Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis - Fundur nr. 52

Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis

Ár 2024, þriðjudaginn 24. september, var haldinn 52. fundur íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis. Fundurinn var haldinn í Hvassaleitisskóla og hófst kl. 16.34. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Birkir Ingibjartsson, Friðjón R. Friðjónsson, Bjarney Kristín Ólafsdóttir, Ívar Orri Aronsson og Sigurður Lúðvík Stefánsson,. Fundinn sátu einnig Arna Hrönn Aradóttir og Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á starfsemi Hvassaleitisskóla. MSS22090034

    Iðunn Pála Guðjónsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    - Kl.16.59 tekur Guðrún Elísabet Ómarsdóttir sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf Skipulagsgáttar, dags. 2. júlí 2024, með umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar um skipulagslýsingu að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Safamýri-Álftamýri (Framsvæðið). USK24050280
    Samþykkt að fela formanni í samráði við ráðið að skila umsögn fyrir tilskilinn frest þann 1. október nk.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf Skipulagsgáttar, dags. 2. júlí 2024, með umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar um skipulagslýsingu vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir Borgarspítalareit. USK24050386
    Samþykkt að fela formanni í samráði við ráðið að skila umsögn fyrir tilskilinn frest þann 1. október nk.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 13. september 2024, vegna auglýsingar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Fossvogshverfis vegna lóðar Bjarkaráss að Stjörnugróf 9. USK24060316

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 13. september 2024, vegna auglýsingar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Ármúla, Vegmúla og Hallarmúla vegna lóðarinnar nr. 13A við Ármúla. USK24020149

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 3. september 2024, með útskrift úr fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs vegna samþykktar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Síðumúla 2-6 vegna lóðarinnar nr. 6 við Síðumúla. SN220763

    Fylgigögn

  7. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

    - Kl. 17.53 víkur Bjarney Kristín Ólafsdóttir af fundi.

  8. Lögð fram greinargerð Foreldrafélags Breiðagerðisskóla, dags. 22. ágúst 2024, vegna styrks úr Hverfissjóði 2023, fyrir verkefnið Sumar og sól í hverjum tón. MSS23030157

  9. Lögð fram greinargerð Foreldrafélags Réttarholtsskóla, dags. 1. september 2024, vegna styrks úr Hverfissjóði 2023, fyrir verkefnið Litahlaup Réttarholtsskóla. MSS23030157

Fundi slitið kl. 18.00

Birkir Ingibjartsson Ívar Orri Aronsson

Friðjón R. Friðjónsson Sigurður Lúðvík Stefánsson

Guðrún Elísabet Ómarsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis 24. september 2024