Íbúaráð Vesturbæjar - Fundur nr. 52

Íbúaráð Vesturbæjar

Ár 2024, mánudagurinn, 20. janúar, var haldinn 52. fundur íbúaráðs Vesturbæjar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbúð og hófst kl. 16.00. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Stein Olav Romslo, Bjarni Magnússon, Martin Swift og Þórhallur Aðalsteinsson. Einnig sat fundinn Hörður Heiðar Guðbjörnsson með rafrænum hætti. Guðný Bára Jónsdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf Skipulagsgáttar, dags. 20. nóvember 2024, með umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar vegna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040, Borgarlína 1. lota – Ártún-Fossvogsbrú. USK24080320
    Samþykkt að fela formanni í samvinnu við fulltrúa íbúaráðs Vesturbæjar að skila umsögn ráðsins fyrir tilskilinn frest.

    -    Kl. 16.03 tekur Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir sæti á fundinum.
    -    Kl. 16.04 tekur Halldór Bachmann sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  2. Lögð fram auglýsing dags. 18. desember 2024, á tillögu að breytingu að deiliskipulagi Norðurstígsreits vegna lóðarinnar nr.7 við Ægisgötu. Jafnframt er lögð fram umsögn íbúaráðs Vesturbæjar dags 20. janúar 2025. USK24090343

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 17. desember 2024, um stýrihóp um stefnumótun fjölmenningarborgarinnar Reykjavík. MSS24090132

    Fylgigögn

  4. Lagt fram fundadagatal íbúaráðs Vesturbæjar vor 2025. MSS22080127
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

Fundi slitið kl. 17:30

Stein Olav Romslo Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir

Halldór Bachmann Martin Swift

Bjarni Magnússon Þórhallur Aðalsteinsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Vesturbæjar frá 20. janúar 2025