Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 77

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2022, fimmtudaginn 7. júlí 2022 var haldinn 77. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal, 4. hæð Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Björn Gíslason og Sandra Hlíf Ocares.  Einnig sat fundinn í fundarsal Pawel Bartoszek, Sara Björg Sigurðardóttir og Kristinn Jón Ólafsson. Jón Pétur Skúlason frá borgarlögmanni sat fundinn með rafrænum hætti. Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir frá innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar sat fundinn í fundarsal og var jafnframt fundarritari.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu framkvæmda og viðhalds, umhverfis og skipulagssviði dags. 27. júní 2022, merkt USK22060008, útboð nr. 15499 „Æfingavöllur Víkings – Endurnýjun vallarlýsingar“. Lagt er til við innkaupa- og framkvæmdaráð að gengið verði að lægsta gilda tilboði sem er frá Metatron ehf. að fjárhæð kr. 21.878.000,- 

    Samþykkt

    Ámundi Brynjólfsson situr undir þessum fundarlið.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf skrifstofu og framkvæmda og viðhalds dags. 4. júlí 2022, merkt USK22030182, útboð nr. 15570 „Hlemmur og nágrenni – 1. áfangi: Laugavegur. Torg, yfirborðsfrágangur og lagnir.“  Lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda sem er Alma Verk ehf. að fjárhæð kr. 189.783.000,-

    Samþykkt

    Ámundi Brynjólfsson situr undir þessum fundarlið

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf skrifstofu framkvæmda og viðhalds, umhverfis- og skipulagssviði dags. 4. júlí 2022, merkt USK22020075, útboð nr. 15438 „Ýmsar fasteignir Reykjavíkurborgar. Reglubundið viðhald pípulagna. Hverfi 4 og 5“. Lagt er til við innkaupa- og framkvæmdaráð að gengið verði að lægstu gildu tilboðum sem bárust og eru frá G. Ó. Pípulögnum ehf. og Húsalögnum ehf. í hverja fasteign fyrir sig.

    Tilboð 4 frá G. Ó. Pípulögnum ehf. : Ein fasteign; 
    Háaleitisskóli-Álftamýrarskóli-Hvassaleitisskóli.  Samtals kr. 2.196.554,-

    Tilboð 1 frá G. Ó. Pípulögnum ehf. :  Fjórar fasteignir;  
    Tónabær, Þróttheimar, Brákarborg og Vinagerði. Samtals kr. 2.551.360,-

    Tilboð 5 frá G. Ó. Pípulögnum ehf. : Fimm fasteignir;
    Dalbraut 18-20, Blesugróf 27, Hverfisgata 115, Laugarásvegur 66 og Snekkjuvogur 21 .  Samtals kr. 2.933.785,-

    Tilboð 3 frá G. Ó. Pípulögnum ehf.:  Tvær fasteignir:  Hvassaleiti 56-58 og Hæðargarður 31. Samtals kr. 1.280.692,-

    Tilboð 1 frá Húsalögnum ehf. : Sextán fasteignir;
    Ásmundarsafn, Borgarleikhús og Kringlusafn, Viðey Viðeyjarstofa, Breiðagerðisskóli og Staðarborg, Fossvogsskóli, Langholtsskóli, Laugalækjarskóli, Laugarnesskóli, Réttarholtsskóli, Safamýrarskóli, Vogaskóli, Laugaból Félagshús Þróttar og Ármanns, Skautahöll, Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn, Tjaldstæði í Laugardal og Höfði.  Samtals kr. 12.357.512,-

    Tilboð 3 frá Húsalögnum ehf. : Tólf fasteignir;  
    Austurborg, Álftaborg, Furuskógur-Furuborg-Skógarborg, Garðaborg, Hof, Jörfi, Kvistaborg, Holtaborg, Laugasól-Laugaborg-Lækjarborg, Múlaborg, Sunnuás-Ásborg-Hlíðarendi og L-Steinahlíð.  Samtals kr. 8.610.104,-

    Samþykkt

    Ámundi Brynjólfsson situr undir þessum fundarlið.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf skrifstofu framkvæma og viðhalds, umhverfis- og skipulagssviði dags. 4. júlí 2022, merkt USK2200075, útboð nr. 15440 „Ýmsar fasteignir Reykjavíkurborgar. Reglubundið viðhald pípulagna. Hverfi 8, 9 og 10“. Lagt er til við innkaupa- og framkvæmdaráð að gengið verði  að lægstu gildu tilboðum sem bárust sem eru frá G. Ó. Pípulögnum ehf. og Húsalögnum ehf. í hverja fasteign fyrir sig.

    Tilboð 2 frá G. Ó. Pípulögnum ehf. : Átta fasteignir;  
    Dalskóli og Dalskóli (leikskóli), Fólkvangur, Gufunesbýli, Hamraskóli, Húsaskóli, Klébergsskóli ÍM-Kléberg og leikskólinn Berg, Íþróttamiðstöð Grafarvogi og Korpúlfsstaðir.  Samtals kr. 8.732.541,-

    Tilboð 1 frá G. Ó. Pípulögnum ehf. : Tíu fasteignir;  
    Brekkuborg, Engjaborg, Fífuborg, Geislabaugur, Hulduheimar, Klettaborg, Nes-Hamrar og Nes-Bakki, Reynisholt, Sjónarhóll-Ársól ungbarnaleikskóli og Sunnufold/Frosti (Foldaborg) Logi (Foldakot) og Funaborg. Samtals kr. 9.055.170,-

    Tilboð 2 frá Húsalögnum ehf. : Átta fasteignir; 
    Foldaskóli, Ingunnarskóli, Víkurskóli-Korpuskóli, Rimaskóli, Sæmundarskóli, Borgaskóli-Engjaskóli, Spöngin 43 félagsmiðstöð eldri borgara og Hverfisbækistöð v/Stórhöfða.  Samtals kr. 8.019.098,-

    Tilboð 1 frá Húsalögnum ehf. : Þrjár fasteignir;  
    Laufskálar, Lyngheimar og Maríuborg.  Samtals kr. 1.693.877,-

    Samþykkt

    Ámundi Brynjólfsson situr undir þessum fundarlið.

    Fylgigögn

Björn Gíslason Sara Björg Sigurðardóttir

Kristinn Jón Ólafsson Pawel Bartoszek

Sandra Hlíf Ocares

PDF útgáfa fundargerðar
77._fundargerd_innkaupa-_og_framkvaemdarads_fra_7._juli_2022.pdf