Íbúaráð Grafarvogs
Ár 2025, mánudagurinn, 6. janúar, var haldinn 55. fundur íbúaráðs Grafarvogs. Fundurinn var haldinn í Austurmiðstöð og hófst kl. 16.35. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Fanný Gunnarsdóttir, Árni Guðmundsson, Erla Bára Ragnarsdóttir, Kjartan Magnússon, Tómas Örn Guðlaugsson. Fundinn sátu einnig Margrét Richter og Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð,
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á starfsemi grunnskóla í borgarhlutanum. MSS22100035
Íbúaráð Grafarvogs leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Grafarvogs þakkar Báru Birgisdóttur, fagstjóra grunnskóla í Austurmiðstöð, kærlega fyrir yfirgripsmikla og fræðandi kynningu á stöðu grunnskóla í hverfinu. Það skiptir okkur í íbúaráði miklu máli að hafa á hverjum tíma sem gleggsta yfirsýn yfir stöðu leik- og grunnskóla í hverfinu.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 17. desember 2024, varðandi stýrihóp um stefnumótun fjölmenningarborgarinnar Reykjavík. MSS24090132
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Skipulagsgáttar, dags. 20. nóvember 2024, með umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040, Borgarlína 1. lota – Ártún-Fossvogsbrú. USK24080320
Samþykkt að fela formanni í samvinnu við ráðið að skila umsögn ráðsins fyrir tilskilinn frest.Fulltrúi Sjálfstæðisflokks og fulltrúi íbúasamtaka leggja fram svohljóðandi bókun:
Við hörmum að ríkið og Reykjavíkurborg ætli að ráðast í þær framkvæmdir sem kynntar eru hér sem „Borgarlína 1. Lota: Ártún – Fossvogsbrú“ Ljóst er að hér er um gríðarlega kostnaðarsamar framkvæmdir að ræða, sem kostaðar verða af takmörkuðu skattfé. Ljóst er að mikil uppsöfnuð þörf er á úrbótum í samgöngukerfi borgarinnar, og eðlilegt væri að byrja á því að laga slysamestu staðina. Því miður virðist eiga að byrja á Fossvogsbrú sem líklegt er að muni verða óarðbært verkefni og kosta á annan tug milljarða króna. Ekki verður séð að brúin muni bæta úr þeim vanda sem mest aðkallandi er í samgöngukerfinu, þ.e. að fækka slysastöðum og bæta umferðarflæði. Við skorum því á borgaryfirvöld að fresta þessum framkvæmdum og fara nú þegar í markvissar aðgerðir til að fækka umferðarslysum við þekkta slysastaði og greiða jafnframt fyrir umferð. Hægt væri að byrja á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar, en þar hafa orðið u.þ.b. 500 slys og óhöpp frá því borgin frábað sér frekari framkvæmdir í samgöngukerfinu árið 2011. Alvarlegt slys varð á umræddum gatnamótum um síðustu helgi. Vel væri hægt að stórbæta almenningssamgöngur í borginni fyrir aðeins hluta af þeim fjármunum, sem borgarlína á að kosta.
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn íbúaráðs Grafarvogs, dags. 5. desember 2024, um skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á deiliskipulagi Elliðaárvogs fyrir Geirsnef, sbr. 4. liður fundargerðar ráðsins frá 2. desember 2024. USK24100368
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
Fundi slitið kl. 18:24
Fanný Gunnarsdóttir Kjartan Magnússon
Árni Guðmundsson Erla Bára Ragnarsdóttir
Tómas Örn Guðlaugsson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Grafarvogs frá 6. janúar 2025