No translated content text
Íbúaráð Miðborgar og Hlíða
Ár 2024, fimmtudaginn, 29. ágúst, var haldinn 52. fundur íbúaráðs Miðborgar og Hlíða. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12 -14, Hofi og hófst kl. 16.35. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, Kolbrún Jarlsdóttir, Sigfús Ómar Höskuldsson, Geir Finnsson, Sigrún Tryggvadóttir og Hanna Björk Valsdóttir. Eftirtalinn fulltrúi í íbúaráði Miðborgar og Hlíða tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Sandra Hlíf Ocares. Fundinn sat einnig eftirtalinn starfsmaður með rafrænum hætti: Hörður Heiðar Guðbjörnsson.
Anna Kristinsdóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf foreldrafélaga Hlíða dags. 28 júní 2024, um að Atli Thorstensen foreldrafélagi Háteigsskóla tekur sæti sem aðalfulltrúi í íbúaráði Miðborgar og Hlíða tímabilið 2024 – 2026, í stað Þóreyjar Bjarkar Sigurðardóttur foreldrafélagi Hlíðaskóla sem tekur sæti sem varafulltrúi. MSS22080029
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagsviðs dags. 28. júní 2024, um afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs þann 28. júní 2024, um tillögu um bann við lagningu ökutækja í Norðurmýri. USK24010001
Samþykkt að fela formanni íbúaráðs Miðborgar og Hlíða í samráði við fulltrúa ráðins að gera drög að umsögn.
- Kl. 16.47 tekur Atli Thorstensen sæti á fundinum.Bjarni Rúnar Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram fundardagatal íbúaráðs Miðborgar og Hlíða haust 2024. MSS2209003
Samþykkt að halda aukafund ráðsins þann 16. september n.k.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagsviðs dags. 1. ágúst 2024, um afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs þann 26. júní 2024, um tillögu að Hverfisskipulagi Hlíðar 3.3. Öskjuhlíðarhverfi. SN150532
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
-
Lögð fram greinargerð Samfélagshússins Bólstaðarhlíð 43. dags.20. júlí 2024, fyrir verkefnið Gleðidagar í garðinum vegna styrks úr Hverfissjóði 2022. MSS22040042
-
Lögð fram greinargerð Foreldrafélags Hlíðaskóla dags. 10. ágúst 2024, fyrir verkefnið Vorhátíð Hlíðarskóla vegna styrks úr Hverfissjóð 2024. MSS24030095
-
Lögð fram greinargerð Íslenska Schumannfélagsins dags. 24. júní 2024, fyrir verkefnið Seigla vegna styrks úr Hverfissjóði 2022. MSS22040042
Liðir fundarins nr. 6, 7 og 8 eru lokaðir með vísan til 7. gr. samþykktar fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar
Fundi slitið kl. 17.54
Pétur Marteinn Urbancic Tómasson Geir Finnsson
Sandra Hlíf Ocares Kolbrún Jarlsdóttir
Atli Thorstensen Sigrún Tryggvadóttir
Hanna Björk Valsdóttir Sigfús Ómar Höskuldsson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Miðborgar og Hlíða frá 29. ágúst 2024