Íbúaráð Breiðholts - Fundur nr. 47

Íbúaráð Breiðholts

Ár 2024, miðvikudaginn, 3. apríl, var haldinn 47. fundur íbúaráðs Breiðholts. Fundurinn var haldinn í Suðurmiðstöð og hófst kl. 16.37. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Sara Björg Sigurðardóttir, Ágústa Ýr Þorbergsdóttir, Frank Úlfar Michelsen, Arent Orri Jónsson, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir og Þorvaldur Daníelsson. Fundinn sat einnig Guðbjörg Magnúsdóttir. 
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um verk- og framkvæmdaáætlun vegna skiptistöðvar í Mjódd:

    Lagt er til að íbúaráð Breiðholts beini því til borgarráðs að ráðið tryggi að verk- og framkvæmdaáætlun liggi fyrir eigi síðar en 1. október 2024 sem miði að því bæta og styrkja skiptistöðina í Mjódd. Í slíkri áætlun verði að lágmarki tekin afstaða til eftirfarandi atriða: Að opnunartími skiptistöðvarinnar verði lengdur; Að öryggisgæsla við skiptistöðina verði aukin; Að aðgangur notenda skiptistöðvarinnar að fullnægjandi salernisaðstöðu verði tryggður; Að tillögur að framtíðaruppbyggingu mannvirkisins, sem skiptistöðin er hluti af, verði lagðar fram.

    Greinagerð fylgir tillögunni. MSS24030167

    Frestað. 

    Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, íbúasamtaka og foreldrafélaga leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, íbúasamtaka og foreldrafélaga þakka fulltrúa Sjálfstæðisflokksins fyrir góða tillögu. Vilja fulltrúar upplýsa um að bæði er búið er að auka öryggisgæslu og lengja opnunartíma skiptistöðvarinnar þegar annar rekstraraðili tók við fyrr í vetur. Núna er opnunartíminn 7 á morgnana til 22 á kvöldin. Jafnframt er samtal í gangi við aðila um rekstur til langtíma og á meðan þeim viðræðum stendur er tillagan ekki tímabær en stefnt er að því niðurstöður fáist úr því samtali á næstu vikum. Vegna þess leggur íbúaráðið til að tillögunni verði frestað þar til niðurstöður um framtíð rekstur skiptistöðvarinnar liggur fyrir. Mun ráðið taka málið aftur á dagskrá þegar niðurstaða samtalsins milli borgarinnar og rekstraraðilana liggur fyrir. 

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokks leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins fagnar því ef raunin er sú að öryggisgæsla hefur verið aukin og opnunartími skiptistöðvarinnar í Mjódd hafi verið lengdur, en engar upplýsingar er að finna um slíkan opnunartíma, hvorki á heimasíðu strætó, heimasíðu Reykjavíkurborgar, né heimasíðu Mjóddarinnar. Hafi opnunartími verið lengdur telur fulltrúi Sjálfstæðisflokksins að réttast væri að skilmerkilega greina frá þeim opnunartíma, a.m.k. á heimasíðu Strætó. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur fulla ástæðu til að beina erindinu til borgarráðs og telur fulltrúi Sjálfstæðisflokksins að íbúaráð eigi ekki að slaka á kröfum um viðunandi aðbúnað í skiptistöðinni.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 4. mars 2024, um að opið sé fyrir umsóknir í Hverfissjóð Reykjavíkurborgar frá 15. mars til 15. apríl 2024. MSS23030157

    Fylgigögn

  3. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

  4. Fram fer kynning á skýrslu um Félagslegt landslag í Reykjavík, dreifing tekna, eigna og aðskilin búseta, dags. janúar 2024. MSS22020030

    Íbúaráð Breiðholts leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Breiðholts þakkar fyrir góða og umhugsunarverða kynningu. Blandað búsetuform fyrir öll eru mikilvæg leið til að stuðla að félagslegum hreyfanleika. Því er mikilvægt að ef eitt hverfi eða sveitafélag sýnir vísbendingar um þróun samfélagsgerðar umfram aðra hópa þarf grípa til aðgerða þannig að einn hópur skerði ekki gæði þjónustu við aðra hópa. Telur ráðið brýnt að borgarstjórn fylgi eftir þeim verkefnum sem rannsóknin gefur vísbendingar um og brugðist verði við með markvissum aðgerðum. Samhliða vill ráðið hvetja til að unnið verði áfram með niðurstöðurnar og því fylgt eftir með frekari rannsóknum þar sem tilefni er til.

    Kolbeinn H. Stefánsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 18.20

Sara Björg Sigurðardóttir Þorvaldur Daníelsson

Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Arent Orri Jónsson

Frank Úlfar Michelsen Ágústa Ýr Þorbergsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð Íbúaráðs Breiðholts frá 3. apríl 2024