Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts - Fundur nr. 45

Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts

Ár 2024, þriðjudaginn 10. september var haldinn 45. fundur íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts. Fundurinn var haldinn í í félagsmiðstöðinni Holtinu og hófst kl. 16.30. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Þorkell Heiðarsson, Björn Gíslason, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, Elvar Örn Þórisson, Lina Marcela Giraldo og Vera Sveinbjörnsdóttir. Fundinn sátu einnig Trausti Jónsson og Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram umsögn íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts, dags. 3. júlí 2024, um skipulagslýsingu vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir Elliðaárdal. USK24050182

    Fylgigögn

  2. Lögð fram drög að umsögn íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts, dags. 3. september 2024, einnig lagt fram bréf Skipulagsgáttar, dags. 18. júlí 2024, með  umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar vegna stakra bygginga á opnum svæðum í Hólmsheiði og austanverðum Úlfarsárdal (OP15, OP28). USK24060311
    Samþykkt

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 4. júní 2024, með samantekt íbúafundar borgarstjóra í Árbæ. MSS24020072    

  4. Fram fer umræða um foreldrafund hverfisins. MSS22090034

  5. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS20090034

  6. Lögð fram greinargerð Hringleiks – sirkuslistafélags, dags. 10. júní 2024, vegna verkefnisins „Flipp festival“ sem hlaut styrk úr Sumarborginni 2022. MSS22040042

  7. Lögð fram greinargerð Íþróttafélagsins Fylkis, dags. 6. júní 2024, vegna verkefnisins „Þátttaka barna af erlendum uppruna“ sem hlaut styrk úr Hverfissjóði 2022. MSS22040019

  8. Lögð fram greinargerð Foreldrafélags Árbæjarskóla, dags. 10 júlí 2024, vegna verkefnisins „Sumarhátíð Ársels“ sem hlaut styrk úr Hverfissjóði 2024. MSS24030095.

Fundi slitið kl. 18:07

Þorkell Heiðarsson Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir

Björn Gíslason Elvar Örn Þórisson

Vera Sveinbjörnsdóttir Lina Marcela Giraldo

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts frá 10. september 2024