Íbúaráð Miðborgar og Hlíða - Fundur nr. 57

Íbúaráð Miðborgar og Hlíða

Ár 2025, fimmtudagur, 23. janúar, var haldinn 57. fundur íbúaráðs Miðborgar og Hlíða. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbúð og hófst kl. 16.32. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, Anna Magnúsdóttir, Geir Finnsson, Atli Viðar Thorstensen og Sigrún Tryggvadóttir. Eftirtaldir fulltrúar í íbúaráði Miðborgar og Hlíða tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Sigfús Ómar Höskuldsson. Einnig sat fundinn Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem sat fundinn með rafrænum hætti.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram slembival í íbúaráð Miðborgar og Hlíða. Anna Magnúsdóttir tekur sæti í íbúaráði Miðborgar og Hlíða sem slembivalinn fulltrúi í stað Kolbrúnar Jarlsdóttur. MSS24120022

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf Skipulagsgáttar, dags. 19. desember 2024, með umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar um tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir göturými á nyrðri hluta Nauthólsvegar vegna 1. lotu Borgarlínu. USK24090203
    Samþykkt að fela formanni að skila umsögn í samráði við ráðið fyrir tilskilinn frest.

    Gunnar Ágústsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir, Þóra Kjarval, Þórður Már Sigfússon, Lilja Karlsdóttir Ólöf Kristjánsdóttir, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson og Lilja Sigrún Jónsdóttir taka sætu á fundinum undir þessum lið. Atli Stefán Yngvason, Inga Rún Sigurðardóttir og Ólöf Söebech taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf Skipulagsgáttar, dags. 19. desember 2024, með umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar um tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir göturými efsta hluta Laugavegar vegna 1. lotu Borgarlínu. USK24090202
    Samþykkt að fela formanni að skila umsögn í samráði við ráðið fyrir tilskilinn frest.

    Gunnar Ágústsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir, Þóra Kjarval, Þórður Már Sigfússon, Lilja Karlsdóttir Ólöf Kristjánsdóttir, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson og Lilja Sigrún Jónsdóttir taka sætu á fundinum undir þessum lið. Atli Stefán Yngvason, Inga Rún Sigurðardóttir og Ólöf Söebech taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram að nýju bréf Skipulagsgáttar, dags. 20. nóvember 2024, með umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040, Borgarlína 1. lota – Ártún-Fossvogsbrú, sbr. 2. liður fundargerðar ráðsins frá 16. desember 2024. USK24080320 
    Samþykkt að fela formanni að skila umsögn í samráði við ráðið fyrir tilskilinn frest.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram að nýju tillaga íbúaráðs Miðborgar og Hlíða um nýja gönguleið á Klambratúni, sbr. 3. liður fundargerðar ráðsins 30. október 2024. MSS24090119
    Samþykkt að draga tillöguna til baka. 

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf menningar- og íþróttasviðs, dags. 13. desember 2024 um tillögu íbúaráðs Miðborgar og Hlíða um endurskoðun opnunartíma Sundhallar Reykjavíkur MSS24110182. 

    Fylgigögn

  7. Lagt fram svar íþrótta- og menningarssviðs, dags 11. desember 2024 um endurhönnun sundlaugarbakka í Sundhöll Reykjavíkur, sbr. 24. liður fundargerðar ráðsins frá 16. september 2024. MSS24090081

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 17. desember 2024, um stýrihóp um stefnumótun fjölmenningarborgarinnar Reykjavík. MSS24090132

    Fylgigögn

  9. Lagt fram fundadagatal íbúaráðs Miðborgar og Hlíða -  vor 2025. MSS22080127
    Samþykkt. 

    Fylgigögn

  10. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

Fundi slitið kl. 18:31

Pétur Marteinn Urbancic Tómasson Geir Finnsson

Sigrún Tryggvadóttir Sigfús Ómar Höskuldsson

Atli Thorstensen Anna Magnúsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Miðborgar og Hlíða 23. janúar 2025