Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis - Fundur nr. 49

Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis

Ár 2024, þriðjudaginn 28.maí, var haldinn 49. fundur íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis. Fundurinn var haldinn í Norðurmiðstöð og hófst kl. 16.39. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Birkir Ingibjartsson, Bjarney Kristín Ólafsdóttir, Guðrún Elísabet Ómarsdóttir, Sigurður Lúðvík Stefánsson og Inga Þyrí Kjartansdóttir. Eftirtaldir fulltrúar í íbúaráði Háaleitis- og Bústaðahverfis tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Friðjón R. Friðjónsson. 
Fundinn sat einnig Arna Hrönn Aradóttir. 
Guðný Bára Jónsdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

 1. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 23. apríl 2024, ásamt fylgiskjölum um aðkomu íbúaráða að fjárfestinga- og viðhaldsáætlun. MSS24040187 
  Samþykkt að fela formanni í samráði við fulltrúa ráðsins að vinna tillögur íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis að fjárfestingar- og viðhaldsverkefnum fyrir 31. maí nk..

  -    Kl. 16.55 tekur Friðjón R. Friðjónsson sæti á fundinum og aftengist fjarfundarbúnaði..
   

  Fylgigögn

 2. Lögð fram umsögn íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis dags. 23. maí 2024, um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Síðumúli 2-6 - Síðumúli 6, sbr. 4. lið fundargerðar íbúaráðs Háaleitis– og Bústaðahverfis frá 23. apríl 2024. MSS24030012 

  Fylgigögn

 3. Lagt fram bréf Skógræktarfélags Reykjavíkur dags. 3. maí 2024, um Hverfistré Reykjavíkurborgar 2024. MSS24050013 

  Fylgigögn

 4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 23. apríl 2024 um kjörstað forsetakosninga í Fossvogsskóla. MSS23050177 

  Fylgigögn

 5. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

 6. Fram fer umræða um framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi. SFS22020010
  Samþykkt að fela formanni í samráði við fulltrúa ráðsins að vinna umsögn íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis fyrir tilskilinn frest.

 7. Lagðar fram til afgreiðslu styrkumsóknir úr hverfissjóð Reykjavíkurborgar. MSS24030095 

  Samþykkt að veita Skátafélaginu Garðbúa styrk að upphæð kr.200.000,- vegna verkefnisins Fánaborg í skrúðgöngu á Sumardaginn fyrsta.
  Samþykkt að veita Knattspyrnufélaginu Víkingi styrk að upphæð kr.125.000,- vegna verkefnisins Sumarhátíð Háaleitis og Bústaðahverfis Sumardaginn fyrsta 2024.
  Samþykkt að veita Atla Stein Árnasyni styrk að upphæð kr.125.000,- vegna verkefnisins Tvítugshátíð Sólbúa gegn því að skilað verði inn kostnaðaráætlun.
  Samþykkt að veita Foreldrafélagi Hvassaleitisskóla kr.125.000,- vegna verkefnisins Vorhátíð foreldrafélags Hvassaleitisskóla.

  Öðrum styrkumsóknum er hafnað

  Þessi liður fundarins er lokaður með vísan til 7. gr. samþykktar fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar.

  Fylgigögn

Fundi slitið kl. 17.56

Birkir Ingibjartsson Inga Þyri Kjartansdóttir

Friðjón R. Friðjónsson Bjarney Kristín Ólafsdóttir

Sigurður Lúðvík Stefánsson Guðrún Elísabet Ómarsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis frá 28. maí 2024