Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts - Fundur nr. 44

Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts

Ár 2024, þriðjudaginn 11. júní var haldinn 44. fundur íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts. Fundurinn var haldinn í félagsmiðstöðinni Holtinu og hófst kl. 16.35. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, Þorkell Sigurlaugsson, Elvar Örn Þórisson, Lina Marcela Giraldo og Vera Sveinbjörnsdóttir. Fundinn sat einnig Trausti Jónsson.
Guðný Bára Jónsdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning umhverfis- og skipulagssviðs um Austurheiðar - framkvæmdir og skipulag. MSS24060015

    Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts leggur fram svohljóðandi bókun:

    Þökkum Þórólfi fyrir gagnlega kynningu á þróun mála við Rauðavatn. Glæsileg uppbygging á svæðinu er lyftistöng fyrir það fallega umhverfi sem þar er að finna. Skemmtilegt verður að fylgja eftir þeim framkvæmdum sem eru áætlun. Teljum við að notagildi svæðisins við Rauðavatn myndi aukast enn fremur ef rafmagnskassi væri við áningarsvæði norðan við Rauðavatn.

    -    Þórólfur Jónsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning austurmiðstöðvar á Þorpið elur upp barn – samfélags og uppeldisnámskeiði. MSS24040091

    Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts þakkar fyrir vandaða kynningu frá Austurmiðstöð, þykir þessi framkvæmd til eftirbreytni fyrir aðrar miðstöðvar borgarinnar. Valdefling kvenna af erlendum uppruna í uppeldi barna sinni í íslensku umhverfi er mikilvægt skref í átt að bættara hverfi. Hvetjum við til þess að kynningin verði tekin til skoðunar hjá menningar-, íþrótta-, og tómstundaráði. Bókun þessi verður send til menningar-, íþrótta-, og tómstundaráðs.

    -    Margrét Andreasen og Jóhanna Kristín Jónsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. 
     

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 28. maí 2024, um þjónustukönnun íbúa. MSS24050136

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. maí 2024, um umsagnarbeiðni um skipulagslýsingu vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir Elliðaárdal. USK24050182
    Samþykkt að fela formanni íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts í samráði við alla fulltrúa ráðsins að vinna umsögn íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts fyrir tilskilinn frest.
     

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
     

Fundi slitið kl. 18:23.

Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Þorkell Sigurlaugsson

Vera Sveinbjörnsdóttir Elvar Örn Þórisson

Lina Marcela Giraldo

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts frá 11. júní 2024