No translated content text
Íbúaráð Miðborgar og Hlíða
Ár 2021, þriðjudagur 23. mars, var haldinn 13. fundur íbúaráðs Miðborgar og Hlíða. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur - Tjarnarbúð með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17.00. Fundinn sátu Margrét Norðdahl, Hanna Björk Valsdóttir og Jón Magnússon. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Diljá Ámundadóttir Zoega, Örn Þórðarson og Sigfús Ómar Höskuldsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Hörður Heiðar Guðbjörnsson og Sigþrúður Erla Arnardóttir sem sátu fundinn með fjarfundarbúnaði.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 17. febrúar 2021 - Heimildir til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi - notkun fjarfundabúnaðar, ásamt fylgiskjölum.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á íþrótta- og tómstundastarfi í borgarhlutanum.
Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Miðborgar og Hlíða vill undirstrika að það er mjög mikilvægt að leiðir séu fyrir börn á öllum aldri með ólík áhugasvið og færni til að iðka fjölbreytta hreyfingu í hverfum 101 og 105. Við hvetjum ÍTR til þess að rýna það sérstaklega hvernig má auka við fjölbreytni í tómstunda og íþróttaiðkun í hverfunum. Við hvetjum líka til þess að möguleikar og þátttaka barna með ólíka hreyfifærni og af ólíkum uppruna séu rýndir sérstaklega, ásamt tölulegum upplýsingum. Við óskum einnig eftir því að það verði skoðað með Strætó að búa til hringleið á milli Miðborgar og Hlíða, Laugardals og Bústaðahverfis til þess að auðvelda börnum og ungmennum að iðka íþróttir og tómstundir á milli hverfa.
Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
-
Lögð fram umsögn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða dags. 16 febrúar 2021, um drög að nýjum reglum um bílastæðakort íbúa í Reykjavík.
Samþykkt.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokks situr hjá við afgreiðslu málsins.Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Sjálfstæðisflokks í íbúaráðinu, Örn Þórðarson tekur undir umsögn Íbúasamtaka miðborgar og sérstaklega þær ábendingar og áhyggjur sem þar eru settar fram.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um umferðaröryggi við Njarðargötu.
-
Fram fer umræða um aðgengi í Austurbæjarskóla.
-
Fram fer umræða um snjómokstur, grasslátt og hreinsun gatna í borgarhlutanum auk yfirferðar með borgarvefsjá.
Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráðið þakkar góða kynningu á slætti, snjómokstri og hreinsun gatna í miðborg og Hlíðum á vegum borgarinnar. Hvatt er til að sjónum verði beint að þeim svæðum eða stöðum þar sem ekki hefur verið lokið við frágang í kjölfar verklegra framkvæmda í hverfunum. Fulltrúar vilja líka benda á að vefsjár borgarinnar verða uppfærðar og gerðar aðgengilegri á næstunni. Það er hluti af stafrænni umbyltingu Reykjavíkurborgar.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar skrifstofu samgöngustjóra dags. 12 mars 2021 við fyrirspurn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða um umferðaröryggisaðgerðir við Lönguhlíð, norðan Miklubrautar, sbr, 14. lið fundargerðar ráðsins frá 23. febrúar 2021.
Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráðið þakkar fyrir svarið. Við ítrekum mikilvægi þess að fljótt verði farið í það að auka öryggi gangandi og hjólandi við Lönguhlíðina norðanverða, yfir hana á nokkrum stöðum er gönguleið barna í Háteigsskóla og við hana er vinsælt útivistarsvæði, Klambratúnið og mikill fjöldi fólks sem á leið yfir og um götuna allt árið um kring. Við óskum eftir því að umferðarhraði verði lækkaður í 30 km á allri Lönguhlíðinni og óskum eftir að sett verði upp hraðaskilti sem minna ökufólk á það að hægja ferðina. Að lækka hraðann eingöngu á kaflanum á milli Flókagötu og Háteigsvegar er líklegt til þess að rugla ökufólk í rýminu og engin ástæða til þess að hafa ekki 30 km. hraða alla leið.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga borgarstjóra dags. 16. febrúar 2021 í borgarráði um Borgina okkar 2021, þar sem gert er ráð fyrir 30 milljón kr. umsóknarpotti vegna viðburða í hverfunum sem íbúaráð úthluta.
Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð fagnar því að aftur eigi að fara í þetta verkefni sem mun glæða hverfin lífi í sumar. Ungmennaráð og fleiri aðilar hafa vakið á því athygli að það getur reynst erfitt flækjustig fyrir t.a.m. ungmenni að sækja um. Þau hafa fengið aðstoð t.d. frá félagsmiðstöð en þurfa m.v. þessar reglur að taka sjálf á móti háum upphæðum og standa skil á sköttum af styrknum, sem hugnast þeim ekki. Við óskum eftir því að það verði fundin leið fyrir ungmenni og önnur sem þurfa aðstoð, að þau geti verið í samstarfi við stofnun eða aðila sem aðstoðar þau og tekur fjárhagslega ábyrgð með þeim.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi stýrihóps um aðgengisstefnu dags. 3. mars 2021 vegna vinnu við aðgengisstefnu og opnun samráðsvettvangs á betrireykjavik.is.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 19. febrúar 2021 vegna draga að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna tillögu að legu Borgarlínu og tillögu að staðsetningu kjarnastöðva.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 24. febrúar 2021 vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Snorrabraut 54.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 17. febrúar 2021 vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Skúlagötusvæði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 17. febrúar 2021 vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hlemmur, reitur 1.240.0.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs dags 17. mars 2021 vegna ljósastýrðrar gönguþverunar yfir Lönguhlíð við Blönduhlíð.
Formanni falið að kanna viðhorf foreldrafélaga og íbúasamtaka til erindisins.Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins.
-
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður.
Samþykkt að veita Þórdísi Filipsdóttir styrk að upphæð kr. 200.000,- vegna verkefnisins Teygjur, Qigong og hugleiðsla í Bólstaðarhlíð 43.Fylgigögn
-
Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Íbúar í miðborginni og foreldrar leikskólabarna og grunnskólabarna hafa ítrekað bent á að það þurfi að auka öryggi gangandi og hjólandi við og yfir Njarðargötu. Fjöldi barna á leið yfir götuna á leið í Austurbæjarskóla og Grænuborg og við götuna er leikskólinn Laufásborg. Þarna er oft þung og hröð umferð enda gatan löng og bein eins og hönnuð fyrir hraðakstur. Íbúaráðið tekur undir þessar áhyggjur og leggur fram fyrirspurn til samgöngusviðs: Liggja fyrir aðgerðir sem fara á í til þess að tempra hraða umferð við Njarðargötu. Hvað telur fagfólk á skrifstofu samgöngustjóra vera mikilvægustu aðgerðirnar til þess að auka öryggi gangandi við og yfir götuna? Sem dæmi: Gönguljós ofarlega nálægt holtinu og við miðja götuna? Breyta götunni í vistgötu? Takmarka enn frekar umferð stórra bifreiða um götuna? Annað?
-
Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Íbúaráð Miðborgar og Hlíða hefur ekki fengið viðbrögð við bókun sinni frá 22.september 2020 um aðgengi að Austurbæjarskóla, sbr. 10. liður fundargerðar. Við spyrjum því hvernig á að bæta aðgengi inn í skólann og um skólann og hvenær verður það gert.
Fundi slitið klukkan 19:28
PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_midborgar_og_hlida_2303.pdf