Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð - Fundur nr. 21

Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð

Ár 2023, fimmtudaginn 14. september var haldinn 21. fundur mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi, Tjarnarbúð og hófst kl. 13.07. Fundinn sátu eftirfarandi fulltrúar: Magnús Davíð Norðdahl, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Þorvaldur Daníelsson, Sabine Leskopf, Friðjón R. Friðjónsson, Trausti Breiðfjörð Magnússon og Helga Þórðardóttir. Einnig sat eftirfarandi embættismaður fundinn: Anna Kristinsdóttir.
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

 1. Fram fer umræða um hinsegin fræðslu og kynfræðslu í grunnskólum Reykjavíkurborgar. SFS23040018 

  Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

  Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð tekur heilshugar undir bókun Borgarráðs frá því í fyrr í dag varðandi hinsegin fræðslu í grunnskólum Reykjavíkurborgar og lýsir yfir fullum stuðningi við Samtökin´78 og það góða starf sem unnið er hjá samtökunum: Fordómar og ofbeldi eiga ekki heima í okkar samfélagi. Megin markmið menntastefnu Reykjavíkurborgar er að „öll börn vaxi, dafni og uni sér saman í lýðræðislegu samfélagi sem einkennist af mannréttindum og virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífs.“ Við náum þeim markmiðum m.a. með fræðslu um kynlíf, kynhneigð og sjálfseflingu. Það er ljóst að framboð af efni sem getur haft neikvæð áhrif á börn er mikið og aðgengi að því hefur aukist verulega með tilkomu internetsins. Það er hlutverk góðs skólakerfis að hjálpa börnum að meta sjálf þær upplýsingar sem þeim berast. Það er því mikilvægt að börn geti fengið bæði kynfræðslu og upplýsingar um hinsegin málefni á yfirvegaðan hátt í gegnum skólakerfið. Reynslan sýnir að slík fræðsla leiðir til þess að börn læri að setja mörk og hafi leitt til þess að þau hafa stigið fram og sagt frá ofbeldi. Samtökin ´78 sjá um hinsegin fræðslu í skólum borgarinnar í samstarfi við Reykjavíkurborg, en að gefnu tilefni má ítreka að Samtökin koma ekki að kynfræðslu. Unnið er að gerð námsefnisins af mikilli fagmennsku og virðingu. Það er vel ígrundað hvernig að fræðslunni er staðið og er allt efni sniðið að þeim aldri sem því er ætlað að ná til. Borgarráð er stolt af samstarfinu við Samtökin ´78 þegar kemur að hinsegin fræðslu og af Jafnréttisskólanum og öðru starfsfólki borgarinnar sem kemur að fræðslu um jafnréttismenntun, mannréttindi og kynheilbrigði. Við lítum hatursorðræðu alvarlegum augum og viljum að börn okkar læri umburðarlyndi og sjálfseflingu.

  Fylgigögn

 2. Fram fer umræða um umsagnir persónuverndarfulltrúa Reykjavíkurborgar dags. 11. maí s.l. og mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 22. maí s.l., um samkomulag um forgangsröðun og uppsetningu öryggismyndavéla. MSS23030024 

  Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Flokkur fólksins er hlynntur notkun öryggismyndavéla til að tryggja öryggi borgaranna. Flokkur fólksins hefur viljað sjá slíkar myndavélar þar sem börn stunda nám og leik, t.d. á skilgreindum leiksvæðum barna. Vissulega koma myndavélar ekki í veg fyrir að glæpur sé framinn en myndavélar hafa ákveðinn fælingarmátt. Öryggismyndavélar auka almennt öryggistilfinningu fólks. Í umsögn mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu um samkomulag er lýtur að öryggismyndavélum í borginni segir: Það er mat mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu að samkomulagið um öryggismyndavélar samræmist mannréttinda stefnunni en einungis ef að vel útfærðar og nákvæmar verklagsreglur fylgja því. Flokki fólksins líst vel á þær verklagsreglur sem mannréttinda- og lýðræðisskrifstofan hefur sett og treystir því að farið verði eftir þessu verklagi. Öryggis- og eftirlitsmyndavélar eru að verða eðlilegur hlutur í öruggum borgum.

  Fylgigögn

 3. Fram fer umræða um þátttöku fulltrúa mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs á ráðstefnu tengslanetsins Nordic Safe Cities í Vantaa Finnlandi dagana 8.- 9. nóvember n.k.. MSS21110025
  Samþykkt að Magnús Davíð Norðdahl, Þorvaldur Daníelsson, Sabine Leskopf og Helga Þórðardóttir sæki ráðstefnuna. 

  Fylgigögn

 4. Fram fer umræða um stöðu Skjólgarða búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. MSS23040111

  Fylgigögn

 5. Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um innleiðingu barnasáttmála sameinuðu þjóðanna, sbr. 10. lið fundargerðar mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 8. júní 2023. MSS23060047 
  Vísað til umsagnar mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu.

  Fylgigögn

 6. Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um biðlista, sbr. 9. lið fundargerðar mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 24. ágúst 2023. MSS23080103
  Vísað frá.

  Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Fulltrúi Flokks fólksins óskaði eftir upplýsingum frá mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði Reykjavíkurborgar hvort ráðið ætli að bregðast við með einhverjum hætti vegna vanrækslu meirihlutans á málefnum barna sem enn eru föst á biðlistum eftir fagþjónustu í skólum borgarinnar? Spurt var vegna þess að fulltrúi Flokks fólksins telur að sú vanræksla sem fólgin er í því að láta biðlista lengjast ár frá ári án þess að gripið sé inn í með raunhæfum hætti, megi í raun túlka sem ákveðna tegund af ofbeldi.Fyrirspurninni er vísað frá. Á nýafstöðnu farsældarþingi voru kynntar niðurstöður íslensku æskulýðsrannsóknarinnar sem lögð var fyrir grunnskólanemendur í vor. Sjötta hver stúlka í 10. bekk grunnskóla hefur orðið fyrir alvarlegri kynferðislegri áreitni af hálfu fullorðins. Innan við helmingur þeirra sagði öðrum frá. Einnig kom fram að 30-44% barna eru döpur og allt að 56% með kvíða. Í ljósi langs biðlista eftir fagfólki hjá skólaþjónustu, nú um 2.550 börn, mun Flokkur fólksins ekki linna látum fyrr en meirihlutinn í borginni: þau ráð og svið sem standa eiga vörð um velferð barna og mannréttindi þeirra hafa tekið við sér og sýnt fram á hvernig taka á á málum.

  -    Kl. 15.00 víkur Árelía Eydís Guðmundsdóttir af fundinum. 

  Fylgigögn

 7. Fram fer kynning mannauðs- og starfsumhverfissviðs á Jafnlaunakerfi Reykjavíkurborgar. MOS22020006 

  Elín Blöndal og Harpa Hrund Berndsen taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

  Fylgigögn

 8. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Flokks fólksins:

  Flokkur fólksins leggur til að Reykjavíkurborg sendi bréf til foreldra og forráðamanna vegna aukins hnífaburðar barna og ungmenna líkt og það sem Menntasvið Kópavogsbæjar sendi foreldrum grunnskólabarna í upphafi skólaárs. Dæmi um hnífaburð barna í skólum eru til í Reykjavík og því full ástæða til að upplýsa foreldra og forráðamenn um þær reglur sem eru í gildi um að bera hníf á sér í skóla- og félagsmiðstöðvastarfi borgarinnar. Í bréfinu myndu foreldrar vera hvattir til að eiga samtal við börnin um að það sé stranglega bannað að bera hníf á sér í skóla- og félagsmiðstöðvastarfi og öðrum stofnunum. MSS23090085

  Frestað. 

Fundi slitið kl.15.35

Magnús Davíð Norðdahl Þorvaldur Daníelsson

Sabine Leskopf Friðjón R. Friðjónsson

Trausti Breiðfjörð Magnússon Helga Þórðardóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð 15.9.2023 - Prentvæn útgáfa