna borgarinnar. Verklag kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar hefur verið skrifað inn í reglur og ferla fjárhags- og fjárfestingaráætlunar. Mikilvægt er að settu verklagi sé ávallt fylgt, en greinargerðin varpar ljósi á að misbrestir hafa verið í því að fylgja verklaginu, sér í lagi hvað varðar jafnréttisskimanir vegna nýrra fjárfestingarverkefna og hagræðingartillagna. Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð vill ítreka mikilvægi þess að sú vinna sem borgin hefur ráðist í varðandi gagnaumhverfi, gagnahlaðborð og gagnagátt, sé nýtt til stuðla að bættu aðgengi að kyngreindum gögnum, en hagnýting slíkra upplýsinga eru forsenda þess að bæta þjónustu á skilvirkan hátt, mæta ólíkum þörfum fólks og styðja við markvissa stefnumótun og upplýsta ákvarðanatöku. Þá vill ráðið sérstaklega minna kjörna fulltrúa á hið mikilvæga hlutverk okkar að tryggja að ákvarðanir séu teknar með hliðsjón af kynja- og jafnréttissjónarmiðum, í því skyni að mæta ólíkum þörfum íbúa, stuðla að jafnrétti og koma í veg fyrir mismunun. 

    Sigríður Finnbogadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

Fundi slitið kl.11.48

Magnús Davíð Norðdahl Unnur Þöll Benediktsdóttir

Sabine Leskopf Þorvaldur Daníelsson

Friðjón R. Friðjónsson Andrea Helgadóttir

Rúnar Sigurjónsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 5. apríl 2024