Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts
Ár 2024, þriðjudaginn 10. september var haldinn 45. fundur íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts. Fundurinn var haldinn í í félagsmiðstöðinni Holtinu og hófst kl. 16.30. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Þorkell Heiðarsson, Björn Gíslason, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, Elvar Örn Þórisson, Lina Marcela Giraldo og Vera Sveinbjörnsdóttir. Fundinn sátu einnig Trausti Jónsson og Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram umsögn íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts, dags. 3. júlí 2024, um skipulagslýsingu vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir Elliðaárdal. USK24050182
Fylgigögn
-
Lögð fram drög að umsögn íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts, dags. 3. september 2024, einnig lagt fram bréf Skipulagsgáttar, dags. 18. júlí 2024, með umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar vegna stakra bygginga á opnum svæðum í Hólmsheiði og austanverðum Úlfarsárdal (OP15, OP28). USK24060311
SamþykktFylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 4. júní 2024, með samantekt íbúafundar borgarstjóra í Árbæ. MSS24020072
-
Fram fer umræða um foreldrafund hverfisins. MSS22090034
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS20090034
-
Lögð fram greinargerð Hringleiks – sirkuslistafélags, dags. 10. júní 2024, vegna verkefnisins „Flipp festival“ sem hlaut styrk úr Sumarborginni 2022. MSS22040042
-
Lögð fram greinargerð Íþróttafélagsins Fylkis, dags. 6. júní 2024, vegna verkefnisins „Þátttaka barna af erlendum uppruna“ sem hlaut styrk úr Hverfissjóði 2022. MSS22040019
-
Lögð fram greinargerð Foreldrafélags Árbæjarskóla, dags. 10 júlí 2024, vegna verkefnisins „Sumarhátíð Ársels“ sem hlaut styrk úr Hverfissjóði 2024. MSS24030095.
Fundi slitið kl. 18:07
Þorkell Heiðarsson Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir
Björn Gíslason Elvar Örn Þórisson
Vera Sveinbjörnsdóttir Lina Marcela Giraldo
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts frá 10. september 2024