Innkaupa- og framkvæmdaráð
Ár 2025, fimmtudaginn 19. júní var haldinn 167. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar Árelía Eydís Guðmundsdóttir og Sara Björg Sigurðardóttir. Andrea Jóhanna Helgadóttir, Kristinn Jón Ólafsson og Helgi Áss Grétarsson sátu fundinn í fundarsal. Einnig sat fundinn Hallgrímur Tómasson, starfsmaður skrifstofu fjármálaþjónustu og ráðgjafar. Þá sat Björn Atli Davíðsson, starfsmaður borgarlögmanns fundinn með fjarfundarbúnaði.
Fundarritari var Halla Björg Evans
Þetta gerðist:
-
Lögð fram drög að umsögn Innkaupa- og framkvæmdaráðs um tillögu borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, um samvinnuvettvang til höfuðs misnotkunar vinnuafl, að beiðni borgarráðs, 8. maí 2025, merkt MSS24090173.
Samþykkt.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins.
Fulltrúi Framsóknarfólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Framsóknar fagnar því að setja eigi á stofn samvinnuvettvang til höfuðs misnotkunar á vinnuafli. Gæta verður að því að fá sem flesta aðila að borðinu við greiningu á þessu verkefni. Flestir sjálfstæðir verktakar vinna að verkefnum sínum af heilindum fyrir Reykjavikurborg. Aðilar vinnumarkaðsins þurfa að standa vörð um að unnið sé gegn misnotkun. Samráðsvettvangurinn þarf að styðja við það starf í landinu.
Fulltrúi Sjálfstæðisfólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Það er mikilvægt að berjast fyrir því að leikreglur á vinnumarkaði séu virtar, meðal annars að undirverktakar virði sínar skuldbindingar gagnvart launþegum. Hins vegar verður ekki séð að formlegur samstarfsvettvangur Reykjavíkurborgar og Alþýðusambands Íslands á sérhæfðu sviði innan verktakageirans bæti miklu við þau úrræði sem þegar eru til staðar. Óbreytt fyrirkomulag kemur ekki í veg að borgin og verkalýðshreyfingin skipti á milli sín upplýsingum um þessi atriði. Fram kemur í umsögn mannauðs- og starfsumhverfissviðs Reykjavíkurborgar, dags. 25. nóvember 2024, að mikilvægt sé að „verklag verði skýrt sem og hlutverk og ábyrgð þeirra aðila sem að honum koma.“ Þessi ábending og fleiri til gefa til kynna að hætta sé á að flækja stofnanakerfi sem er nú þegar of flókið. Sem sagt, þótt hugurinn að baki málinu sé góður þá kann útfærsla málsins taka óþarfa tíma frá starfsmönnum Reykjavíkurborgar og kosta þannig skattgreiðendur fjármuni. Af þessum ástæðum situr fulltrúi Sjálfstæðisflokksins hjá við afgreiðslu umsagnar innkaupa- og framkvæmdaráðs um málið.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 14.24
Andrea Helgadóttir Sara Björg Sigurðardóttir
Kristinn Jón Ólafsson Helgi Áss Grétarsson
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
167._fundur_13. júní 2025