Íbúaráð Miðborgar og Hlíða - Fundur nr. 49

Íbúaráð Miðborgar og Hlíða

Ár 2024, fimmtudaginn, 24. apríl, var haldinn 49. fundur íbúaráðs Miðborgar og Hlíða. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbúð og hófst kl. 16.30. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, Samúel Torfi Pétursson, Kolbrún Jarlsdóttir, Hanna Björk Valsdóttir, Sigrún Tryggvadóttir og Sigfús Ómar Höskuldsson. Einnig sat fundinn Hörður Heiðar Guðbjörnsson með rafrænum hætti.
Guðný Bára Jónsdóttir ritaði fundargerð.  

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning Vesturmiðstöðvar á verkefninu Velkomin í hverfið . MSS22100035

    -    Kl. 16.31 tekur Þórey Björk Sigurðardóttir sæti á fundinum.

    Sigríður Arndís Jóhannsdóttir og Kerryn Anne Mcmurdo taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Fram fer umræða um gönguleiðamerkingar í Öskjuhlíð. MSS24040137

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:

    Ferðamenn í Öskjuhlíðinni eiga það til að villast í leit að Perlunni eða á göngu um svæðið. Íbúaráð Miðborgar og Hlíða bendir á að merkja mætti gönguleiðir og áfangastaði betur með skiltum.

  3. Fram fer umræða um stækkun gjaldskyldusvæðis í Holtum. MSS24040139

  4. Fram fer umræða um yfirborðsmerkingar á hjólastíg á Hverfisgötu við Snorrabraut. MSS24040139.

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða beinir því til skrifstofu framkvæmda og viðhalds að gera úrbætur á yfirborðsmerkingum á Hverfisgötu við Snorrabraut til að hjólastígur, sem þar endar, fái tilhlýðilega merkingu, bæði akreinalínu og stöðvunarlínu, líkt og upphafleg hönnun gerir ráð fyrir.

  5. Fram fer umræða um AirBnB og miðborgina. MSS24040140

    Íbúaráð Miðborg og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða vekja athygli á háu hlutfalli á AirBnB íbúðum sem eru í eigu hagnaðardrifinna leigufélaga í miðborg Reykjavíkur. Íbúar á leigumarkaði tala um að það sé skýr fylgni milli slakrar réttarstöðu leigjenda og óhóflegra hækkana á húsaleigu vegna AirBnB íbúða.  Íbúaráði Miðborgar og Hlíða er umhugað um áhrifin sem það hefur á íbúana og sérstaklega börnin.  Kvíði leigjenda við að ná ekki endum saman og að þurfa jafnvel að flytja gegn vilja sínum sé skaðlegur.  Fjöldi AirBnB íbúða hefur neikvæð áhrif á fasteignamarkaðinn og hverfisanda miðborgarinnar. Íbúaráðið hvetur borgaryfirvöld til að setja frekari takmarkanir í deili- og hverfisskipulag á AirBnB íbúðum.

     

  6. Fram fer umræða um plast- og pappagáma við Hallgrímskirkju. MSS24040141

  7. Fram fer umræða um framtíðarsýn fyrir svæðið í kringum Hallgrímskirkju. MSS24040148

  8. Fram fer umræða um umferðaröryggi á Hverfisgötu. MSS22030199

  9. Umræðu um bætta lýsingu í Hljómskálagarðinum, er frestað MSS24040145.

    -    Kl. 18.17 víkur Hanna Björk Valsdóttir af fundinum. 

  10. Umræðu um verkefni unglingavinnu og fegrun miðborgarinnar, er frestað. MSS24040146

  11. Framlagningu á tilkynningu um auglýsingu á tillögu að breytingu deiliskipulagi Skólavörðustígs 9, er frestað. USK23110160

     

  12. Framlagningu á tilkynningu um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Brautarholts 30, er frestað. USK24020228

  13. Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Plast- og pappagámar við Hallgrímskirkju hafa verið fjarlægðir. Stendur til að setja gámana upp að nýju eða hafa þeir verið fjarlægðir til frambúðar?  

    Fyrirspurninni fylgir greinargerð. MSS24040141

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

    Fylgigögn

  14. Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi fyrirspurn.

    Óskað er eftir upplýsingum hver staðan er á umbreytingu á svæðinu í kringum Hallgrímskirkju.

    Fyrirspurninni fylgir greinargerð. MSS24040148

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs. 

    Fylgigögn

  15. Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi fyrirspurn.

    Óskað er eftir upplýsingum frá umhverfis- og skipulagssviði um hvort og þá hvaða umferðaröryggisaðgerðir eru fyrirhugaðar við Hverfisgötuna þegar kemur að öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. 

    Fyrirspurninni fylgir greinargerð. MSS22030199

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

     

    Fylgigögn

Fundi slitið 18.28

Pétur Marteinn Urbancic Tómasson Samúel Torfi Pétursson

Kolbrún Jarlsdóttir Sigfús Ómar Höskuldsson

Sigrún Tryggvadóttir Þórey Björk Sigurðardóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Miðborgar og Hlíða frá 24. apríl 2024