Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð - Fundur nr. 34

Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð

Ár 2021, fimmtudaginn 28. janúar var haldinn 34. fundur, mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í fjarfundi í Ráðhúsi og hófst kl.13.03. Fundinn sátu Dóra Björt Guðjónsdóttir, Ellen J. Calmon, Daníel Örn Arnarsson og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir fulltrúar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Geir Finnson, Örn Þórðarson og Skúli Helgason. Einnig sat fundinn Anna Kristinsdóttir og Óskar J. Sandholt sat fundinn með fjarfundarbúnaði.

Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 22. janúar 2021, þar sem samþykkt var á fundi borgarstjórnar þann 19. janúar s.l., að Kolbrún Baldursdóttir taki sæti í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði í stað Þórs Elíss Pálssonar. Jafnframt að Ásgerður Jóna Flosadóttir taki sæti sem varamaður í stað Kolbrúnar. R18060083

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning Reykjavíkurborgar um stöðu fólks á flótta. R21010262

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins fagnar kynningu um stöðu fólks á flótta og tillögu ungmennaráðs Laugardals, Háaleitis og Bústaða að borgarstjórn samþykki að fela skóla- og frístundasviði að bjóða nemendum grunnskóla borgarinnar aukna  fræðslu um fólk á flótta og stöðu þeirra í íslensku samfélagi. Fulltrúi Flokks fólksins þekki vel til málefna þessa fólks eftir áralanga vinnu með umsækjendum um alþjóðlega vernd.  Oft er það eina sem fólk veit um þennan hóp það sem fram kemur í fréttum og þess vegna er fræðsla afar mikilvæg. Þessi hópur er fjölbreyttur og er að koma úr ólíkum aðstæðum sem eiga það þó sammerkt að eru mjög erfiðar, í mörgum tilfellum erfiðari en hægt er að lýsa. Lífsreynsla umsækjenda er oft erfið. Sumir hafa orðið fyrir ofbeldi þ.m.t. kynferðislegu ofbeldi og jafnvel pyntingum. Börnin eiga í flestum tilfellum erfiða reynslu að baki, hafa verið vitni af ofbeldi og sum sætt illri meðferð. Mörg hafa verið í lífshættulegum aðstæðum og glíma við afleiðingar alvarlegra áfalla. Þjónusta borgarinnar gagnvart þessum viðkvæma hóp er góð ef tekið er mið af hversu hratt þessi hópur hefur stækkað. Fulltrúi Flokks fólksins styður tillögu ungmennaráðsins heilshugar.

    Sigþrúður Erla Arnardóttir og Edda Ólafsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning Rauða Krossins um stöðu fólks á flótta. R21010262

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins fagnar kynningu um stöðu fólks á flótta og tillögu ungmennaráðs Laugardals, Háaleitis og Bústaða að borgarstjórn samþykki að fela skóla- og frístundasviði að bjóða nemendum grunnskóla borgarinnar aukna  fræðslu um fólk á flótta og stöðu þeirra í íslensku samfélagi. Fulltrúi Flokks fólksins þekki vel til málefna þessa fólks eftir áralanga vinnu með umsækjendum um alþjóðlega vernd.  Oft er það eina sem fólk veit um þennan hóp það sem fram kemur í fréttum og þess vegna er fræðsla afar mikilvæg. Þessi hópur er fjölbreyttur og er að koma úr ólíkum aðstæðum sem eiga það þó sammerkt að eru mjög erfiðar, í mörgum tilfellum erfiðari en hægt er að lýsa. Lífsreynsla umsækjenda er oft erfið. Sumir hafa orðið fyrir ofbeldi þ.m.t. kynferðislegu ofbeldi og jafnvel pyntingum. Börnin eiga í flestum tilfellum erfiða reynslu að baki, hafa verið vitni af ofbeldi og sum sætt illri meðferð. Mörg hafa verið í lífshættulegum aðstæðum og glíma við afleiðingar alvarlegra áfalla. Þjónusta borgarinnar gagnvart þessum viðkvæma hóp er góð ef tekið er mið af hversu hratt þessi hópur hefur stækkað. Fulltrúi Flokks fólksins styður tillögu ungmennaráðsins heilshugar.

    Sigrún Erla Egilsdóttir, Guðríður Lára Þrastardóttir og Nína Helgadóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  4. Lögð fram tillaga fulltrúa ungmennaráðs Laugardals, Háaleitis og Bústaða um fólk á flótta, sem vísað var til meðferðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs, af sameiginlegum fundi borgarstjórnar og Reykjavíkurráðs ungmenna, sbr. 3. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 12. maí 2020. 

    Greinargerð fylgir tillögunni. R20050127

    Lögð fram svohljóðandi breytingartillaga mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráðs:

    Lagt er til að borgarstjórn samþykki að fela skóla- og frístundasviði að bjóða nemendum í grunnskóla Reykjavíkur aukna fræðslu um fólk á flótta og stöðu þeirra í íslensku samfélagi.

    Breytingartillagan er samþykkt.
    Tillagan er samþykkt svo breytt.

    Samþykkt að vísa til umsagnar skóla- og frístundasviðs. 

    Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúum ungmennaráðs Laugardals, Háaleitis og Bústaða er þakkað kærlega fyrir góða tillögu um mikilvægt mál sem er að stuðla að aukinni fræðslu til grunnskólabarna um málefni flóttafólks. Ísland er í vaxandi mæli fjölmenningarsamfélag og mikilvæg forsenda þess að það standi undir nafni er að það sé almennur skilningur á stöðu og krefjandi aðstæðum flóttafólks, ekki síst meðal barna og ungmenna.

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokks fagnar vandaðri og málefnalegri tillögu frá ungmennaráði varðandi fræðslu um málefni fólks á flótta. Tillagan var lögð fram á fundi ungmennaráðs og borgarstjórnar 12. maí 2020.  Þar var henni vel tekið.  Sérstaklega er mikilvægt að taka vel á móti uppbyggilegum tillögum frá ungu fólki í borginni, hröð málsmeðferð er hluti af góðum móttökum.  Óþarfa dráttur getur dregið úr áhuga ungs fólks á viðfangsefnum stjórnmála og minnkað tiltrú á stjórnsýslunni sem þeim fylgja.  Hvatt er til að erindum, ábendingum og tillögum frá ungu fólki fái hraða og vandaða málsmeðferð í gegnum borgarkerfið eins og verða má.

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins fagnar kynningu um stöðu fólks á flótta og tillögu ungmennaráðs Laugardals, Háaleitis og Bústaða að borgarstjórn samþykki að fela skóla- og frístundasviði að bjóða nemendum grunnskóla borgarinnar aukna  fræðslu um fólk á flótta og stöðu þeirra í íslensku samfélagi. Fulltrúi Flokks fólksins þekki vel til málefna þessa fólks eftir áralanga vinnu með umsækjendum um alþjóðlega vernd.  Oft er það eina sem fólk veit um þennan hóp það sem fram kemur í fréttum og þess vegna er fræðsla afar mikilvæg. Þessi hópur er fjölbreyttur og er að koma úr ólíkum aðstæðum sem eiga það þó sammerkt að eru mjög erfiðar, í mörgum tilfellum erfiðari en hægt er að lýsa. Lífsreynsla umsækjenda er oft erfið. Sumir hafa orðið fyrir ofbeldi þ.m.t. kynferðislegu ofbeldi og jafnvel pyntingum. Börnin eiga í flestum tilfellum erfiða reynslu að baki, hafa verið vitni af ofbeldi og sum sætt illri meðferð. Mörg hafa verið í lífshættulegum aðstæðum og glíma við afleiðingar alvarlegra áfalla. Þjónusta borgarinnar gagnvart þessum viðkvæma hóp er góð ef tekið er mið af hversu hratt þessi hópur hefur stækkað. Fulltrúi Flokks fólksins styður tillögu ungmennaráðsins heilshugar.

    Nadía Lóa Atladóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  5. Fram fer kynning starfshóps um kynja- og hinseginfræðslu í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar. R20060128 

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins fagnar allri fræðslu, fræðsla og upplýsingar eru ávallt af því góða. Hvað varðar hinsegin fræðslu vantar ekki hvað síst meira af hinsegin bókmenntum  fyrir krakka sem er auðvitað hluti af hinsegin fræðslu skólanna.

    Svandís Anna Sigurðardóttir og Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  6. Lögð fram tillaga fulltrúa ungmennaráðs Árbæjar og Holta um aukna jafnréttisfræðslu fyrir börn og ungmenni, sem vísað var til meðferðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs, af sameiginlegum fundi borgarstjórnar og Reykjavíkurráðs ungmenna, sbr. 7. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 12. maí 2020. 

    Greinargerð fylgir tillögunni. R20050131

    Lögð fram svohljóðandi breytingartillaga mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs:

    Lagt er til að borgarstjórn feli skóla- og frístundaráði að sjá til þess að börn og ungmenni fái jafnréttisfræðslu við hæfi og að slík fræðsla fari fram í öllum skólum. 

    Breytingartillagan er samþykkt.
    Tillagan er samþykkt svo breytt.

    Samþykkt að vísa til umsagnar skóla- og frístundasviðs.

    Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Þakkað er fyrir áhugaverða kynningu á tillögu ungmennaráðs Árbæjar og Holta um aukna jafnréttisfræðslu fyrir börn og ungmenni. Mikilvægt er að auka jafnréttisfræðslu í skólum og gera gangskör að því í samstarfi við ríki að vinna nýtt námsefni sem kennarar geti nýtt til kennslu kynja- og jafnréttisfræða. Þá þykir fulltrúum ráðsins mikilsvert að ungmenni láti jafnrétti sig varða með svo afgerandi hætti. Lagt er til að vísa tillögunni til umsagnar skóla - og frístundasviðs með breytingartillögu ráðsins.

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Tillaga liggur fyrir frá fulltrúa ungmennaráðs Árbæjar og Holta um aukna jafnréttisfræðslu fyrir börn og ungmenni. Þetta er góð og nauðsynleg tillaga. Allt frá því fyrstu jafnréttislögin voru sett árið 1976 hefur íslenskum skólum verið skylt að fræða nemendur um jafnrétti kynjanna og að undirbúa bæði stráka og stelpur til jafnrar þátttöku í fjölskyldu- og atvinnulífi. Ekki er vel vitað hvort og þá hvernig þessi fræðsla hefur skilað sér til barna og ungmenna eða hvað þeim og foreldrum þeirra finnst um hana. Ef horft er til ólíkra þátta blasir við að jafnrétti hefur vaxið jafnt og þétt en skoða þarf hvaða hluta fræðslunnar þarf mögulega að auka og dýpka.

    Bára Katrín Jóhannsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  7. Kynning á verkefni UNICEF um barnvænt sveitarfélag. R20020251
    Frestað.

  8. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 19. janúar 2021, vegna tillögu um akstur p – merktra ökutækja. R21020107

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Svo virðist sem allir séu sammála um að bæta upplýsingagjöf og merkingar. Krafa er komin frá hagsmunasamtökum fatlaðs fólks. Hlutir ganga of hægt. Það er ótækt að fólk sem ekur P merktum bílum göngugötur skuli verða fyrir aðkasti. Útbúa þarf merkingar hið snarasta. Fulltrúi Flokks fólksins hvetur skipulagsyfirvöld að draga ekki lappirnar lengur í þessum efnum og vill að mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð beiti skipulagsyfirvöld þrýstingi í þessum efnum.

    Fylgigögn

  9. Lögð fram tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um úrbætur á merkingum fyrir hreyfihamlaða á göngugötum, sem vísað var til meðferðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs, sbr. 42. lið fundargerðar borgarráðs frá 10. desember 2020. R201120081 
    Samþykkt að vísa tillögunni frá, með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata.
    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá. 

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Tillaga Flokks fólksins var um úrbætur á merkingum fyrir hreyfihamlaða á göngugötum. Tillögunni er vísað frá. Það er krafa fulltrúa Flokks fólksins fyrir hönd fatlaðs fólks að sett verði upp skilti sem staðfesti rétt hreyfihamlaðra til að keyra á göngugötunum. Borgin hefur borið fyrir sig að  slík umferðarskilti séu ekki til en það er, að mati Flokks fólksins aðeins fyrirsláttur. Enn liggur ekki fyrir um hvenær og með hvaða hætti merkingar og upplýsingar um þessi réttindi verði sett upp og fram. Fulltrúi Flokks fólksins vill hér með ýta við því máli og óskað er eftir að gengið verði í það hið fyrsta.

    Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata  leggja fram svohljóðandi bókun:

    Tillögunni er vísað frá með vísan í svar mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu vegna P- merktra ökutækja þar sem kemur fram að málið er í farvegi.

    Fylgigögn

  10. Lögð fram umsögn mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs, um stefnu um framtíðarskipan tónlistarnáms í Reykjavík til 2030. R21010263
    Samþykkt. 

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Skýrslan um framtíð tónlistarnáms í Reykjavík er ágætlega unnin. Fulltrúi Flokks fólksins telur þó að það hefði verið nauðsynlegt að taka samhliða inn í vinnu hópsins uppbyggingu tónlistarkennslu í grunnskólum til að skoða leiðir til að draga úr ójöfnuði. Þegar kemur að tónlistarnámi á ójöfnuður rætur sína að rekja aðallega til bágs efnahags foreldra og skorts á eftirspurn. Ávarpa þarf þessa þætti betur í skýrslunni og finna markvissar leiðir til að börn geti setið við sama borð í þessum efnum. Ef horft er til skólahljómsveita sem gæti verið mótvægisaðgerð þá eru þær aðeins 4 í borginni. Fulltrúi Flokks fólksins lagði fram 19. 9. 2019, tillögu að skólahljómsveitir verði í öllum 10 hverfum borgarinnar en hún var felld. Nám í einkareknum tónlistarskóla er dýrt. Tónlistarskólinn á  Klébergi, Kjalarnesi er eini tónlistarskólinn sem er alfarið rekinn af Reykjavíkurborg. Borgin er með þjónustusamninga við 17 einkarekna tónlistarskóla. Þeir njóta styrkja frá Reykjavíkurborg en setja sína eigin gjaldskrá. Á meðan grunnskólar bjóða ekki upp á tónlistarnám og  ekki er á allra færi að stunda slíkt nám vegna mikils kostnaðar gæti þátttaka í skólahljómsveit verið  valmöguleiki. Þá væri í það minnsta aðeins dregið úr ójöfnuði og mismunun á  grundvelli efnahags foreldra þegar kemur að tækifæri til að stunda tónlistarnám.

    -    Kl. 16.04 víkur Daníel Örn Arnarsson af fundinum.

    Fylgigögn

  11. Lagðar fram greinargerðir vegna styrkja mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs. R21010126

    a) Klaki
    b) Kvennaráðgjöf
    c) Ariana Samtökin
    d) Rauðsokkahreyfingin

  12. Svar mannréttinda-, og lýðræðisskrifstofu dags. 20. janúar 2021, við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um kostnað við auglýsingar og kynningarmál vegna verkefnisins Hverfið mitt, sbr. 11. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 14. janúar 2021. R21010198
    Frestað.

    Fylgigögn

  13. Lagt fram svar mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 20. janúar 2021, við fyrirspurn Fulltrúa flokks fólksins um innleiðingu samþykktar Sameinuðu þjóðanna með tilliti til aðgengis fatlaðra á allri þjónustu sem veitt er í borginni, sbr. 23. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 13. febrúar 2020. R20020160

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins spurði um innleiðingu samþykktar Sameinuðu þjóðanna með tilliti til aðgengis fatlaðra á allri þjónustu. Í svari kemur fram að á þessi mál sé lögð mikil áhersla en ekki sé ávarpað sérstaklega í samningi Sameinuðu þjóðanna aðgengi fatlaðs fólks að göngugötum. Hagsmunasamtök fatlaðs fólks hefur beðið um að sett verði skilti  við göngugötur í miðbænum þannig að fatlað fólk verði síður fyrir aðkasti aki það göngugötur eins og raun ber vitni. Slík skilti eru sögð ekki vera til. Óvíst er og óljóst hvenær og með hvaða hætti merkingar og upplýsingar um þessi réttindi verði sett upp og fram. Á fundi skipulags- og samgönguráðs 13. janúar var tillögu Flokks fólksins um að ráðist verði í úttekt á aðgengismálum þeirra sem notast við hjólastóla og göngugrindur felld. Slík úttekt er nauðsynleg og myndi nýtast öllum. Reykjavíkurborg hefur ekki staðið sig vel í þessum efnum í áraraðir. Nærtækast er að horfa til almenningssamgangna. Á flestum biðstöðvum strætó er aðgengi og yfirborð ófært fólki í hjólastólum. Fulltrúi Flokks fólksins hvetur borgaryfirvöld til að vinna þéttar með fyrirtækjum og verslunum til að bæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða. 

    Fylgigögn

  14. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Flokks fólksins:

    Tillaga Flokks fólksins að Reykjavíkurborg geri úttekt á jafnréttisfræðslu í skólunum, hvernig henni er háttað og hvernig hún hefur þróast undanfarna áratugi. Allt frá því fyrstu jafnréttislögin voru sett árið 1976 hefur íslenskum skólum verið skylt að fræða nemendur um jafnrétti kynjanna og að undirbúa bæði stráka og stelpur til jafnrar þátttöku í fjölskyldu- og atvinnulífi.  Þær upplýsingar sem liggja fyrir um viðhorf og þróun jafnréttisfræðslunnar eru fremur fullorðinsmiðaðar. Börn og ungmenni eru að biðja um meiri fræðslu. Fulltrúi Flokks fólksins telur að það myndi vera gagnlegt að kanna nánar hvaða jafnréttisfræðslunni krökkunum og foreldrum þeirra finnst vera gagnleg og góð og hvaða þætti hennar mætti bæta og dýpka og hvaða og hvernig fræðslu hreinlega vantar? Kennarar hafa verið að fá eitthvað efni sem er afar mikilvægt en þeir gætu án efa þegið meira af góðu efni. Það fræðsluefni sem er þó til þarf vissulega að vera í sífelldri endurskoðun og uppfærslu. R2101098

    Frestað.

  15. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sósíalistaflokks Íslands:

    Lagt er til að Reykjavík geri samning við Samtökin 78 að fyrirmynd samningsins sem samtökin hafa gert við Hafnarfjörð og Grindavík þar sem allir skólar sveitarfélaganna eru skyldug til að fá hinseginfræðslu einu sinni á ári. Þannig að hver einasti nemandi og starfsmaður fái að minnsta kosti lágmarks fræðslu í hinsegin málum. R21010299

    Frestað.

    Fundi slitið klukkan 16:17

    Dóra Björt Guðjónsdóttir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir

    Skúli Helgason

    PDF útgáfa fundargerðar
    mnl_2801.pdf