Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts - Fundur nr. 49

Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts

Ár 2025, þriðjudaginn 14. janúar var haldinn 49. fundur íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts. Fundurinn var haldinn í Árseli og hófst kl. 16.36. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Þorkell Heiðarsson, Björn Gíslason, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, Lina Marcela Giraldo og Vera Sveinbjörnsdóttir. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Ársels. MSS23090175

    Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Árbæjar- og Norðlingaholts þakkar Bjarna Þórðarsyni forstöðumanni Félagsmiðstöðvarinnar Ársels fyrir góða og áhugaverða kynningu á starfseminni. Íbúaráð tekur undir áhyggjur Bjarna af takmörkuðum opnunartíma og lágu þjónustustigi félagsmiðstöðvarinnar gagnvart aldurshópnum 10-12 ára. Þrátt fyrir fjölbreytta starfsemi í Árseli almennt er mikilvægt að gæta sérstaklega að þjónustunni fyrir þennan aldurshóp. Aðrir hópar á grunnskólaaldri hafa þegar vel skilgreinda þjónustu á þessu sviði, annars vegar í frístund og hins vegar félagsmiðstöðinni. Ráðið því ítrekar þörfina á skipulögðu starfi og forvörnum fyrir þennan aldurshóp.

    Bjarni Þórðarson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

  2. Lagt fram að nýju bréf Skipulagsgáttar, dags. 20. nóvember 2024, með umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar vegna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040, Borgarlína 1. lota – Ártún-Fossvogsbrú, sbr. 2. liður fundargerðar ráðsins frá 10. desember 2024. USK24080320
    Samþykkt að fela formanni í samvinnu við ráðið að skila inn umsögn ráðsins fyrir tilskilinn frest.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 17. desember, varðandi stýrihóp um stefnumótun fjölmenningarborgarinnar Reykjavík. MSS24090132

    Fylgigögn

  4. Lögð fram umsögn íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts, dags. 18. desember 2024 um drög að ljósvistarstefnu Reykjavíkurborgar, sbr. 1. liður fundargerðar ráðsins frá 10. desember 2024. US190115

    Fylgigögn

  5. Lögð fram umsögn íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts, dags. 18. desember 2024, um skipulagslýsingar vegna fyrirhugaðrar breytingar á deiliskipulagi Elliðaárvogs fyrir Geirsnef, sbr. 3. liður fundargerðar ráðsins frá 10. desember 2024. USK24100368

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf Skipulagsgáttar, dags. 6. janúar 2025, varðandi niðurstöður í að loknu kynningarferli á breytingu á deiliskipulagi Arnarnesvegur 3. áfangi (göngu- og hjólastígar.). USK24090155

    Fylgigögn

  7. Samþykkt að leggja fram fundadagatal íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts – vor 2025. MSS22080127
     

    Fylgigögn

  8. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

Fundi slitið kl. 17:52

Þorkell Heiðarsson Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir

Björn Gíslason Vera Sveinbjörnsdóttir

Lina Marcela Giraldo

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts 14. janúar 2025