Íbúaráð Laugardals - Fundur nr. 49

Íbúaráð Laugardals

Ár 2024, mánudagurinn, 9. september, var haldinn 49. fundur íbúaráðs Laugardals. Fundurinn var haldinn í Laugardalslaug og hófst kl. 16.34. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Atli Stefán Yngvason, Lilja Sigrún Jónsdóttir, Óskar Pétur Einarsson og Sigurlín Ósk Hrafnsdóttir.  Eftirtalinn fulltrúi í íbúaráði Laugardals tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Sara Björg Sigurðardóttir. Fundinn sátu einnig Arna Hrönn Aradóttir og Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 13. ágúst 2024, þar sem tilkynnt er um tilnefningar foreldrafélaga í Laugardal í íbúaráð Laugardals. Stefanía Fanney Björgvinsdóttir tekur sæti aðalmanns í ráðinu í stað Grétars Más Axelssonar og Óskar Pétur Einarsson tekur sæti varamanns í stað Vigdísar Másdóttur. MSS22080029

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 16. ágúst 2024, þar sem tilkynnt er um tilnefningar Íbúasamtaka Laugardals  í íbúaráð Laugardals. Lilja Sigrún Jónsdóttir heldur áfram sem aðalmaður í ráðinu og Ragnheiður Sverrisdóttir tekur sæti varamanns í stað Hörpu Fannar Sigurjónsdóttur. MSS22080029

    Fylgigögn

  3. Lögð fram umsögn íbúaráðs Laugardals, dags. 24. ágúst 2024, um tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna Klettasvæði - Klettagarðar. USK24050210

    Fylgigögn

  4. Fram fer kynning á brunaáætlun borgarhlutans. MSS24080114

    Jón Viðar Matthíasson og Aldís Rún Lárusdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 16.43 tekur Friðjón R. Friðjónsson sæti á fundinum með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram svohljóðandi svohljóðandi tillaga íbúaráðs Laugardals, dags. 2. september 2024:

    Lagt er til að íbúaráð Laugardals samþykki að beina því til umhverfis- og skipulagsráðs að bæta umferðaröryggi bíla með beygjuljósi þegar keyrt er upp Dalbraut að Sundagörðum og beygt til vinstri inn á Sæbraut. Þarna hefur fólk oft komist í krappan þegar stór ökutæki byrgja ökumönnum sýn á umferð úr gagnstæðri átt. Ökumenn sem keyra frá Sundagörðum til suðurs yfir gatnamótin og inn á Dalbraut hindra sýn á aðra sem koma samsíða og eru á leið beint yfir, stundum á töluverðum hraða sem gerir fyrrgreinda vinstri beygju hættulega. MSS24090009

    Samþykkt.
    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs. 

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um stöðu á skóla- og leikskólamálum í Laugardals. SFS24050075

  7. Lagt fram fundadagatal íbúaráðs Laugardals – haust 2024. MSS22080127

    Fylgigögn

  8. Fram fer umræða um framkvæmdir og öryggismál á Engjateig. MSS24090049
    Samþykkt að fela formanni að senda áskorun á verktaka og Reykjavíkurborg vegna öryggismála á framkvæmdasvæðinu. 
     

  9. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

  10. Lögð fram greinargerð Hörpu Fannar Sigurjónsdóttur, ódags., vegna verkefnisins Almenningsgarður í túnunum. MSS23030157 

Fundi slitið kl. 17:53

Atli Stefán Yngvason Sara Björg Sigurðardóttir

Friðjón R. Friðjónsson Lilja Sigrún Jónsdóttir

Óskar Pétur Einarsson Sigurlín Ósk Hrafnsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Laugardals 9. september 2024