Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð - Fundur nr. 31

Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð

Ár 2024, fimmtudagur 14. mars var haldinn 31. fundur mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi, Tjarnarbúð og hófst kl. 13.05. Fundinn sátu eftirfarandi fulltrúar: Magnús Davíð Norðdahl, Unnur Þöll Benediktsdóttir, Sabine Leskopf, Þorvaldur Daníelsson, Andrea Jóhanna Helgadóttir og Helga Þórðardóttir. Einnig sátu fundinn eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Margrét Kristín Pálsdóttir og Eva Kristín Pálsdóttir. Eftirtalinn fulltrúi tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Friðjón R. Friðjónsson. Einnig sátu eftirfarandi embættismenn og starfsfólk fundinn: Anna Kristinsdóttir og Halldóra Dýrleifar Gunnarsdóttir. 
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

 1. Lögð fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 8. febrúar 2024, um að Halldóra Jóhanna Hafsteinsdóttir taki sæti sem fulltrúi í mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði í stað Ástu Þórdísar Skjalddal Guðjónsdóttur og dags. 6. mars s.l., um að Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir taki sæti í stað Halldóru Jóhönnu Hafsteinsdóttur. MSS22060044 

  Fylgigögn

 2. Lögð fram svohljóðandi tillaga mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs:

  Lagt er til að beina því til borgarráðs að auka fjárhagslegan stuðning til starfsemi Bjarkahlíðar.

  Greinagerð fylgir tillögunni MSS24020165
  Samþykkt. 
  Vísað til borgarráðs.

  Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

  Bjarkarhlíð hefur sannað gildi sitt en þangað hefur mikill fjöldi af þolendum ofbeldis af öllu tagi lagt leið sína og fengið dýrmæta aðstoð. Öll þjónusta er undir sama þaki og auðveldar það mörgum fyrstu skrefin sem mörgum finnst erfitt að taka í leit að aðstoð. Fyrir þolendur eineltis er fátt eins erfitt eins og að vera í lausu lofti með ofbeldismál, fá e.t.v. enga svörun eða málalyktir og heldur enga hlustun eða skilning. Með hliðsjón af fjárhagsstöðu Bjarkarhlíðar telur Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð einsýnt að Reykjavíkurborg þurfi að leggja meira af mörkum til Bjarkarhlíðar til þess að tryggja áframhaldandi kröftugan rekstur starfseminnar. Ráðið vonast eftir góðum viðbrögðum Borgarráðs í því samhengi. 

  -    Kl.13.09 tekur Jenný I. Ingudóttir sæti á fundinum með rafrænum hætti.

  Fylgigögn

 3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 24. janúar 2024, sbr.samþykkt borgarstjórnar frá 23. janúar s.l., að vísa tillögu borgarfulltrúa Vinstri grænna um minnisvarða fyrir þolendur kynferðislegs ofbeldis til meðferðar mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs. MSS24010173 
  Vísað til umsagnar Stígamóta, Bjarkarhlíðar, Samtaka kvenna af erlendum uppruna W.O.M.E.N, Kvenréttindafélags Íslands, Hagsmunasamtaka brotaþola, Félagsins Druslugangan og Neyðarmóttöku Landspítalans.

  -    Kl.13.30 víkur Friðjón R. Friðjónsson af fundinum og aftengist fjarfundarbúnaði og Helga Margrét Marzellíusardóttir tekur sæti með rafrænum hætti.

  Fylgigögn

 4. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sósíalistaflokksins um breytta verkferla í skólum/leikskólum vegna gruns um ofbeldi, sbr. 9. lið fundargerðar mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 25. janúar. MSS24010218 
  Frestað.

  Fylgigögn

 5. Lögð fram samantekt um vinnufund mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs sem fram fór 8. febrúar 2024. MSS23040118

  Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Fulltrúi Flokks fólksins vill þakka fyrir fræðandi og gagnlegan vinnufund. Það er virkilega gagnlegt að sjá helstu niðurstöður úr vinnuhópunum. Þar eru margar áhugaverð verkefni og greinilegt að það eru mörg verkefni sem bíða okkar í mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði. Fulltrúi Flokks fólksins vill leggja til að annar vinnufundur verði haldinn að ári og þá verði þessi áherslu atriði rifjuð upp og athugað hvort okkur hafi orðið eitthvað ágengt með þau. Það var sérstaklega gagnlegt að fá að kynnast öllu því starfsfólki og því góða starfi sem mannréttindaskrifstofa sinnir frá degi til dags. Það væri gott ef hægt væri að koma fyrir lið á dagskrá undir heitinu starfið á milli funda. Þessi liður er á dagskrá velferðarsviðs á öllum fundum og eru það oft mjög mikilvæg skilaboð sem þar koma fram.

  -    Kl.13.55 víkja Margrét Kristín Pálsdóttir og Eva Kristín Pálsdóttir af fundinum og 
  Jenný I. Ingudóttir aftengist fjarfundarbúnaði.
  -    Kl.13.57 víkur Halldóra Dýrleifar Gunnarsdóttir af fundinum.

  Fylgigögn

 6. Fram fer umræða um fulltrúa í valnefnd mannréttindaverðlauna 2024. MSS24030052
  Samþykkt að fela starfsmanni mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs að hefja undirbúning valnefndar og mannréttindaverðlauna Reykjavíkurborgar. 

 7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 27. febrúar 2024, þar sem óskað er umsagna fagráða um aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar 2024 – 2026, um þátttöku í alþjóðlegum rannsóknar- og nýsköpunarverkefnum. MSS23050179
  Samþykkt að fela mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu að vinna drög að umsögn mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs.

  Fylgigögn

 8. Fram fer kynning á stöðu kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar Reykjavíkurborgar. MSS23010175 

  Sigríður Finnbogadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

  Fylgigögn

 9. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags.11 mars 2024, um greinagerð um innleiðingu kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar 2023. MSS23010175 

  Sigríður Finnbogadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 10. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara dags 7. mars 2024, um forvarna- og aðgerðaráætlun Reykjavíkur 2024-2027. MSS24010139 

  Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Kynnt eru drög að forvarna- og aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar 2024-27. Markmið áætlunarinnar er að bregðast við helstu áskorunum sem eru til staðar í forvarnarmálum varðandi börn og ungmenni í Reykjavík. Áskoranirnar eru margar því rannsóknir sýna fram á að andlegri líðan barna og unglinga hrakar, svefntími þeirra hefur minnkað og neikvæð áhrif vegna mikillar skjánotkunar hafa aukist. Ofbeldi er að aukast og hatursorðræða að verða meira áberandi í samfélaginu. Fulltrúi Flokks hefur haft áhyggjur af þessari þessari þróun og hefur ítrekað viðrað þær áhyggjur og mikilvægi þess að bregðast við þessum vanda. Með forvörnum og samstilltu átaki hefur tekist að draga úr áfengis og tóbaksneyslu hjá ungmennum. Fulltrúi Flokks fólksins telur mikilvægt að setja aukinn kraft í forvarnarstarf og heilsueflingu barna og ungmenna með markvissum aðgerðum. Fulltrúa Flokks fólksins líst vel á þessa aðgerðaáætlun og vonar að þetta verði ekki bara falleg orð á blaði heldur verði ráðist í raunverulegar forvarnar aðgerðir.

  Fylgigögn

 11. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 26. janúar 2024, um verklagsreglur um fyrirspurnir og tillögur í ráðum nefndum Reykjavíkurborgar. MSS23090170 

  Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Flokkur fólksins var með athugasemdir við tillöguna sem sneru að 3. gr. þar sem fram kom að ekki mætti hafa lengur formála að fyrirspurnum. Flokki fólksins finnst það ómögulegt enda er stundum nauðsynlegt að hafa nokkur orð um af hverju verið er að leggja fram ákveðna fyrirspurn. Mikilvægt er að hafa sveigjanleika en ekki njörva niður hvert einasta atriði. Með því að loka fyrir möguleika á stuttum útskýringum með fyrirspurnum eða tillögum er ekki verið að einfalda neitt. Rök meirihlutans eru veikburða og er vísað til skýrleika. Stuttur formáli er einmitt liður í að gera fyrirspurn skýra og kalla varla á miklar tafir á afgreiðslu málsins eins og meirihlutinn fullyrðir. Ef horft er sérstaklega til umhverfis- og skipulagsráð eru reglur um verklag mála ekki alltaf í samræmi við sambærilegar reglur í öðrum málum. Í umhverfis- og skipulagsráði er meiri ferköntun ef svo má að orði komast. Bókanir eru frekar ritskoðaðar og jafnvel er minnihlutafulltrúum meinað að bóka þar sem það er leyft í öðrum ráðum. Dæmi um þetta er að minnihlutafulltrúum er bannað að bóka við mál sem er framvísað en slíkt bann á ekki við í öðrum ráðum.

  Fylgigögn

 12. Lögð fram greinagerð Samhjálpar vegna styrks mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs. MSS22080022

 13. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Flokks fólksins: 

  Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að settur verði liður á dagskrá mannréttinda- og ofbeldisráðsfunda undir heitinu t.d. starfið á milli funda. Slíkur liður er á dagskrá velferðarráðs og eru það oft mikilvæg og gagnleg skilaboð sem fram koma undir þeim lið. MSS24030084

  Samþykkt.

  -    Kl.15.01 víkur Sabine Leskopf af fundinum. 
  -    Kl.15.04 víkur Helga Margrét Marzellíusardóttir af fundinum og aftengist fjarfundarbúnaði.

Fundi slitið kl.15.05

Magnús Davíð Norðdahl Unnur Þöll Benediktsdóttir

Þorvaldur Daníelsson Helga Þórðardóttir

Andrea Helgadóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð 14.3.2023 - Prentvæn útgáfa