Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts
Ár 2025, þriðjudaginn 14. janúar var haldinn 49. fundur íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts. Fundurinn var haldinn í Árseli og hófst kl. 16.36. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Þorkell Heiðarsson, Björn Gíslason, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, Lina Marcela Giraldo og Vera Sveinbjörnsdóttir. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Ársels. MSS23090175
Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Árbæjar- og Norðlingaholts þakkar Bjarna Þórðarsyni forstöðumanni Félagsmiðstöðvarinnar Ársels fyrir góða og áhugaverða kynningu á starfseminni. Íbúaráð tekur undir áhyggjur Bjarna af takmörkuðum opnunartíma og lágu þjónustustigi félagsmiðstöðvarinnar gagnvart aldurshópnum 10-12 ára. Þrátt fyrir fjölbreytta starfsemi í Árseli almennt er mikilvægt að gæta sérstaklega að þjónustunni fyrir þennan aldurshóp. Aðrir hópar á grunnskólaaldri hafa þegar vel skilgreinda þjónustu á þessu sviði, annars vegar í frístund og hins vegar félagsmiðstöðinni. Ráðið því ítrekar þörfina á skipulögðu starfi og forvörnum fyrir þennan aldurshóp.
Bjarni Þórðarson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lagt fram að nýju bréf Skipulagsgáttar, dags. 20. nóvember 2024, með umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar vegna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040, Borgarlína 1. lota – Ártún-Fossvogsbrú, sbr. 2. liður fundargerðar ráðsins frá 10. desember 2024. USK24080320
Samþykkt að fela formanni í samvinnu við ráðið að skila inn umsögn ráðsins fyrir tilskilinn frest.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 17. desember, varðandi stýrihóp um stefnumótun fjölmenningarborgarinnar Reykjavík. MSS24090132
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts, dags. 18. desember 2024 um drög að ljósvistarstefnu Reykjavíkurborgar, sbr. 1. liður fundargerðar ráðsins frá 10. desember 2024. US190115
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts, dags. 18. desember 2024, um skipulagslýsingar vegna fyrirhugaðrar breytingar á deiliskipulagi Elliðaárvogs fyrir Geirsnef, sbr. 3. liður fundargerðar ráðsins frá 10. desember 2024. USK24100368
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Skipulagsgáttar, dags. 6. janúar 2025, varðandi niðurstöður í að loknu kynningarferli á breytingu á deiliskipulagi Arnarnesvegur 3. áfangi (göngu- og hjólastígar.). USK24090155
Fylgigögn
-
Samþykkt að leggja fram fundadagatal íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts – vor 2025. MSS22080127
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
Fundi slitið kl. 17:52
Þorkell Heiðarsson Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir
Björn Gíslason Vera Sveinbjörnsdóttir
Lina Marcela Giraldo
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts 14. janúar 2025