Íbúaráð Miðborgar og Hlíða - Fundur nr. 54

Íbúaráð Miðborgar og Hlíða

Ár 2024, mánudaginn, 30. október, var haldinn 54. fundur íbúaráðs Miðborgar og Hlíða. Fundurinn var haldinn á Tjarnargötu 12, Eldstöð og hófst kl. 16.31. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, Atli Thorstensen Geir Finnsson, Hanna Björk Valsdóttir, Kolbrún Jarlsdóttir, Sigfús Ómar Höskuldsson og Sigrún Tryggvadóttir. Eftirtaldir fulltrúar í íbúaráði Miðborgar og Hlíða tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Helga Margrét Marzellíusardóttir. Einnig sat fundinn Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem sat fundinn með rafrænum hætti. 

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 19. september 2024, þar sem tilkynnt er að borgarstjórn hafi á fundi sínum 17. september 2024, samþykkt að Helga Margrét Marzellíusardóttir taki sæti í íbúaráði Miðborgar og Hlíða í stað Söndru Hlífar Ocares. MSS22060062

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á starfsemi Hljóðmarka, íbúasamtaka gegn óþarfa flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. MSS24040046

    Margrét Manda Jónsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

  3. Lögð fram drög að svohljóðandi tillögu íbúaráðs Miðborgar og Hlíða, dags. 19. september 2024:

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða bendir á þörf þess að fjölga almenningssalernum í Miðborg, sér í lagi á vinsælum ferðamannastöðum. Borið hefur á því að fólk geri þarfir sínar í almenningsgörðum, bílastæðahúsum og einkagörðum á öllum tímum sólarhringsins. Bersýnilega skapar þetta ónæði, ólykt og óþrifnað sem íbúar ættu ekki að þurfa að sætta sig við. MSS24090112

    Greinargerð fylgir tillögunni. 
    Samþykkt.
    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs. 

    Fylgigögn

  4. Lögð fram drög að svohljóðandi tillögu íbúaráðs Miðborgar og Hlíða, dags. 19. september 2024:

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða beinir því til umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar að breyta garðskipulagi Klambratúns þannig að koma megi fyrir betri gönguleið úr NAhorni garðsins í SV-horn hans. MSS24090119

    Greinargerð fylgir tillögunni. 
    Frestað. 

    Fylgigögn

  5. Lagt fram svar skóla- og frístundasviðs, dags. 19. september 2024, um framtíðarskipan skóla- og frístundamála, sbr. 26. liður fundargerðar ráðsins frá 16. september 2024. MSS24090083

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:
    Íbúaráði Miðborgar og Hlíða var tjáð af formanni skóla- og frístundaráðs á fundi ráðsins í febrúar sl. að niðurstaða í þessum málum myndi liggja fyrir vorið 2024. Íbúaráðið hvetur borgaryfirvöld til að hraða vinnunni og komast að niðurstöðu sem allra fyrst. Gert er ráð fyrir að niðurstaða liggi fyrir eigi síðar en í janúar 2025. 

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um framkvæmdir á horni Nóatúns og Laugavegar. MSS22090034

  7. Fram fer umræða um íþróttastrætó á milli hverfa. MSS22090034

    Fylgigögn

  8. Fram fer umræða um hávaða vegna hátalara sem staðsettir eru utandyra í miðborg. MSS22090034

  9. Fram fer umræða um umferðarhraða á Hlíðarenda. MSS23020133

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða óskar eftir að hraðamælingar og umferðartalning fari fram í Valshlíð og ráðist verði í hraðatakmarkanir aðgerðir, sé tilefni til í kjölfar mælinga.

    Fylgigögn

  10. Fram fer umræða um sótmælingar vegna Reykjavíkurflugvallar á Hlíðarenda. MSS22090034

  11. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 18. september 2024, um að opið er fyrir umsóknir í Hverfissjóð Reykjavíkurborgar frá 15. september til 15. október. MSS24030095

    Fylgigögn

  12. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 25. september 2024, um breytingar á úthlutunarreglum Hverfissjóðs Reykjavíkurborgar. MSS22020161

    Fylgigögn

  13. Lögð fram drög að umsögn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða, dags. 30. október 2024, ásamt bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. október 2024, með umsagnarbeiðni um drög að Ljósvistarstefnu Reykjavíkurborgar ásamt fylgiskjali. 
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  14. Lögð fram drög að svohljóðandi tillögu íbúaráðs Miðborgar og Hlíða, dags. 19. september 2024:

    Lagt er til að íbúaráð Miðborgar og Hlíða samþykki að beina því til umhverfis- og skipulagsráðs að ráðast í aðgerðir til að bæta lýsingu meðfram gönguleiðum í Hljómskálagarðinum. MSS24090114

    Greinargerð fylgir tillögunni. 
    Samþykkt.
    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs. 

    Fylgigögn

  15. Lagt fram fram að nýju bréf Skipulagsgáttar, dags. 3. september 2024, með umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar um tillögu að breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreitur vestur - Borgartún 1 og 3 og Guðrúnartún 4, sbr. 4. liður fundargerðar ráðsins frá 16. september 2024. USK23110063

    Kl. 18.01 víkur Helga Margrét Marzellíusardóttir af fundi.

    Fylgigögn

  16. Lagt fram bréf Skipulagsgáttar, dags. 3. október 2024, með umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar um tillögu að breytingu Skógarhlíðar. USK23020357
    Samþykkt að fela formanni í samráði við ráðið að skila umsögn ráðsins fyrir tilskilinn frest.

    Fylgigögn

  17. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. október 2024, vegna auglýsingar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna Hliðarendi – Reitur A – Arnarhlið 3. 

    Fylgigögn

  18. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. október 2024, vegna auglýsingar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi reits 1.240, Hlemmur og nágrenni og Hlemmur, umferðarskipulag, vegna breytinga á gatnamótum Laugavegs og Katrínartúns. USK24080215

    Fylgigögn

  19. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 30. september 2024, með útskrift úr fundargerð umhverfis- og skipulagslagsráðs vegna samþykktar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hlíðarendi - Reitur I - breyting á deiliskipulagi - Haukahlíð 6. USK23010208

    Fylgigögn

  20. Lagt fram bréf Skipulagsgáttar, dags. 24. október 2024, með umsagnarbeiðni um verklýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 varðandi skilgreiningu landnotkunarheimild við Hringbraut. USK24100121
    Samþykkt að fela formanni í samráði við ráðið að kanna málið nánar og eftir atvikum að skila umsögn ráðsins fyrir tilskilinn frest. 

    Fylgigögn

  21. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

  22. Lögð fram greinargerð Foreldrafélags Háteigsskóla, dags. 30. september 2024, vegna framkvæmdar verkefnisins Vorhátíð Háteigsskóla 2024. MSS24030095

Fundi slitið kl. 18.25

Pétur Marteinn Urbancic Tómasson Geir Finnsson

Sigrún Tryggvadóttir Sigfús Ómar Höskuldsson

Hanna Björk Valsdóttir Atli Thorstensen

Kolbrún Jarlsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Miðborgar og Hlíða frá 30. október 2024