Íbúaráð Breiðholts - Fundur nr. 52

Íbúaráð Breiðholts

Ár 2024, miðvikudagurinn, 2. október, var haldinn 52. fundur íbúaráðs Laugardals. Fundurinn var haldinn í Suðurmiðstöð og hófst kl. 16.33. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Sara Björg Sigurðardóttir, Ásta Björg Björgvinsdóttir, Ásta Birna Björnsdóttir, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir og  Kjartan Magnússon. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Jóhannes Guðlaugsson.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 19. september 2024, þar sem fram kemur að borgarstjórn hafi á fundi sínum 17. september 2024, samþykkt að Kjartan Magnússon taki sæti í íbúaráði Breiðholts í stað Helga Áss Grétarssonar. MSS22060056

    Fylgigögn

  2. Lögð fram tilnefning foreldrafélaga í Breiðholti í íbúaráð Breiðholts. Ásta Birna Björnsdóttir tekur sæti  aðalfulltrúa foreldrafélaga í íbúaráði Breiðholts í stað Ágústu Ýrar Þorbergsdóttur. MSS22080029

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á rannsókn á áhrifum skjánotkunar ungra barna á hugrænan þroska. MSS22100035

    Íbúaráð Breiðholts leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Breiðholts þakkar fyrir áhugaverða og vel flutta kynningu á áhrifum skjánotkunar ungra barna á hugrænan þroska og finnst  ráðinu áhugavert að sjá marktæk tengsl séu við vitsmunaþroska og málþroska þannig að aukið áhrif bakgrunnsjónvarps sýnir tengsl við   lægri vitsmunaþroska og verri málþroska.

    Karítas Ólafsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram svohljóðandi ályktunartillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks:

    Lagt er til að Íbúaráð Breiðholts óski eftir því við borgarráð að gerður verði samningur við íþróttafélagið Leikni um stuðning borgaryfirvalda við starf íþróttafulltrúa á vegum félagsins. Samningurinn verði gerður í tengslum við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2025 og taki mið af þeim samningum, sem þegar hafa verið gerðir við önnur hverfisíþróttafélög í borginni. MSS24090063

    Greinargerð fylgir ályktunartillögunni.
    Vísað til umsagnar menningar- og íþróttasviðs.

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokks leggur fram svohljóðandi bókun:

    Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fellst á að umræddri tillögu verði vísað til umsagnar menningar- og íþróttasviðs borgarinnar í trausti þess að frekari tafir verði ekki á afgreiðslu málsins. Með frekari töfum væri komið í veg fyrir að ráðið gæti komið sjónarmiðum sínum á framfæri varðandi umrædd mál áður en fjárveitingar í tengslum við fjárhagsáætlun 2025 verða endanlega ákveðnar.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram svohljóðandi ályktunartillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks:

    Lagt er til að Íbúaráð Breiðholts óski eftir því við borgarráðs að ráðist verði í lagningu gervigrasvallar á svæði Íþróttafélags Reykjavíkur við Skógarsel í tengslum við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2025. Séð verði til þess að völlurinn standist kröfur Knattspyrnusambands Íslands um keppnisvelli svo tryggt verði að ÍR geti leikið heimaleiki sína á eigin félagssvæði. MSS24090062

    Greinargerð fylgir ályktunartillögunni.
    Vísað til umsagnar menningar- og íþróttasviðs.

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokks leggur fram svohljóðandi bókun:

    Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fellst á að umræddri tillögu verði vísað til umsagnar menningar- og íþróttasviðs borgarinnar í trausti þess að frekari tafir verði ekki á afgreiðslu málsins. Með frekari töfum væri komið í veg fyrir að ráðið gæti komið sjónarmiðum sínum á framfæri varðandi umrædd mál áður en fjárveitingar í tengslum við fjárhagsáætlun 2025 verða endanlega ákveðnar.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 18. september 2024, um að opið er fyrir umsóknir í Hverfissjóð Reykjavíkurborgar frá 15. september til 15. október. MSS24030095

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 25. september 2024, um breytingar á úthlutunarreglum Hverfissjóðs Reykjavíkurborgar. MSS22020161

    Fylgigögn

  8. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

  9. Fulltrúi foreldrafélaga leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    1.Mismunandi er hvort skólar sendi Chromebækur heim með nemendum, er almenn regla eða hagar hver skóli þessu eftir hentugleika. 2. Er aðstaða í öllum grunnskólum til að hlaða Chromebækur, sumir skólar bera við að svo sé ekki? 3. Aðgangur nemenda að ýmsu efni í gegnum Chromebækur er óheftur. Heimavið geta nemendur því sótt og horft á allskonar óæskilegt efni, t.d. af youtube, sem foreldrar geta með engum hætti stýrt eða lokað fyrir. 4. Hvaða verkfærum hafa skólar/skóla og frístundasvið yfir að ráða til að stýra aðgangi að Chromebókum. 5. Ef þau eru ekki til staðar, hver er ástæðan og hvenær verða þau innleidd? 6. Hver er stefna Reykjavíkurborgar þegar kemur að aðgangi að Chromebókum? MSS24100020

    Vísað til umsagnar skóla- og frístundasviðs.

Fundi slitið kl. 17:39

Sara Björg Sigurðardóttir Ásta Björg Björgvinsdóttir

Kjartan Magnússon Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir

Ásta Birna Björnsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Breiðholts 2. október 2024