Íbúaráð Breiðholts
Ár 2024, miðvikudaginn, 2. maí, var haldinn 48. fundur íbúaráðs Breiðholts. Fundurinn var haldinn í Suðurmiðstöð og hófst kl. 16.37. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Sara Björg Sigurðardóttir, Þorvaldur Daníelsson og Vala Dröfn Björnsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Helgi Áss Grétarsson og Ágústa Ýr Þorbergsdóttir. Fundinn sat einnig Guðbjörg Magnúsdóttir.
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 23. apríl 2024, ásamt fylgiskjölum um aðkomu íbúaráða að fjárfestinga- og viðhaldáætlun 2024 – 2028. MSS24040187
Samþykkt að fela formanni íbúaráðs í samráði við fulltrúa ráðsins að vinna tillögur íbúaráðs Breiðholts að fjárfestingar- og viðhaldsverkefnum fyrir 31. maí n.k.Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
- Kl. 16.48 tekur Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir sæti á fundinum.
-
Lögð fram greinagerð fyrir verkefnið Jólaföndur Ölduselskóla, vegna styrks úr Hverfissjóði Reykjavíkurborgar. MSS23030157
Þessi liður fundarins er lokaður með vísan til 7. gr. samþykktar fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar. -
Lagðar fram umsóknir styrkja úr Hverfissjóð Reykjavíkurborgar. MSS24030095
Samþykkt að veita verkefninu Haust hátíðir í Breiðholti, styrk að upphæð kr. 250.000,-
Samþykkt að veita verkefninu Pokavarp, styrk að upphæð kr. 50.000,-
Samþykkt að veita verkefninu Sumarhátíð Hólabrekkuskóla - 50 ára afmæli, styrk að upphæð kr. 250.000,-
Samþykkt að veita verkefninu Uppskeruhátíð sundfélagsins Ægis (vorhátíð), styrk að upphæð kr. 60.000,-
Samþykkt að veita verkefninu Vinnustofa í blöðrudýragerð, styrk að upphæð kr. 90.000,-
Samþykkt að veita verkefninu Vorhátíð Fellaskóla skólarið 2024, styrk að upphæð kr. 150.000,-
Samþykkt að veita verkefninu Vorhátíð Ölduselsskóla, styrk að upphæð kr. 150.000,-Öðrum styrkumsóknum er hafnað.
Þessi liður fundarins er lokaður með vísan til 7. gr. samþykktar fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar.Fylgigögn
Fundi slitið kl. 18.00
Sara Björg Sigurðardóttir Þorvaldur Daníelsson
Vala Dröfn Björnsdóttir Helgi Áss Grétarsson
Ágústa Ýr Þorbergsdóttir Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Breiðholts frá 2. maí 2024