Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 178
Innkaupa- og framkvæmdaráð
Ár 2025, fimmtudaginn 18. desember var haldinn 178. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Melavöllum og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Sandra Hlíf Ocares og Sara Björg Sigurðardóttir. Andrea Jóhanna Helgadóttir og Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns og sátu fundinn í fundarsal. Þá sat einnig Hildur Helga Kristinsdóttir starfsmaður borgarlögmanns fundinn í fundarsal.
Fundarritari var Hallgrímur Tómasson
Þetta gerðist:
-
Lögð er fram drög að fundardagsskrá innkaupa- og framkvæmdaráðs fyrir árið 2026, merkt FAS24010025 til samþykktar.
Samþykkt.- Kl. 13:08 Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns kemur inn á fundinn.
-
Lagt fram erindi þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 1. desember 2025, merkt ÞON25110042, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Advania Ísland hf. í útboði nr. 16199 – Þjónusta við Sentinel umhverfi Reykjavíkurborgar.
Samþykkt.Aldís Geirdal Sverrisdóttir og Jón Kristinn Ragnarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. desember 2025, merkt USK25100076, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Ferill ehf. í EES útboði nr. 16214 – Sæborg leikskóli – Viðbygging og endurbætur – verkfræðihönnun.
Samþykkt.Gréta Þórsdóttir Björnsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. desember 2025, merkt USK25110329, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, MG-hús ehf. í útboði nr. 16228 – Leikskólinn Vesturborg – Kennslustofur – hönnun, smíði og lóðafrágangur.
Samþykkt.Gréta Þórsdóttir Björnsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi menningar- og íþróttasviðs, dags. 12 desember 2025,merkt FAS24110023 þar sem lagt er til að öllum tilboðum verði hafnað þar sem engin gild tilboð bárust í EES útboði nr. 16076 – Rammasamningur um vinnuföt fyrir menningar- og íþróttasvið Reykjavíkurborgar.
Samþykkt.Jóhanna Garðarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer kosning varaformanns.
Lögð fram tillaga, merkt FAS24010025, þess efnis að Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns frá Pírötum, verði kjörinn varaformaður innkaupa- og framkvæmdaráðs.
Fulltrúi Pírata Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns var kjörinn varaformaður innkaupa- og framkvæmdaráðs.
Fundi slitið kl. 13:57.
Andrea Helgadóttir Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns
Sandra Hlíf Ocares Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Sara Björg Sigurðardóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs 18.12.2025 - Prentvæn útgáfa