No translated content text
Íbúaráð Grafarvogs
Ár 2024, mánudagurinn, 8. apríl var haldinn 47. fundur íbúaráðs Grafarvogs. Fundurinn var haldinn í Austurmiðstöð og hófst kl. 16.40 Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Fanný Gunnarsdóttir, Erla Bára Ragnarsdóttir, Ingimar Þór Friðriksson, Kjartan Magnússon, Árni Guðmundsson og Tómas Örn Guðlaugsson. Fundinn sátu einnig Ragnar Harðarson og Anna Kristinsdóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á þjónustu Strætó bs. í borgarhlutanum. MSS24030128
Valgerður Gréta Benediktsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Fram fer kynning umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis um tillögu um stækkun svæðis í Grafarvogi sem falla ætti undir friðlýsingu Grafarvogs. USK23080213
Guðlaugur Þór Þórðarson, Steinar Ingi Kolbeins og Rúnar Leifsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Lögð fram svohljóðandi ályktunartillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, íbúasamtaka Grafarvogs og foreldrafélaga í Grafarvogi:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, íbúasamtaka Grafarvogs og foreldrafélaga, styðja tillögu umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytisins um stækkun þess verndarsvæðis, sem fyrirhugað er að friðlýsa í Grafarvogi. Samkvæmt tillögu ráðuneytisins er lagt til að verndarsvæðið fylgi göngustíg í norðanverðum Grafarvogi en teygi sig jafnframt inn í skógræktarsvæðið við Funaborg. Þaðan fylgi mörkin göngustíg í átt að Stórhöfða en síðan lóðamörkum meðfram Stórhöfða að Grafarlæk og síðan með læknum. Tillaga um að víkka mörkin upp að göngustíg, sem liggur í kringum voginn er skynsamleg að því er fram kemur í umsögn Náttúrufræðistofnunar. Að mati stofnunarinnar er Grafarlækur mikilvægur fyrir lífríki Grafarvogs því hann er stærsta inntak ferskvatns í voginn og skapar þar aðstæður, sem eru mikilvægar fyrir lífríki, ekki síst fuglalíf. Með slíkri stækkun svæðisins mun það ná yfir jökulmenjar og menningarminjar í innanverðum Grafarvogi, sem eykur við gildi þess í þágu fræðslu og útivistar.
FrestaðFylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 26.mars 2024, um beiðni starfshóps íbúaráðs Grafarvogs um úttekt á umferðaröryggismálum í hverfinu um frest til að skila niðurstöðum. MSS23100025.
Samþykkt -
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 4.mars 2024, um að opið sé fyrir umsóknir í Hverfissjóð 15. mars - 15. apríl 2024. MSS23030157
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 20. mars um álit skipulagsstofnunar um matsáætlun Sundabrautar. Jafnframt er lagt bréf skipulagsgáttar dags. 20. mars 2024, um að úrvinnslu sé lokið að afstöðnu umsagnarferli. USK23090007
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
Fundi slitið kl. 18.40
Fanný Gunnarsdóttir Ingimar Þór Friðriksson
Kjartan Magnússon Tómas Örn Guðlaugsson
Árni Guðmundsson Erla Bára Ragnarsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
48. fundur íbúaráðs Grafarvogs frá 8. apríl 2024