Íbúaráð Laugardals
Ár 2024, mánudagurinn, 11. nóvember, var haldinn 51. fundur íbúaráðs Laugardals. Fundurinn var haldinn í Laugardalslaug og hófst kl. 16.34. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Atli Stefán Yngvason, Birna Hafstein, Lilja Sigrún Jónsdóttir, Sigurlín Ósk Hrafnsdóttir, Stefanía Fanney Björgvinsdóttir og Þorleifur Örn Gunnarsson. Fundinn sátu einnig Arna Hrönn Aradóttir og Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer umræða um ábendingar íbúaráðs Laugardals vegna umferðaröryggismála í Laugardal. MSS22100009
Samþykkt að fela formanni í samvinnu við ráðið að setja saman yfirlit yfir ábendingar vegna umferðaröryggismála í Laugardal og koma á framfæri við umhverfis- og skipulagssvið/Skrifstofu samgöngustjóra. -
Fram fer umræða um minnisblað um umferðaröryggi og aðgengi í Vogabyggð. USK24100088
Fylgigögn
-
Lögð fram drög að umsögn íbúaráðs Laugardals dags 11. nóvember 2024, um drög að ljósvistarstefnu Reykjavíkurborgar, einnig lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. október, með umsagnarbeiðni um drög að ljósvistarstefnu ásamt fylgiskjali. USK24090155
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. október 2024, vegna auglýsingar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi reits 1.240, Hlemmur og nágrenni og Hlemmur, umferðarskipulag, vegna breytinga á gatnamótum Laugavegs og Katrínartúns. USK24080215
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
- Kl. 18.20 víkur Birna Hafstein af fundi.
-
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. MSS24030095
Samþykkt að veita Hildi Fjalarsdóttur styrk að upphæð kr. 150.000 vegna verkefnisins Draugahús í Þróttheimum.
Samþykkt að veita Gradualekór Langholtskirkju styrk að upphæð kr. 162.000 vegna verkefnisins Kjötsúpuhátíð Gradualekórsins.
Öðrum umsóknum hafnað.
Þessi liður fundarins er lokaður með vísan til 7. gr. samþykktar fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 18:28
Atli Stefán Yngvason Þorleifur Örn Gunnarsson
Lilja Sigrún Jónsdóttir Stefanía Fanney Björgvinsdóttir
Sigurlín Ósk Hrafnsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Laugardals 11. nóvember 2024