Íbúaráð Miðborgar og Hlíða
Ár 2022, fimmtudagurinn 27. október, var haldinn 32. fundur íbúaráðs Miðborgar og Hlíða. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbúð og hófst kl. 16.31. Fundinn sátu: Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, Geir Finnsson, Þórður Gunnarsson, Sigfús Ómar Höskuldsson, Hanna Björk Valsdóttir og Kolbrún Jarlsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Þórey Björk Sigurðardóttir. Fundin sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 26. september 2022 um auglýsingu vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 19 við Klapparstíg. MSS22090079
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 12. september 2022 ásamt umsögn skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 23. ágúst 2022 um erindi íbúaráðs Miðborgar og Hlíðar dags. 15. febrúar 2022 um umferðaröryggi í miðborginni. MSS22020165
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf starfshóps um greiningu á tækifærum til haftengdrar upplifunar og útivistar fyrir almenning í Reykjavík dags. 12. október 2022 um haftengda upplifun og útivist. USK22090017
Samþykkt að fela formanni í samvinnu við ráðið að móta athugasemdir og koma til skila fyrir tilskilinn frest þann 14. nóvember.Fylgigögn
-
Fram fer umræða um Römpum upp Ísland og ábendingar í miðborg og Hlíðum. MSS22020088
Lagðar fram ábendingar ráðsins og samþykkt að senda forsvarsmönnum verkefnisins og aðgengis- og samráðsnefndar um málefni fatlaðs fólks.Fylgigögn
-
Fram fer umræða um framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Hlíðaskóla, Háteigsskóla, Austurbæjarskóla og Vörðuskóla. SFS2021010120
-
Fram fer umræða um aukið veggjakrot í miðborg. MSS22090158
-
Fram fer umræða um nærþjónustu á Hlíðarenda. MSS22090034
Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Miðborgar og Hlíðar fagnar því að sjá fleiri verslanir og þjónustu í Hlíðarendahverfinu. Raunveruleikinn er engu að síður sá að þúsundir fermetra af atvinnuhúsnæði standa enn auðir á jarðhæðum hverfisins og virðist lítið bóla á breytingum í þeim efnum. Á meðal þeirra skýringa sem borist hafa íbúaráðinu eru þær að áhugasamir aðilar séu efins um að hefja starfsemi í hverfinu sökum bílastæðaskorts fyrir viðskiptavini. Hverfið er þó hannað til þess að auðvelt verði fyrir bæði íbúa hverfisins og nærliggjandi hverfa að sækja þar verslun og þjónustu. Eftirspurnin er svo sannarlega til staðar nú þegar íbúafjöldi hverfisins er orðinn meiri en í mörgum bæjarfélögum um land allt. Jafnframt hefur verið bent á að aðgengi til að koma vörum fyrir í versluninni sé ekki nægilegt - en engu að síður virðist það vel geranlegt fyrir verslanir í Þingholtum og víða annars staðar í miðbæ Reykjavíkur. Þá opnar á næstu dögum matvöruverslun á horni Hlíðarfóts og Haukahlíðar sem sýnir fram á að aðgengi sé þrátt fyrir allt prýðilegt. Íbúaráðið skorar því á áhugasama verslunareigendur og aðra þjónustuaðila að taka af skarið og anna eftirspurn íbúa hverfisins.
-
Fram fer kynning á verkefninu Líf í Lönguhlíð. MSS22090034
Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:
Það er fagnaðarefni að sjá áhuga grasrótarsamtaka á nærumhverfi sínu
og hvetur skipulagsyfirvöld til að hafa áherslur Lífs í Lönguhlíð í huga
þegar til hverfisskipulags kemur.Jökull Sólberg Auðunsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Fram fer umræða um umferðarhraða við Háteigsskóla. MSS22090034
-
Fram fer umræða um umferðaröryggi á Hverfisgötu. MSS22030199
Fylgigögn
- Svar skrifstofu samöngustjóra og borgarhönnunar við fyrirspurn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða um umferðaröryggi á Hverfisgötu
- Fyrirspurn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða um umferðaröryggi á Hverfisgötu
- Bréf skrifstofu samgöngustjóra vegna hraðamælinga á Hverfisgötu
- Niðurstöður hraðamælinga á Hverfisgötu
- Erindi Foreldrafélags Austurbæjarskóla dags. 16. nóvember 2021 um umferðaröryggi við Hverfisgötu.
-
Fram fer umræða um rútuumferð í miðborginni. MSS22030200
-
Fram fer umræða um næturstrætó. MSS22090034
Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Miðborgar og Hlíða harmar að rekstri næturstrætó hafi verið hætt eftir einungis tvo mánuði. Tveir mánuðir er allt of stutt tímabil til að fá raunsanna mynd af eftirspurn eftir slíkri þjónustu. Mikilvægt er að bæði skemmtanaþyrstir einstaklingar og starfsfólk veitingahúsa komist heim úr miðbænum að nóttu til. Mannsöfnuður í miðbænum eftir lokun skemmtistaða skapar ýmis konar hættur og getur ógnað öryggi fólks. Jafnframt hlýst mikil hávaðamengun af fólki á vergangi í miðbænum eftir lokun skemmtistaða. Íbúaráð hvetur stjórn strætó í samstarfi við borgarstjórn til að leita allra leiða til að halda úti þjónustu næturstrætó. Mikilvægt er að kanna hver raunverulegur kostnaður við þjónustuna er og þá fyrst er hægt að taka ígrundaða afstöðu til reksturs næturstrætó sem er eitt stefnumála meirihluta borgarstjórnar.
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
-
Fram fer kosning varaformanns íbúaráðs Miðborgar og Hlíða. MSS22080242
Samþykkt að Geir Finnsson verði varaformaður íbúaráðs Miðborgar og Hlíða. -
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Hverfissjóð Reykjavíkurborgar. Þessi liður fundarins er lokaður. MSS22040019
Samþykkt að veita Friðriki Atlasyni styrk að upphæð kr. 70.000,- vegna verkefnisins Málverk á skúr fyrir efniskostnaði.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokks situr hjá við afgreiðslu umsóknarinnar.Samþykkt að veita Gunnari Erni Arnarsyni styrk að upphæð kr. 200.000,- vegna verkefnisins Vítamín í Valsheimilinu - Heilsuefling fyrir eldra fólk, fyrir búnaði.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 18:31
Pétur Marteinn Urbancic Tómasson Geir Finnsson
Þórður Gunnarsson Sigfús Ómar Höskuldsson
Þórey Björk Sigurðardóttir Hanna Björk Valsdóttir
Kolbrún Jarlsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
32. Fundargerð Íbúaráðs Miðborgar og Hlíða 27. október 2022.pdf