Íbúaráð Miðborgar og Hlíða - Fundur nr. 51

Íbúaráð Miðborgar og Hlíða - Fundur nr. 51

Íbúaráð Miðborgar og Hlíða

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram bréf skrifstofu borgarstjóra- og borgarritara, dags. 4. júní 2024, um samantekt íbúafunda borgarstjóra í Miðborg og Hlíðum. MSS24020072

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf Skógræktarfélags Reykjavíkur, dags. 3. maí 2024, um Hverfistré Reykjavíkurborgar. MSS24050013

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 28. maí 2024, um þjónustukönnun íbúa. MSS24050136

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagsviðs, dags. 13. maí 2024, um afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs, þann 3. apríl 2024, um tillögu að nýju deiliskipulagi að Laufásvegi 19 og 21-23 og Þingholtsstræti 34. USK23100130

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagsviðs, dags. 6. júní 2024, um afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs þann 12. júní 2024, um tillögu að stækkun á gjaldsvæði bílastæða. USK24040128 

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða gagnrýnir harðlega að hafa ekki verið haft með í ráðum um fyrirhugaða breytingu á gjaldskyldu. Niðurstaðan er að mestu góð en ráðið bendir á að við Háskóla Íslands eru aðeins Oddagata og Aragata skilgreindar sem íbúakortsgötur, aðrar götur ekki. Við Sæmundargötu eru fjölmennir stúdentagarðar í eigu Félagsstofnunar stúdenta. Æskilegt væri að Sæmundargata væri einnig íbúakortsgata og að Reykjavíkurborg myndi hafa frumkvæði að samtali við FS um útfærslu íbúakorta við götuna. 

  6. Lögð fram auglýsing Skipulagsgáttar dags. 7. júní 2024, um breytingu á deiliskipulagi vegna Haukahlíðar reitur 1 – Haukahlíðar 6. USK23010208
    Samþykkt að fela formanni íbúaráðs Miðborgar og Hlíða í samráði við fulltrúa ráðsins að skila inn umsögn fyrir tilskilinn frest.

    Fylgigögn

  7. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

  8. Lögð fram greinargerð Reykjavík Tool Library EHF. dags.10. júní 2024, fyrir verkefnið Reddingakaffi 2022 vegna styrks úr Borgin okkar 2022. MSS24030095

  9. Lögð fram greinargerð Foreldrafélags Austurbæjarskóla, dags. 7. júní 2024, fyrir verkefnið Vorhátíð vegna styrks úr Hverfissjóð 2024. MSS22040042

Fundi slitið kl. 18.02

Pétur Marteinn Urbancic Tómasson Kolbrún Jarlsdóttir

Þórey Björk Sigurðardóttir Sigrún Tryggvadóttir

Jóhanna Símonardóttir Sigfús Ómar Halldórsson

Gréta Dögg Þórisdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Miðborgar og Hlíða frá 27. júní 2024