No translated content text
Íbúaráð Grafarvogs
Ár 2024, mánudagurinn, 3. júní var haldinn 50. fundur íbúaráðs Grafarvogs. Fundurinn var haldinn í Borgum og hófst kl. 16.37. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Fanný Gunnarsdóttir, Erla Bára Ragnarsdóttir, Helgi Áss Grétarsson og Tómas Örn Guðlaugsson. Fundinn sátu einnig Ragnar Harðarson og Anna Kristinsdóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á breytingu á aðalskipulagi Keldna og Keldnalands. MSS23090164
Haraldur Sigurðsson og Hrafnkell Á. Proppé taka sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 16.45 tekur Árni Guðmundsson sæti á fundinum.
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
Eiríkur Björn Björgvinsson, Ómar Einarsson og Frímann Örn Ferdinandsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lögð fram að nýju ályktunartillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks, íbúasamtaka Grafarvogs og foreldrafélaga um stuðning við tillögu umhverfis-, orku og loftslagsráðuneyti um friðlýsingu í Grafarvogi, sbr. 2. lið fundargerðar íbúaráðs Grafarvogs frá 8. apríl 2024. USK23080213
Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks, íbúasamtaka Grafarvogs, foreldrafélaga og slembivöldum fulltrúa. Fulltrúi Framsóknarflokks situr hjá við afgreiðslu málsins.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um öryggismyndavélar í Reykjavík. MSS21120247
Íbúaráð Grafarvogs legur fram svohljóðandi bókun:
Þegar verið er að vega og meta hversu heppilegt er að starfrækja öryggismyndavélar í Reykjavík þá verður til þess að líta að í kosningu á meðal íbúa í Grafarvogi í Hverfinu mínu árið 2018 lenti „rafræn vöktun“ í öðru sæti hjá íbúum í Grafarvogi. Þá hafði áður verið búið að senda inn þessa tillögu í samkeppnina og hún hlotið brautargengi og grænt ljós hjá borginni. En síðan má segja að ekkert hafi gerst þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir, aðeins sagt að málið væri í ferli. Íbúaráð Grafarvogs lýsir yfir ánægju með tilraunir formanns ráðsins að þrýsta á viðeigandi aðila innan borgarkerfisins til að komið verði á kerfi öryggismyndavéla í Grafarvogi. Brýnt er að þessu máli sé haldið á lofti og það komist í verk að net öryggismyndavéla verði sett upp í hverfinu.
-
Lögð fram auglýsing Skógræktarfélags Reykjavíkur dags. 3. maí 2024, um Hverfistré Reykjavíkurborgar. MSS24050013
Fylgigögn
-
Lögð fram auglýsing dags. 21. maí 2024, um Borgaraþing 8.júní nk. MSS2405012
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 18.53
Fanný Gunnarsdóttir Helgi Áss Grétarsson
Tómas Örn Guðlaugsson Erla Bára Ragnarsdóttir
Árni Guðmundsson
PDF útgáfa fundargerðar
Funfargerð íbúaráðs Grafarvogs frá 3. júní 2024