No translated content text
Íþrótta- og tómstundaráð
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2010, föstudaginn 12. mars var haldinn 107. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsinu og hófst kl. 10:35. Viðstaddir: Kjartan Magnússon formaður, Valgerður Sveinsdóttir, Björn Gíslason, Oddný Sturludóttir og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt: Egill Örn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi, Frímann Ari Ferndinardsson, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Atvinnumál ungs fólks. Kynning á vegum ÍTR, Hins Hússins og Vinnumiðlunar ungs fólks.
Markús H. Guðmundsson, Lárus R. Haraldsson og Gerður Dýrfjörð kynntu sumarstörf hjá borginni.
Kl. 10:50 kom Sigfús Ægir Árnason á fundinn.
Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri ÍTR kynnti starfsþróunar- og virkniverkefni 16 - 24 ára í hverfum.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi Vinstri grænna ítrekar enn og aftur mikilvægi þess að borgaryfirvöld axli ábyrgð þegar kemur að því að standa vörð um virkni og atvinnu ungs fólks. Í því samhengi er rétt að benda á að árið 2005 var 120 mkr. á þávirði úthlutað í sérstakan atvinnupott ungs fólks en þá var atvinnuleysi meðal ungmenna 3,8#PR. Það sumar voru 1795 einstaklingar ráðnir í störf hjá borginni. Á yfirstandandi kjörtímabili hefur upphæðin lækkað jafnt og þétt. Árið 2009, þegar atvinnuleysi var 10#PR í sama aldurshópi var 96 mkr. varið í atvinnumál, en fyrir þá upphæð voru 1411 einstaklingar ráðnir. Ljóst er að þær 96 milljónir sem nú eru til ráðstöfunar munu duga skammt, enda fer atvinnuleysi enn vaxandi og jafnvel þótt tekið sé tillit til þeirra 30 mkr sem við bættust með tilkomu atvinnuátakspottar er ljóst að betur má ef duga skal. Vinstri græn leggja ríka áherslu á þjóðhagslega hagkvæmni virkrar þátttöku ungs fólks á atvinnumarkaði og telja brýnt að þær upphæðir sem hér hafa verið til ráðstöfunar verði teknar til endurskoðunar. Þá ber að huga að stöðu borgarsjóðs til lengri tíma, en ekki einblína á skammtímamarkmið í rekstri.
Fulltrúar Samfylkingar lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Samfylkingarinnar ítreka samfélagslega mikilvægt hlutverk Reykjavíkurborgar sem atvinnuveitu fyrir ungt fólk yfir sumartímann. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hyggjast bjóða öllum ungmennum sem eftir því óska starf yfir sumartímann, rétt eins og síðastliðið sumar. Það stefnir í að Reykjavík verði eftirbátur að þessu leyti og er það miður. Síðastliðið sumar fengu 1400 ungmenni sem sóttu um sumarstörf hjá Reykjavíkurborg ekki starf og er það með öllu óásættanlegt. Það er harmað að meirihluti ÍTR og Umhverfis- og samgönguráðs skuli virða að vettugi það mikla starf sem Atvinnumálahópur vann varðandi aldurshópinn 13-17 ára og hefði getað leitt til jákvæðra breytinga og fleiri öruggra starfsþjálfunarúrræða fyrir 17 ára Reykvíkinga.
Fulltúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks þakka fyrir greinargóða kynningu á atvinnumálum ungs fólks í borginni. Jafnframt er þakkað fyrir hið mikla starf, sem nú er unnið í Ráðhúsinu, Hinu húsinu, ÍTR og hjá öðrum sviðum borgarinnar við greiningu á atvinnuleysi og hvernig verði best staðið að úrbótum á þessu sviði og ráðstöfun hins takmarkaða fjár sem til umráða er í þessum málaflokki. Á komandi sumri mun Reykjavíkurborg og fyrirtæki hennar sem fyrr gegna lykilhlutverki við að veita ungu fólki sumarvinnu. Nú þegar hefur verið ákveðið að svið borgarinnar ráði í um 1.200 sumarstörf en auk þess mun Orkuveitan ráða í um 200 sumarstörf. Þá hefur verið ákveðið að veita 150 milljónir króna til atvinnuátaksverkefna en þar af eru 30 milljónir sérstaklega ætlaðar ungu fólki. Það er því morgunljóst að Reykjavíkurborg leggur sem fyrr mikla áherslu á atvinnumál ungs fólks en eðli málsins samkvæmt er mikilvægt að þau séu í sífelldri endurskoðun. T.d. má nefna að umsóknarfrestur vegna sumarstarfa hjá borginni rennur út hinn 6. apríl og munu þá í fyrsta lagi koma fram áreiðanlegar vísbendingar um hve spurn eftir sumarstörfum verður mikil.
Jafnframt sátu fundinn undir þessum lið: Rafn Einarsson atvinnumálahópi, Þorsteinn Hjartarson Þjónustumiðstöð Breiðholts, Hallur Páll Jónsson mannauðsstjóri, Anna Kristinsdóttir mannréttindastjóri, Sigurður Snævarr borgarhagfræðingur, Ragnheiður E. Stefánsdóttir aðstoðarstarfsmannastjóri ÍTR, Stefanía Sörheller Velferðarsviði, Ellý A. Þorsteinsdóttir Velferðarsviði og Guðfinnur Newman skrifstofu borgarhagræðings.
2. Lagt fram bréf mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar dags. 16. feb. sl. varðandi viðbragðsáætlun borgarstofnana gegn einelti.
Halldóra Gunnarsdóttir mætti á fundinn og kynnti viðbragðsáætlun borgarstofnana ásamt Önnu Kristinsdóttur mannréttindastjóra.
Kl. 12:30 vék Egill Örn Jóhannsson af fundi.
Fulltrúar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Framsóknar flokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna lýsa yfir ánægju með það starf, sem unnið er af mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar vegna úttektar á viðbragðsáætlunum borgarstofnana gegn einelti. Með því vinnulagi er verið að senda skýr skilaboð um að borgin leggur ríka áherslu á baráttu gegn þessum vágesti. Niðurstöðurnar benda til þess að bæta megi aðgang að upplýsingum um áætlanir gegn einelti. ÍTR hvetur til aukins samstarfs borgarstofnana við íþróttafélög og önnur æskulýðssamtök í baráttu gegn einelti.
Fulltrúar Samfylkingar lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Samfylkingarinnar þakka starfsfólki mannréttindaskrifstofu fyrir vel unna úttekt á aðgengi að viðbragðsáætlunum starfsstöðva ÍTR gegn einelti. Sú vinna fór af stað í kjölfar tillöguflutnings Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Í ljós kemur að innri ferlar ÍTR eru vandaðir en bæta þarf aðgengi nemenda og foreldra að viðbragðsáætlunum gegn einelti. Eins þarf sífellt að huga að góðu samstarfi skóla og frístundaheimila og félagsmiðstöðva svo tryggja megi samfellu í aðgerðum gegn einelti í lærdómsumhverfi barna. Brýnt er að íþróttafélög hafi einnig virkar aðgerðaráætlanir gegn einelti.
3. Lagt fram bréf Oslóarborgar dags. 4. mars sl. með boði á ráðstefnu höfuðborga norðurlanda um íþróttamál í Osló 2.-4. júní n.k.
4. Fjármálastjóri og framkvæmdastjóri fóru yfir og kynntu fjárhagsútkomu ÍTR 2009.
5. Frístundakortið. Sólveig Valgeirsdóttir og Gísli Árni Eggertsson kynntu niðurstöður á notkun kortsins 2009.
Fundi slitið kl. 13.40.
Kjartan Magnússon
Valgerður Sveinsdóttir Björn Gíslason
Sigfús Ægir Árnason Sóley Tómasdóttir
Oddný Sturludóttir Stefán Jóhann Stefánsson