Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals - Fundur nr. 50

Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals

Ár 2025, fimmtudagur, 16. janúar, var haldinn 50. fundur íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals. Fundurinn var haldinn í bókasafninu í Úlfarsárdal og hófst kl. 16.38. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Guðný Maja Riba, Ellen Ellertsdóttir, Katrín Rán Bjarnadóttir og Stefán Pálsson. Eftirtaldir fulltrúar í íbúaráði Grafarholts og Úlfarsárdals tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Herdís Björnsdóttir. Fundinn sat einnig Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Samþykkt að taka á dagskrá framlagningu á slembivali í íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdal. Katrín Rán Bjarnadóttir tekur sæti sem slembivalinn fulltrúi í íbúaráði Grafarholts og Úlfarsárdals í stað Heiðu Bjarkar Júlíusdóttur. MSS24120022  
     

  2. Fram fer kynningu á starfsemi félagsmiðstöðva og frístundaheimila í borgarhlutanum. MSS23090175

    Haraldur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf Skipulagsgáttar, dags. 20. nóvember 2024, með umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar vegna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040, Borgarlína 1. lota – Ártún-Fossvogsbrú. USK24080320.
    Samþykkt að fela formanni í samvinnu við ráðið að skila umsögn ráðsins fyrir tilskilinn frest.

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Sjálfstæðisflokkurinn greiðir atkvæði gegn samgöngusáttmála og Borgarlínu og telur að hægt sé að fara í fljótvirkari, hagkvæmari og ódýrari framkvæmdir til að efla almenningssamgöngur og greiða fyrir umferð.
     

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 17. desember, varðandi stýrihóp um stefnumótun fjölmenningarborgarinnar Reykjavík. MSS24090132

    Fylgigögn

  5. Lagt fram fundadagatal Grafarholts og Úlfarsárdals – vor 2025. MSS22080127
    Samþykkt með þeirri breytingu að fundur 19.júní verði 18.júní.

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034 

Fundi slitið kl. 17:50

Guðný Maja Riba Stefán Pálsson

Herdís Björnsdóttir Ellen Ellertsdóttir

Katrín Rán Bjarnadóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals 16. janúar 2025