Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals - Fundur nr. 47

Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals

Ár 2024, miðvikudagurinn, 16. október, var haldinn 47. fundur íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals. Fundurinn var haldinn í bókasafninu í Úlfarsárdal og hófst kl. 16.36. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Guðný Maja Riba, Ellen Ellertsdóttir, Marta Guðjónsdóttir og Stefán Pálsson. Eftirtaldir fulltrúar í íbúaráði Grafarholts og Úlfarsárdals tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Þórir Jóhannsson. Fundinn sátu einnig Trausti Jónsson og Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að svohljóðandi tillögu íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals, dags. 9. október 2024, um lóða- og framkvæmdaskilmála og umgengni á byggingarlóðum:

    Lagt er til að íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals samþykki að beina því til umhverfis- og skipulagsráðs að grípa til viðeigandi ráðstafana svo að almennir lóða- og framkvæmdaskilmálar vegna uppbyggingar í borgarhlutanum verði virtir.  Einnig óskar íbúaráðið eftir að efnt verði til átaks vegna daprar umgengni á og við byggingarlóðir í ÚIfarsárdal. Í mörgum tilfellum eru byggingarlóðir og nágrenni þeirra notað sem geymslusvæði svo mánuðum skiptir með tilheyrandi sóðaskap og slysahættu. MSS24100058

    Greinargerð fylgir tillögunni. 
    Samþykkt.
    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

    Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals hefur margoft á liðnum misserum fjallað um slæmt ástand á byggingarlóðum í Úlfarsárdal sem rýrir lífgæði íbúa og skapar hættu. Ráðið hefur samþykkt að beina því til umhverfis- og skipulagsráðs að gera bragarbót og mun máli sínu til stuðnings senda myndir sem draga glögglega fram stöðu mála og umfang vandans.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf Skipulagsgáttar, dags. 19. september 2024, með umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar um Aðalskipulag Reykjavíkur 2040 – Keldur og nágrenni, verklýsing skipulagsgerðar og umhverfismat. USK24080321
    Samþykkt að fela formanni í samráði við ráðið að skila umsögn ráðsins fyrir tilskilinn frest. 

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf Skipulagsgáttar, dags. 5. september 2024, með umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar um Aðalskipulag Reykjavíkur 2040 – íbúðaruppbygging í grónum hverfum, verklýsing skipulagsgerðar. USK24080161
    Samþykkt að fela formanni í samráði við ráðið að skila umsögn ráðsins hið fyrsta.

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um ónægði vegna fjórhjólaferða í Úlfarsárdal. MSS23090067

  5. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 18. september 2024, um að opið er fyrir umsóknir í Hverfissjóð Reykjavíkurborgar frá 15. september til 15. október. MSS24030095

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 25. september 2024, um breytingar á úthlutunarreglum Hverfissjóðs Reykjavíkurborgar. MSS22020161

    Fylgigögn

  7. Fram fer umræða um fasta fundartíma ráðsins. 
    Samþykkt að fastir fundartímar ráðsins verði þriðja fimmtudag í mánuði eftirleiðis. 

    Fylgigögn

  8. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

  9. Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Hversu margar óbyggðar/hálfbyggðar lóðir eru í Úlfarsárdal og Reynisvatnsás sem þegar hefur verið úthlutað? MSS24100151
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs. 

Fundi slitið kl. 17:28

Guðný Maja Riba Stefán Pálsson

Marta Guðjónsdóttir Ellen Ellertsdóttir

Þórir Jóhannsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals 16. október 2024