Íbúaráð Breiðholts
Ár 2024, miðvikudagurinn, 4. desember, var haldinn 54. fundur íbúaráðs Breiðholts. Fundurinn var haldinn í Suðurmiðstöð og hófst kl. 16.34. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Sara Björg Sigurðardóttir, Ásta Birna Björnsdóttir, Helgi Áss Grétarsson, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir og Vala Dröfn Birgisdóttir. Eftirtaldir fulltrúar í íbúaráði Breiðholts tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Vala Dröfn Björnsdóttir. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Jóhannes Guðlaugsson.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 21. nóvember 2024, þar sem fram kemur að borgarstjórn hafi á fundi sínum 19. nóvember 2024 samþykkt að Helgi Áss Grétarsson taki sæti í íbúaráði Breiðholts í stað Kjartans Magnússonar. MSS22060056
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á íþróttamálum í Breiðholti, nýtingu frístundakorts og uppbyggingu íþróttamannvirkja. MSS22090034
Íbúaráð Breiðholts leggur fram svohljóðandi bókun:
Mikil fjárfesting hefur átt sér stað innan Breiðholtsins í þágu barna og ungmenna á síðasta kjörtímabili, knatthús, innanhús frjálsíþróttasvæði, tvöfalt parkethús, áhaldahús og frjálsíþróttavöllur, rekstur upp á 100 milljónir króna árlega. Telur ráðið mikilvægt að eignarskrifstofa, menningar- og íþróttasvið í samtali við ÍR taki höndum saman og klári þau verk sem uppá vanti sérstaklega þau sem tengjast öryggismálum eins og lýsingu á bílstæði og í aðstöðu, vatnsleka en einnig sem kemur að áhaldageymslum og félagsaðstöðu. Sundfélagið Ægir, Leiknir hafa líka sinnt mikilvægum hópi barna og ungmenna og hefur Ægir fengið inni með æfingar í Ölduselslaug til að freista þess að ná til fleiri barna í hverfinu. Að bæta nýtingu frístundarkortsins í hverfinu er viðvarandi verkefni og brýnt fyrir borgina að standa vaktina þar enda hverfið með slakasta nýtingu styrksins af öllum hverfum borgarinnar. Ráðinu finnst ánægjulegt að heyra af vinnu framtíðarhóps á vegum borgarinnar og ÍR sem er að störfum þar sem framtíðartækifæri fyrir félagið eru rædd komandi kynslóðum til góða.
Jóhanna Garðarsdóttir og Helga Friðriksdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
- 16.36 tekur Þorvaldur Daníelsson sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á verkefninu Frístundir í Breiðholti. MSS23040148
Íbúaráð Breiðholts leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráðið þakkar góða kynningu og yfirferð á verkefninu, Frístundir í Breiðholti. Ánægjulegt er að verkefnið hafi fest sig í sessi sem eitt mikilvægasta umbótaverkefni í þágu barna í borginni um langt skeið. Það er ómetanlegt að finna börn í viðkvæmri stöðu, hvetja til þátttöku og virkni í því sem þau hafa áhuga, styðja og valdefla. Samhliða að brúa bil auka kostnaðar sem fellur til við þátttöku í íþróttum og tómstundum sýnir tekjulægri fjölskyldur og börn með veikt bakland eru viðkvæmari fyrir stórum útgjöldum sem tengjast tómstundastarfi eins og ferðalögum, leigu á hljóðfærum og búnaðarkaupum.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Skipulagsgáttar, dags. 20. nóvember 2024, með umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040, Borgarlína 1. lota – Ártún-Fossvogsbrú. USK24080320
Frestað.Fylgigögn
-
Fram fer umræða um fundartíma íbúaráðs Breiðholts í janúar. MSS22090031
Samþykkt að fela formanni að leggja til nýjan fundartíma. -
Lagt fram svar skóla- og frístundasviðs, dags. 8. október 2024, við fyrirspurn fulltrúa foreldrafélaga í íbúaráði Breiðholts um Chromebækur, sbr. 9. liður fundargerðar ráðsins frá 2. október 2024. MSS24100020
-
Lögð fram að nýju ályktunartillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sbr. 4. liður fundargerðar íbúaráðs Breiðholts frá 2. október 2024, um stuðning vegna starfs íþróttafulltrúa Leiknis. Einnig lögð fram umsögn menningar- og íþróttasviðs, dags. 24. október 2024. MSS24090063
Samþykkt að vísa tillögunni frá með atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, íbúasamtaka, foreldrafélaga og slembivalins fulltrúa gegn atkvæði fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.Fulltrúi Sjálfstæðisflokks leggur fram svohljóðandi bókun:
Engin þörf er á að vísa þessari ályktunartillögu frá. Með samþykkt hennar hefði íbúaráðið sýnt hug sinn í málinu þótt efnisleg ákvörðun í málinu hefði legið hjá borgarráði.
Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, íbúasamtaka, foreldrafélaga og slembivalin fulltrúi leggja fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráði Breiðholts er mikið í mun að gott og öflugt íþrótta- og tómstundastarf sé í Breiðholti en íþróttafélagið Leiknir hefur starfað í 50 ár og nýtur þjónustustyrks frá borginni sem nemur ígildi hálfs stöðugildis íþróttafulltrúa. Í minnisblaði frá Menninga og íþróttasviði, sem liggur fyrir fundinum kemur fram að Leiknir nýtur nú þegar hlutfallslega hærri styrkja en önnur íþróttafélög borgarinnar þrátt fyrir að félagið uppfylli ekki viðmið ÍBR um hverfisfélag sem eru meðal annars lágmarksfjöldi iðkenda, að boðið sé upp á æfingar í öllum íþróttagreinum fyrir öll kyn að lágmarki 6 mánuði á ári. Markvissar aðgerðir hafa staðið yfir um allnokkurt skeið á vegum borgarinnar og ÍBR til að efla þátttöku barna í skipulögðu frístundastarfi í Breiðholti. Vonir standa til að með þeim muni fjöldi iðkenda aukast, líka í Leikni og framboð á greinum fyrir öll kyn aukast þannig að félagið uppfylli þau skilyrði sem ÍBR setur um Hverfisfélag. Hvetur íbúaráðið Leikni til að vinna að því að uppfylla skilyrði sem ÍBR setur um framboð fyrir öll kyn, lagfæra lög félagsins þannig að félagið geti fengið greitt fullt stöðugildi íþróttafulltrúa.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju ályktunartillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sbr. 5. liður fundargerðar íbúaráðs Breiðholts frá 2. október 2024, um lagningu gervigrass á knattspyrnuvöll ÍR. Einnig lögð fram umsögn menningar- og íþróttasviðs, dags. 24. október 2024. MSS24090062
Samþykkt að vísa tillögunni frá með atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, íbúasamtaka, foreldrafélaga og slembivalins fulltrúa gegn atkvæði fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.Fulltrúi Sjálfstæðisflokks leggur fram svohljóðandi bókun:
Engin þörf er á að vísa þessari ályktunartillögu frá. Með samþykkt hennar hefði íbúaráðið sýnt hug sinn í málinu þótt efnisleg ákvörðun í málinu hefði legið hjá borgarráði.
Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, íbúasamtaka, foreldrafélaga og slembivalin fulltrúi leggja fram svohljóðandi bókun:
Í greinagerð fagsviða með núverandi fjárhagsáætlun kemur fram að gervigrasvöllur ÍR sé einn af þremur völlum sem munu verða endurnýjaðir á næsta fjárhagsári. Vill íbúaráðið árétta að keppnisvöllur ÍR, grasvöllurinn, uppfyllir skilyrði Lengjudeildar en liðið spilaði síðasta sumar í deildinni og mun gera næsta sumar en gervigrasvöllurinn er undanþáguvöllur þegar grasið er ekki í standi eins og snemma að vori. Vill íbúaráðið hvetja borgaryfirvöld að eiga samtal við stjórn ÍR tímanlega fyrir framkvæmdir þannig að félagið geti leitað leiða við að tryggja æfingatíma sem flestra flokka.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju ályktunartillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sbr. 7. liður fundargerðar íbúaráðs Breiðholts frá 6. nóvember 2024, um þakkir vegna lagfæringa á gönguleið milli Seljaskóla og Vinasel. MSS24110036
Frestað.Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks, sbr. 8. liður fundargerðar íbúaráðs Breiðholts frá 6. nóvember 2024, um lagfæringar á tröppum við Seljaskóla:
Lagt er til að íbúaráð Breiðholts samþykki að beina því til umhverfis- og skipulagsráðs að ráðist verði í viðgerðir og endurbætur á steinsteyptum tröppum við norðanverðan Seljaskóla. Umræddar tröppur eru fyrir neðan Hnjúkasel og Kambasel og er hluti þeirra svo illa farinn að hættu stafar af, ekki síst þegar hálka myndast í þeim að vetrinum vegna frosts og snjóa. Einnig þarf að laga tröppur við sunnanverða skólalóðina. Lagt er til að snjóbræðslukerfi verði sett í umræddar tröppur eða a.m.k. hluta þeirra. MSS24110036
Frestað.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
-
Lögð fram greinargerð Foreldrafélags Breiðholtsskóla, dags. 6. nóvember 2024 um framkvæmd verkefnisins Jólaföndur í Breiðholtsskóla. MSS23100111
Fundi slitið kl. 18:26
Sara Björg Sigurðardóttir Þorvaldur Daníelsson
Helgi Áss Grétarsson Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir
Ásta Birna Björnsdóttir Vala Dröfn Björnsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Breiðholts 4. desember 2024