No translated content text
Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð
Ár 2020, fimmtudaginn 8. október, var haldinn 26. fundur Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð. Fundurinn var haldinn í Ráðhús - fjarfundur og hófst klukkan 13:09. Viðstödd voru Dóra Björt Guðjónsdóttir, Ellen Jacqueline Calmon, Daníel Örn Arnarson, Þór Elís Pálsson, Skúli Helgason, Örn Þórðarson, Geir Finnsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Anna Kristinsdóttir, Óskar J. Sandholt og Elísabet Pétursdóttir sem ritaði fundargerð
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf stýrihóps um mótun lýðræðisstefnu dags. 6. október 2020, með beiðni um frest. R18010207
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagðar fram greinagerðir Hjólafærni og Hennar rödd, vegna styrkja mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs. R20050226
-
Fram fer kynning á stöðu aðgerða í aðgerðaráætlun í mannréttinda- og lýðræðismálum 2019 til og með 2022. R20080096
Fylgigögn
-
Lögð fram drög að starfsáætlun mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs, áherslur ársins 2021. R200100052
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 2. október 2020, um niðurstöður kortlagningar- og greiningarvinnu um verkefnið Gagnsjá Reykjavíkur, ásamt erindisbréfi um skipan starfshóps um undirbúning að Gagnsjá Reykjavíkur. R20100055.
Guðbergur Ragnar Ægisson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á upplýsingagreind og útgefnum vörum. R20100059
Óli Páll Geirsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf þjónusta- og nýsköpunarsviðs dags, 2. október 2020, um erindisbréf vegna skipan starfshóps um flæði verkefna innan og inn til þjónustu- og nýsköpunarsviðs. R20100056
Fylgigögn
-
Lagt fram minnisblað mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags 5. október 2020, um eftirlit með íbúðarhúsnæði í Reykjavík með tilliti til brunavarna. R20080089
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands leggja fram svohljóðandi bókun:
Þakkað er fyrir þetta góða minnisblað sem er mikilvægt gagn í umræðuna um hvað megi betur fara þegar kemur að öryggi, brunavörnum og réttindi til viðunandi húsnæðis. Var það tekið saman í kjölfar þess hræðilega atviks sem átti sér stað í sumar við Bræðraborgarstíg þar sem þrjár manneskjur létu lífið í bruna. Brýnt er að bregðast við og gera nauðsynlegar breytingar til að fyrirbyggja að svona harmleikur endurtaki sig.Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Flokkur fólksins fagnar því að verið sé að kanna brunavarnir húsa í borginni, þá sérstaklega í eldri hluta hennar. Eldri hús borgarinnar eru byggð að þeim tíma þegar kröfur voru aðrar en eru í dag. Aukið öryggi borgarbúa ætti ávalt að vera í forgangi, en sjá má þess glöggt merki í nýjum byggingum. Ljóst er að ríki og borg þurfa að hefja samstarf um bættar brunavarnir jafnframt þarfa að auka eftirlit bæði með brunavörnum og breytingum á eldra húsnæði. Skýra þarf reglur um hversu langt eigandi má ganga í breytingu húsnæðis. Ef farið er í slíkar framkvæmdir þá séu þær tilkynningaskyldar, sérstaklega hvað varðar brunavarnir og flóttaleiðir. Gæta skal þess að framkvæmdir hefjist ekki fyrr en tilskild leyfi hafi fengist. Koma skal í veg fyrir að einn eigandi í fjölbýlishúsi hafi neitunarvald gagnvart sambýlisfólki sínu hvað varðar öryggi- og brunavarnir tiltekins húss. Fulltrúi Flokk fólksins hvetur borgaryfirvöld að hefja þetta verkferli strax til að tryggja öryggi og velferð borgarbúa.Guðrún Elsa Tryggvadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs, dags. 5. október 2020, um tillögu áheyrnarfulltrúa skipulags- og samgönguráðs, um hættulegt húsnæði, sbr. 79. lið fundargerðar skipulags- og samgönguráðs frá 1. júlí 2020. R20080089
Samþykkt.Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Flokkur fólksins fagnar því að verið sé að kanna brunavarnir húsa í borginni, þá sérstaklega í eldri hluta hennar. Eldri hús borgarinnar eru byggð að þeim tíma þegar kröfur voru aðrar en eru í dag. Aukið öryggi borgarbúa ætti ávalt að vera í forgangi, en sjá má þess glöggt merki í nýjum byggingum. Ljóst er að ríki og borg þurfa að hefja samstarf um bættar brunavarnir jafnframt þarfa að auka eftirlit bæði með brunavörnum og breytingum á eldra húsnæði. Skýra þarf reglur um hversu langt eigandi má ganga í breytingu húsnæðis. Ef farið er í slíkar framkvæmdir þá séu þær tilkynningaskyldar, sérstaklega hvað varðar brunavarnir og flóttaleiðir. Gæta skal þess að framkvæmdir hefjist ekki fyrr en tilskild leyfi hafi fengist. Koma skal í veg fyrir að einn eigandi í fjölbýlishúsi hafi neitunarvald gagnvart sambýlisfólki sínu hvað varðar öryggi- og brunavarnir tiltekins húss. Fulltrúi Flokk fólksins hvetur borgaryfirvöld að hefja þetta verkferli strax til að tryggja öryggi og velferð borgarbúa.Guðrún Elsa Tryggvadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi ályktunartillaga mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs:
Við eigum öll að geta búið við öryggi. Aðgengi að viðunandi húsnæði eru viðurkennd mannréttindi í alþjóðlegum mannréttindalögum og reglum. Í því samhengi má nefna 25. gr. Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna um rétt á lífskjörum sem nauðsynleg eru til verndar heilsu og vellíðan. Við viljum ekki að nokkur þurfi að upplifa annað atvik eins og gerðist við Bræðraborgarstíg í sumar þar sem þrjár manneskjur létu lífið af sökum eldsvoða í leiguhúsnæði. Hópar innflytjenda eru berskjaldaðir gagnvart mismunun á húsnæðismarkaði. Jaðarsett staða innflytjenda sem tala ekki íslensku og hafa fá úrræði er misnotuð í þessu samhengi og þeim gert að búa við óviðunandi húsakost. Það er með öllu óásættanlegt að þetta fái að viðgangast í okkar samfélagi. Það þarf að skerpa á ábyrgð þegar kemur að þessum réttindum og það þarf að vera ljóst hver gegnir eftirlitshlutverki sbr. meðfylgjandi minnisblað mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu. Þar að auki þurfa upplýsingar um rétt leigjenda og hvert leigjendur geta leitað eftir aðstoð og beint sínum kvörtunum að vera skýrar og aðgengilegar. Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð hvetur til samtals milli ríkisins, Reykjavíkurborgar og Alþingis í þágu nauðsynlegra laga- og reglugerðarbreytinga til að tryggja betur réttindi og öryggi einstaklinga í leiguhúsnæði.
Greinagerð fylgir tillögunni. R20080089
SamþykktMannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Aðgengi að viðunandi húsnæði eru viðurkennd mannréttindi í alþjóðlegum mannréttindalögum og reglum. Við viljum ekki að nokkur þurfi að upplifa annað atvik eins og gerðist við Bræðraborgarstíg í sumar þar sem þrjár manneskjur létu lífið af sökum eldsvoða í leiguhúsnæði. Hópar innflytjenda eru berskjaldaðir gagnvart mismunun á húsnæðismarkaði. Jaðarsett staða innflytjenda sem tala ekki íslensku og hafa fá úrræði er misnotuð í þessu samhengi og þeim gert að búa við óviðunandi húsakost. Það er með öllu óásættanlegt að þetta fái að viðgangast í okkar samfélagi. Það þarf að skerpa á ábyrgð þegar kemur að þessum réttindum og það þarf að vera ljóst hver gegnir eftirlitshlutverki. Upplýsingar um rétt leigjenda og hvert þeir geta beint sínum athugasemdum og óskað eftir aðstoð eiga að vera skýrar og aðgengilegar. Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð hvetur til samtals milli ríkisins, Reykjavíkurborgar og Alþingis í þágu nauðsynlegra laga- og reglugerðarbreytinga til að tryggja betur réttindi og öryggi einstaklinga í leiguhúsnæði.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um sameiginlegan fund mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs, menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs og ofbeldisvarnarnefndar í október 2020. R20100061
-
Kynning á þýðingarverkefni mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu vegna Covid19. R20100060
Frestað.- Kl. 16.19 víkur Daníel Örn Arnarsson af fundinum.
Fundi slitið klukkan 16:23
Dóra Björt Guðjónsdóttir Skúli Helgason
PDF útgáfa fundargerðar
mnl_0810.pdf