Íbúaráð Breiðholts
Ár 2024, miðvikudagurinn, 6. nóvember, var haldinn 53. fundur íbúaráðs Breiðholts. Fundurinn var haldinn í Suðurmiðstöð og hófst kl. 16.43. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Sara Björg Sigurðardóttir, Ásta Birna Björnsdóttir, Frank Úlfar Michelsen, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, Kjartan Magnússon og Þorvaldur Daníelsson. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Jóhannes Guðlaugsson.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram drög að umsögn íbúaráðs Breiðholts, dags. 6. nóvember 2024, um drög að ljósvistarstefnu Reykjavíkurborgar, einnig lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. október, með umsagnarbeiðni um drög að ljósvistarstefnu ásamt fylgiskjali.
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lögð fram drög að umsögn íbúaráðs Breiðholts, dags. 6. nóvember 2024 um tillögu að breytingum deiliskipulagi Elliðaárdals (Arnarnesvegur-Breiðholtsbraut), einnig lagt fram bréf Skipulagsgáttar dags. 17. október 2024 með umsagnarbeiðni um tillögu að breytingu deiliskipulagi Elliðaárdals (Arnarnesvegur-Breiðholtsbraut). USK24090074
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lögð fram drög að umsögn íbúaráðs Breiðholts, dags. 6. nóvember 2024 um tillögu að breytingum deiliskipulagi Arnarnesvegur 3. áfangi (göngu- og hjólastígar), einnig lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 17. október 2024 með auglýsingu um tillögu að breytingu deiliskipulagi Arnarnesvegur 3. áfangi (göngu- og hjólastígar). USK24090155
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. október 2024, með útskrift úr fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 4. september varðandi Breiðholt I - breyting á deiliskipulagi - Arnarbakki 2-6, 8 og 10. USK24030341
Fulltrúi Samfylkingar og Framsóknar leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Samfylkingarinnar vill leiðrétta rangfærslur í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins við afgreiðslu málsins í umhverfis- og skipulagsráði og harmar þessa afbökun fulltrúanna á afstöðu ráðsins og vilja sem kemur fram í umsögn íbúaráðsins við deiliskipulagsbreytinguna og í bókun íbúaráðsins. Það er rangt að íbúaráðið leggist gegn uppbyggingaáformum við Arnarbakka. Í umsögn ráðsins kemur fram ánægja með staðsetningu nýs leiksskóla en ráðið leggist gegn uppbyggingu á lóð Arnabakka 10 ekki öðrum lóðum sem um ræðir sbr. Lóðir nr. 2-6 og 8 sem deiliskipulagsbreytingin nær einnig til eins og kemur skýrt fram í bókun ráðsins og í umsögn undir dagskrálið 5 á fundi dags. 12.06.2024.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokks leggur fram svohljóðandi bókun:
Undirritaður stendur við bókun sína um skipulagsbreytingu við Arnarbakka, sem lögð var fram á fundi umhverfis- og skipulagsráðs, 4. september sl. og vísar því á bug að um rangfærslur hafi verið að ræða. Í umræddri bókun er aðeins vikið að umsögn Íbúaráðs Breiðholts í einni setningu og þar er skýrt tekið fram að átt sé við lóðina Arnarbakka 10 í því sambandi. Á sama hátt er skýrt tekið fram að það sé mat borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að fyrirliggjandi breytingar feli í sér of mikla þéttingu byggðar og að of freklega sé gengið á græn svæði. Ástæða er til að þakka formanni ráðsins fyrir tækifæri til að árétta þá skoðun í Íbúaráði Breiðholts. Um er að ræða sólríkan og skjólsælan stað, sem stendur hærra en nærliggjandi skólalóð. Fyrirhugaðar nýbyggingar munu standa hátt og þannig breyta ásýnd hverfisins. Sparkvöllur á leiksvæði Breiðholtsskóla verður að verulegu leyti í skugga á skólatíma, verði byggingaráformin að veruleika. Þá er augljóst að bílastæðum mun fækka um of en nú þegar ríkir bílastæðaskortur í hverfinu. Horft er framhjá þörfinni fyrir fjölgun bílastæða vegna umfangsmikillar starfsemi leikskóla, grunnskóla, verslunar og þjónustu á svæðinu, auk íbúabyggðar. Þá er ljóst að umræddar breytingar munu hafa í för með sér verulega aukna umferð um þetta viðkvæma svæði.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um þrengingar og umferðaröryggi á Breiðholtsbraut/Arnarnesveg og Höfðabakkabrú. MSS23050172
Íbúaráð Breiðholts leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Breiðholts hefur áhyggjur af hættulegum óupplýstum þrengingum á Breiðholtsbraut á móts við Jaðarsel við framkvæmdasvæði Arnarnesvegar og á brúnni við Höfðabakka yfir Elliðaárnar milli Neðra Breiðholts og Árbæjar. Þarna er mikil dagleg umferð akandi farartækja milli borgarhluta Reykjavíkur. Vinna við framkvæmdir sem hófust snemma í sumar, hafa gengið hægt og oft á tíðum legið niðri svo dögum skiptir. Nú er komið fram í nóvember með tilheyrandi myrkri og afar slæmu skyggni í mjög hættulegum vegaþrengingum án nokkurrar lýsingar. Kallar ráðið eftir úrbótum tengt lýsingu á svæðinu sem fyrst, leiðum til að draga úr hraða og framkvæmdum verði flýtt áður en alvarlegt slys verður.
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
-
Fulltrúi Sjálfstæðisflokks leggur fram svohljóðandi ályktunartillögu, dags. 6. nóvember 2024:
Íbúaráð Breiðholts þakkar fyrir lagfæringar og endurbætur á gönguleið milli Seljaskóla og frístundaheimilisins Vinasels við Kleifarsel, sem liggur einnig að smíðastofum skólans. Gönguleiðin var um árabil óboðleg nemendum og starfsmönnum skólans enda var ekki um eiginlega gangstétt að ræða heldur siginn og ójafnan malartroðning. MSS24110035
Frestað.
-
Fulltrúi Sjálfstæðisflokks leggur fram svohljóðandi tillögu, dags. 6. nóvember 2024:
Íbúaráð Breiðholts óskar eftir því að ráðist verði í viðgerðir og endurbætur á steinsteyptum tröppum við norðanverðan Seljaskóla. Umræddar tröppur eru fyrir neðan Hnjúkasel og Kambasel og er hluti þeirra svo illa farinn að hættu stafar af, ekki síst þegar hálka myndast í þeim að vetrinum vegna frosts og snjóa. Einnig þarf að laga tröppur við sunnanverða skólalóðina. Lagt er til að snjóbræðslukerfi verði sett í umræddar tröppur eða a.m.k. hluta þeirra. MSS24110036
Frestað.
-
Lögð fram greinargerð Foreldrafélags Ölduselsskóla, ódags. vegna framkvæmdar Sumarhátíðar Ölduselsskóla 2022
-
Lögð fram greinargerð Foreldrafélags Ölduselsskóla, ódags. vegna framkvæmdar verkefnisins Vorhátíð Ölduselsskóla 2024. MSS22040042
-
Lögð fram greinargerð Foreldrafélags Ölduselsskóla, ódags. vegna framkvæmdar verkefnisins Símalaus skóli. R19060192
-
Lögð fram greinargerð Hildar Gunnarsdóttur, dags. 8. október 2024, vegna framkvæmdar verkefnisins Neðra Breiðholt – sterkt og sameinað Breiðholt. R20120183
-
Lögð fram greinargerð Foreldrafélags Breiðholtsskóla, dags. 6. nóvember 2024, vegna framkvæmdar verkefnisins Jólaföndur í Breiðholtsskóla. MSS22040042
-
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Hverfissjóð Reykjavíkurborgar. Þessi liður fundarins var lokaður. MSS24030095
Samþykkt að veita Foreldrafélagi Breiðholtskóla styrk að upphæð kr. 114.000, vegna framkvæmdar verkefnisins Jólaföndur í Breiðholtsskóla.
Samþykkt að veita Foreldrafélagi Ölduselsskóla styrk að upphæð kr. 115.000., vegna framkvæmdar verkefnisins Jólaföndur Ölduselsskóla.
Samþykkt að veita Dröfn Vilhjálmsdóttir styrk að upphæð kr. 100.000, vegna framkvæmdar verkefnisins Öskudagur á bókasafninu.
Samþykkt að veita Hrekkjavökudraugahús Sela styrk að upphæð kr. 50.000., vegna framkvæmdar verkefnisins Seljakirkja.
Öðrum umsóknum hafnað.Fulltrúi foreldrafélaga víkur af fundi við afgreiðslu umsóknar Foreldrafélags Breiðholtsskóla.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 18:20
Sara Björg Sigurðardóttir Þorvaldur Daníelsson
Kjartan Magnússon Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir
Ásta Birna Björnsdóttir Frank Úlfar Michelsen
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Breiðholts 6. nóvember 2024