No translated content text
Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts
Ár 2024, þriðjudaginn 12. nóvember var haldinn 47. fundur íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts. Fundurinn var haldinn í Félagsmiðstöðinni Holtinu og hófst kl. 16.34. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Þorkell Heiðarsson, Björn Gíslason, Elvar Örn Þórisson, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, Lina Marcela Giraldo og Vera Sveinbjörnsdóttir. Fundinn sátu einnig Trausti Jónsson og Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. október, með umsagnarbeiðni um drög að ljósvistarstefnu ásamt fylgiskjali. USK24090155
Frestað.Fylgigögn
-
Lögð fram drög að umsögn íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts, dags. 12. nóvember 2024, um tillögu að breytingu deiliskipulagi Elliðaárdals (Arnarnesvegur-Breiðholtsbraut), jafnframt lagt fram bréf Skipulagsgáttar dags. 17. október 2024 með umsagnarbeiðni um tillögu að breytingu deiliskipulagi Elliðaárdals (Arnarnesvegur-Breiðholtsbraut). USK24090074
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lögð fram drög að umsögn íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts, dags. 12. nóvember 2024 um tillögu að breytingu deiliskipulagi Arnarnesvegur 3. áfangi (göngu- og hjólastígar), jafnframt lagt fram bréf Skipulagsgáttar dags. 17. október 2024 með umsagnarbeiðni um tillögu að breytingu deiliskipulagi Arnarnesvegur 3. áfangi (göngu- og hjólastígar). USK24090155
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lögð fram drög að umsögn íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts, dags. 12. nóvember 2024, einnig lagt fram að nýju bréf Skipulagsgáttar, dags. 19. september 2024, með umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar um Aðalskipulag Reykjavíkur 2040 – Keldur og nágrenni, verklýsing skipulagsgerðar og umhverfismat, sbr. 4. liður fundargerðar íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts frá 8. október 2024. USK24080321
Samþykkt.Fylgigögn
-
Fram fer umræða um skipulagslýsingu Elliðaárdals. USK24050182
Fulltrúi Sjálfstæðisflokks leggur fram svohljóðandi bókun:
Undirritaður tekur ekki undir umsögn íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts sem lögð var fram á fundi ráðsins í september. Undirritaður hefur á fyrri stigum látið sig málefni Elliðaárlóns varða og skilaði meðal annars séráliti um skýrslu meirihluta stýrihóps um Elliðaárdal árið 2021. Í sérálitinu komu fram þau sjónarmið að með því að hleypa úr lóninu með varanlegum hætti og eyða þannig því lóni sem verið hefur fyrir ofan stífluna í a.m.k. 100 ár án nauðsynlegra skipulagsbreytinga eða leyfa og án nokkurs samráðs við íbúa á svæðinu, þá hafi verið brotið gróflega gegn lögum og rétti íbúa á svæðinu og í raun allra íbúa Reykjavíkur. Vísast að öðru leyti til fyrri skrifa um tæmingu lónsins, ástæður hennar, aðdraganda og afleiðingar. Með þeirri skipulagslýsingu sem nú liggur í skipulagsgátt er ætlunin að uppfæra deiliskipulag þess svæðis sem um ræðir að þeirri forsendu gefinni að Árbæjarlón verði ekki lengur til staðar og náttúrulegir árfarvegir séu endurheimtir. Innan dómskerfisins er enn deilt um þá ákvörðun sem skipulagsferlið hverfist um. Undirritaður telur ótímabært að ákvarðanir verði teknar um nýtt deiliskipulag í Elliðaárdal á meðan enn er uppi ágreiningur um þá gjörð sem vænt deiliskipulag kæmi til með að grundvallast á.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
-
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Hverfissjóðs. MSS24030095
Samþykkt að veita Íþróttafélaginu Fylki styrk að upphæð kr, 150.000 vegna verkefnisins Flugeldasýning.
Samþykkt að veita Íþróttafélaginu Fylki styrk að upphæð kr, 199.000 vegna verkefnisins Samstarf Fylkis og Árbæjarskóla.
Öðrum umsóknum hafnað.
Þessi liður fundarins var lokaður með vísan til 7. gr. í samþykkt fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar.
- Kl. 17.22 víkur Björn Gíslason af fundi.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 17:50
Þorkell Heiðarsson Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir
Elvar Örn Þórisson Vera Sveinbjörnsdóttir
Lina Marcela Giraldo
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð Árbæjar og Norðlingaholts 12. nóvember 2024