Íbúaráð Kjalarness
Ár 2024, fimmtudagurinn, 14. nóvember, var haldinn 52. fundur íbúaráðs Kjalarness. Fundurinn var haldinn í Klébergsskóla og hófst kl. 16.30. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Kristjana Þórarinsdóttir, Arnar Grétarsson, Guðfinna Ármannsdóttir, Kristján Mar Þorsteinsson og Þorkell Sigurlaugsson. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Ragnar Harðarson.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram tilnefning foreldrafélags Klébergsskóla, ódags. í íbúaráð Kjalarness. Þar kemur fram að Kristján Mar Þorsteinsson taki sæti varafulltrúi foreldrafélaga í íbúaráði Kjalarness. MSS22060056
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á stöðu aðalskipulagsvinnu vegna Álfsness, Esjumela - Endurskilgreining iðnaðar- og athafnasvæða. USK24060310
Haraldur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 16.39 tekur Ellen Calmon sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á stöðu aðalskipulagsvinnu - Kjalarnes og dreifbýl svæði. USK24060309
Haraldur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á stöðu aðalskipulagsvinnu - Kjalarnes og dreifbýl svæði. USK24060309
Haraldur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Fram fer umræða útboð einbýlishúsalóða á Kjalarnesi. MSS22090034
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags 16. október 2024 með umsagnarbeiðni um drög að ljósvistarstefnu. USK190115
Formanni í samvinnu við ráðið falið að kanna málið nánar og eftir atvikum skila umsögn.Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
- 17:58 víkja Arnar Grétarsson og Kristján Þorsteinsson af fundi
-
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Hverfissjóð Reykjavíkurborg. MSS24030095
Samþykkt að veita Foreldrafélagi Klébergsskóla styrk að upphæð kr. 133.500 vegna verkefnisins 95 ára afmæli Klébergsskóla.
Samþykkt að veita UMFK styrk að upphæð kr. 233.500. vegna verkefnisins Gerð ungmennahúss á Kjalarnesi
Þessi liður fundarins er lokaður með vísan til 7. gr. samþykktar fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 18:00.
Kristjana Þórarinsdóttir Ellen Jacqueline Calmon
Þorkell Sigurlaugsson Guðfinna Ármannsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Kjalarness frá 14. nóvember 2024